16.3.2009 | 16:46
Útvarpsstjóri ekki lengur í vinnu hjá Lýðræðishreyfingunni.
Útvarpsstjóri virðist hafa verið í vinnu hjá "Lýðræðishreyfingunni," málgagni Ástþórs Magnússonar. Nú hefur Ástþór, eða Lýðræðishreyfingin rekið aumingja útvarpsstjórann, sem situr eftir með sárt ennið. Nú veit ég ekki hvort lýðræðislega hafi verið staðið að þessari ákvörðun með að reka grey manninn. En vonandi finnur Páll Magnússon farsælli farveg í samskiptum sínum við valdamikla yfirmenn í næsta starfi.
Nú geri ég ráð fyrir að Ástþór taki sjálfur við míkrófóninum og að landsmenn fái boðað fagnaðarerindið inn í öll eldhús fram yfir kosningar eða lengur. Vonandi verður reist stytta honum til heiðurs fyrir að starfa í þágu lýðræðisins og get ég séð um að búa hana til, fyrir sanngjarnt verð.
Með þessu *blikka* ég Ástþór félaga minn. Er byrjaður að vinna í styttunni. Vonandi verð ég farsæll í þessu starfi, enda ekki auðvelt að vera listamaður.
![]() |
Páli afhent uppsagnarbréf af Ástþóri Magnússyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2009 | 01:08
Hlutverk virkjana og álvera í hruninu.
Skrifaði þetta innlegg við blogg Ingibjargar Elsu Björnsdóttur, en það birtist ekki svo ég neyðist þá bara til að birta það aftur hér:
Af hverju björguðu Kárahnjúkar ekki fjárhag Íslands? Hvers lags spurning er þetta mín kæra Ingibjörg? Er þetta sanngjörn spurning, að ætla álveri að bjarga Íslandi? Það er ekkert fullkomið, hvorki fiskur, hvalur né túrisminn. Ekki einu sinni umhverfisverndarsinnar. Álver og stífla er eitt svona apparat sem hefur möguleika á að skila störfum og innspýtingu í byggðarlög ef rétt er haldið utan um það.
Svo er hitt að halda fram að aldrei hafi verið byggð stífla sem borgaði sig er hæpin fullyrðing líka. Hefur Búrfellsvirkjun borgað sig fjárhagslega? Er virkjunin ekki einmitt uppgreidd og skilar hreinum hagnaði núna? (Þó sumir vilji deila um "hrein"leikann ) Hefur virkjunin í Sogi skilað sér? Ég held að menn verði að fara varlega í að lýsa yfir að virkjanir borgi sig aldrei, þó þeir séu á móti sumum þeirra af ýmsum ástæðum. Sumum ástæðum gildum.
Nú veit ég að vegna álvers eru hundruðir starfa í gangi í Fjarðarbyggð og án efa hafa mikil jákvæð peningaleg áhrif á byggðirnar þar. Hjálpa til við að viðhalda mannabyggðum, fyrst bröskurum var nú leyft að hverfa á brott með kvótann eða endurselja íbúum kaupstaðanna á uppsprengdu verði. Ekki getum við leyft því að viðgangast að byggðir Austfjarða detti upp fyrir, það væri stór skellur og risastórt menningarlegt skipbrot! Það skilja menn ef þeir hafa dvalið á austfjörðum, bara allt annað land en forljóta úthverfagutlið út frá Seltjarnarnesskaganum gamla.
Eigum við ekki frekar að setja "byrjunarpunkt" þar sem peningagræðgisvæðingin leyfði kvótabrask? Menn geta valið sér byrjunarpunkta eftir hentisemi til að réttlæta það sem þeir fyrirfram trúa á og það á við hagfræðinga og alla þá sem kveða sér hljóðs í svona málum.
Já það má vel vera að hægt sé að merkja ákveðna þenslu í upphafi Kárahnjúkaverkefnisins. Já af hverju ekki? En miðað við tölur bankabraskaranna þá eru 100+ Millj stífluverkið peningalega séð tiltölulega léttvægt. Aðra eins upphæð fengu bankatopparnir í erlendum lánum til að kaupa með og braska í hlutabréfum!! Menn eiga að beina augum að þeim spilavítisbröskurum sem í nafni markaðs- græðgis- og sjálfsdýrkunarsýki hafa kollsteypt landinu. Þeir voru að selja fyrirtæki fram og aftur til að græða og stækka lánabóluna. Það er ekki virkjunin sem er málið heldur skólabókardæmið um brask. Útþennslubóla sem sprakk. Virkjunin var takmörkuð þennsla.
Ég er nefnilega sannfærður um að frjálshyggju-öfgamennskan hefði komist á sitt dellustig burtséð frá Kárahnjúkum. Ég hef horft á þetta héðan frá New York og fylgst vel með í BNA og merkt breytingarnar á Íslandi í gegnum sérstaklega sl. 10-15 ár og þær eru ekkert lítið klikk. Rétt eins og á árunum þar áður hér í BNA. Árið 2002 byrjaði uppsveifla í BNA sem getur alveg eins verið sett sem "ástæða" bankahrunsins. Greitt var fyrir lánum og ýmis "uppgangur" hófst á alþjóðlegum peningamörkuðum eftir síðasta hrun sem var byrjað skömmu fyrir 11. Sept 2001.
Tilraunir til að smella bankahruni á stífluna er ekkert annað en þráhyggja mótmælenda, sem eru staðnir að því að hafa horft á vitlaust vandamál í áraraðir. Nú á að sníða fótinn að skónum!
Og Mogginn, í raun sögulega séð eins gott blað og hann hefur í raun verið verið í gegnum árin (fyrir utan að vera svoldið litað flokksblað), fór eins og önnur blöð (fyrirmyndir frá Ameríku) út í dellu með spákaupmennsku að tilkynna á forsíðum hvort markaður hafi farið upp eða niður sama hvað fáránlega lítið. Og að tilkynna fyrirtækjabrask án nokkurrar gagnrýni eða stærri myndar og svo auglýsa fyrirtækin í flennistórum auglýsingum í samablaði (!)
Nei ég skil alveg gagnrýni á Kárahnjúka, en margt vitlaust hefur verið sagt í gagnrýni um þá í gegnum árin. Það mikilvægasta hefur farið framhjá gagnrýnendunum og það er sjálf frjálshyggjan og dýrkun á gangsternum frá Chicago; Milton Friedman, sem hefur verið ógagnrýndur talsmaður braskara og einkavinavæðingarhyggju. Þrátt fyrir að hann er innantómur og hrokafullur bullukollur. Það er nær að setja byrjunarpunktinn á bók hans "Capitalism and Freedom" frekar en einhverja stíflu. Ég er að segja að áherslurnar voru rangar og áttu alls ekki að vera stíflan eða álver, nema frá sjónarhóli náttúruverndar, heldur krumlur frjálshyggjunnar sem voru að leggjast eins og mari yfir Ísland.
Og Gerður Pálma, sæl, þú bendir á mikilvægustu hlutina, sem eru þeir, að verið er að selja orkubransann erlendum fyrirtækjum. Þetta er enn meiri skandall en sala bankanna eða hvað þá einhverjar virkjanir. En rökrétt framhald einkavæðingartrúflokksins og forheimskunnar í kringum Friedman. Nú hefur verið talað í gegnum árin um "lénsskipulag hið síðara" og nú erum við að horfa á endapunktinn á því ferli. Hann verður stærstur. Þið getið tekið þessu sem varnaðarorðum. Og hverjir ætla svo að mótmæla því?
Þegar erlend fyrirtæki eignast íslenska orkugeirann (sem er bankabraskinu og Friedmanisma-dýrkun að kenna) þá mun að fullu rætast þetta "síðara lénsskipulag." Erlendum eigendum er nefnilega skítsama um vinnandi fólkið NEMA þegar hægt er að sýna þeim aðhald. Spurningin um aðhaldið er lykillinn í að geta fengið til landsins þann iðnað sem mikil þörf er á. Og aðhaldið er ekkert flókið NEMA vegna braskaranna sem hafa í raun knésett landið og bundið hendur landsmanna aftur fyrir bak. Ég er auðvitað hlynntur því að iðnaður sé settur upp á landinu því hann skapar atvinnu og gjaldeyri etc.
Að kenna um virkjuninni er algerlega út úr kú. Vandamálið er fyrst og fremst hugmyndafræðilegs eðlis. Eins konar "vírus" hefur fest rætur í kollinum á stórum hópum.
1998 fór ég með vinum þ.m. erlendum kunningjum í gönguferð um hálendið. Við stoppuðum við læk og ég blaðraði eitthvað, voða stoltur, um að íslenska vatnið væri það besta, heilnæmt og hreint og bragðgott og fékk mér stórann sopa úr læknum. Við bjuggum okkur til te og höfðum það gott og drukkum vatnið og átum með samlokur og slíkt. Eftir smá stund labbaði ég aðeins ofar og sá notaðann túrtappa í læknum svona 3 metrum ofar en þar sem við fengum vatnið. Þarna lá hann, brúnn, útbólginn og ógeðslegur. Auðvitað sagði ég ferðafélögum ekki frá því að hreina landið byggi til öðruvísi te. En þá rann líka upp fyrir mér að "hreint land" er að mörgu leyti bara áróður, stikkorð. Hefur því miður ekki alltaf með raunveruleikann að gera þegar vibbinn er við hvert horn. Það er heldur ekkert hreint við það að byggja enn eitt úthverfið, leggja hálendisvegi á landsvæðum sem eru tiltölulega ósnortin eins og austan Möðrudals. Að mörgu leyti ekkert skárra en að stífla, enda hávaði og mengun frá bifreiðunum og vörubílunum og upphækkaður vegur breytir öllu sem fyrir var.
Lítið svo aðeins betur í kringum ykkur elskurnar mínar.
Afsaka mín kæru að þetta varð svona langt svar. En svona sé ég þessa hluti.
12.3.2009 | 17:38
Eigendur Granda leiðrétta nú þessi mistök, ekki satt?
Varla er kreppa hjá HB Granda ef hagnaður fyrirtækisins var svona mikill. Tek undir að hvers vegna greiða hluthöfum fullann arð til bréfaeigenda þegar verkafólk fær ekki umsamda launahækkun?
Eigendur og ráðamenn Granda hljóta nú að sjá að sér og biðjast afsökunar á þessum mannlegu mistökum. Verkafólk vinnur langar stundir og af dugnaði og er ein aðal undirstaða fyrirtækisins.
Nú, ef þetta er ekki leiðrétt, þá mun það lesast sem svo að eigendur og ráðamenn Granda séu að lítilsvirða vinnuafköst venjulegs fólks. Slíkt kemur svo aftan að eigendum fyrr eða seinna og væri ekki í fyrsta skipti sem slikt græfi á endanum undan rekstri fyrirtækis.
Mannorð er nefnilega meira virði en arður yfir ákveðið tímabil.
![]() |
Arðgreiðsla móðgun við fiskvinnslufólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 16:41
Timburpallar hjá Geysi??
Greip þetta orð í greininni um Geysi.
Fór þarna síðasta sumar með erlendann gest og þótti nóg um túrista- og hamborgaraglingrið þarna í búðinni. Eiginlega fannst maður vera að leiða vininn í túristagimmik frekar en náttúruvætti. Allt of breiðar hellulagðar gangstéttir eru um svæðið og ef fara á að setja upp timburpalla að auki þá þykir mér mælirinn geta fyllst með að hreinlega eyðileggja það. Satt að segja þótti mér lítið náttúrulegt við að koma þarna og svæðið er frá náttúrunnar hendi í vörn. Það eru ekki bara hverirnir sem eru traðkaðir og skornir og með rusli í, heldur eru lækirnir frá þeim illa farnir. Merkingar eru ekki nægilega vel gerðar eða skýrt hvar megi labba.
Timburpallar minna mig á þetta kraðak á Þingvöllum, þar sem timbur"svalir" voru byggðar á utanverðann halla Almannagjár. Ég er nógu gamall til að muna bíltúra niður Almannagjá, þar virðist vegurinn hafa verið meira hluti af landslaginu. Og ferðalag mannsins merkilegra þar sem keyrt var í þröngri gjá, út klettahlið þar sem brúin er og Þingvellir opnuðust fyrir sjónum. Þar er einhver hugsun í gangi sem vinnur með landslaginu. Auðvtað er búið að loka því fyrir löngu nema fyrir fótgangandi.
En með svona mikið af túristum er spurning hversu langt við viljum fara í að rista gullgæsina. Vilja menn skerða gæði einstakra og óbætanlegra náttúrumynda fyrir túrismann? Er hægt að hleypa fólki á svæðið á skynsamlegri máta? Það er vandmeðfarið að skipuleggja svona svæði, kannski hollast að loka því eða takmarka aðgang? Miðað við stórkarlalegann árangur víðs vegar um landið verður líka erfitt að finna þá sem geta gert þetta rétt, af næmni og tilfinningu.
![]() |
Geysir ekki verndaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 00:45
iPod eða SansaClip
Flottur þessi nýji iPod Shuffle. Hann getur talað við mann. Það er víst hægt að láta grafa nafnið sitt á hann.
Nú veit ég ekki hversu mörg tungumál tónlistarspilari þarf að geta talað, eða að hann þurfi á annað borð að tala við mann. Ég á "venulegann" iPod og nota hann bara aldrei.
Félagi minn Palli benti mér nefnilega á svona Sansa Clip spilara, ódýr og svartur. Lítill, minni en eldspýtustokkur, svona aðeins stærri en þessi shuffle. Mér er svo sem sama um hvort er minna, maður verður nú að geta ýtt á takkana án þess að þurfa tannstöngul.
Veit einhver hvort hljómgæðin eru betri í þessari nýju Shuffle? Eða ef einhver veit um MP3 upptöku tæki með betri hljómgæðum þætti mér vænt um að vita.
En þessi Sansa er á helmingi minna verði hér í New York. Það góða við Sansa er að í honum er líka afbragðs útvarp. Já og líka hægt að taka upp hljóð með honum þ.e. ef maður fer á fyrirlestur getur maður tekið upp.
Fyrir einn svona iPod shuffle get ég s.s. keypt 2 stk Sansa Clip sem er þá líka útvarp og með innbyggðum míkrófón. Þetta er nú ekki erfitt val fyrir mig.
Nú er ég með 3 stk svona Sansa Clip spilara; einn sem ég er alltaf með á mér, til að taka upp minnispunkta ef ég er gangandi og ýmis hljóð og stundum spila lög.
Annar er tengdur sem útvarp við græjurnar og bara með download-fyrlrlestrum og slíku.
Sá þriðji er bara með barnalögum og barnaleikritum á Íslensku svo unga daman mín geti lært móðurmálið. Sá er ýmist í barnaherberginu eða í hjólakerrunni.
Ég skrapaði nafn fyrir hvern um sig með skrúfjárni. Upphafsstafi dótturinnar o.s.frv.
Jæja, nú hef ég svipt hulunni af því sem ég nota. Enda er ég oftast frekar praktískur.
Svo er líka að ef ég týni einum eða missi óvart undir valtara, þá er mér svona næstum sama. Uss, kaupi bara nýjann á um $40- En kannski eru hljómgæðin betri í iPodShuffle? Og kannski er til spilari með betri upptökugæðum? Þætti gaman að heyra álit
![]() |
Apple kynnir öflugri en minni iPod shuffle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2009 | 16:52
Ég kýs Steingrím.
Já ég segi það bara. Ég er óflokksbundinn og treysti engum þessara stjórnmálamanna. En Steingrím mun ég kjósa í vor. Tími hinna er liðinn og tími til kominn að kúvenda stefnunni og bakka úr brimgarðinum meðan ennþá er flóð.
Síðustu ár hefur mér líkað ágætlega við það sem Steingrímur hefur sagt í ræðu og riti.
Ég vil sjá miklar breytingar sem stuðla að betra öryggisneti fyrir almenning af hálfu hins opinbera. Þetta er held ég kjarninn í því sem er nauðsynlegast næsta árið og næstu árin, því atvinnusköpun mun taka lengri tíma en menn grunar. Það þarf neyðarráðstafanir til að hreinsa upp eftir græðgisvæðingarsukkið, langtíma plön en ekki þetta gimmikk eins og sl. áratug.
Leyfum Steingrími að spjara sig, hann er næstur í röðinni.
![]() |
Brugðust þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 16:23
Tombólutilboð -fyrir hvern?
Svo virðist sem sumir sem ekki hugsa út fyrir peningakassann haldi að allt sé svona framkvæmanlegt eins og hver önnur millifærsla í bönkum.
4000 listaverk á markaðinn í dag eða jafnvel yfir næstu 2 árin myndu þýða tombólu og verkin færu fyrir slikkerí. Betra er ef verkin eru áfram í eigu bankanna, verðið sem fengist fyrir þau hefðu akkúrat engin áhrif á skuldasúpuna og vandamálið felst ekki í listaverkunum.
Maður veltir fyrir sér hvort einhverjir sjái sér leik á borði með að eignast þessi verk (ódýrt), með því að þau fari á markað í dag.
Til lengri tíma litið er betra að verkin haldist hjá bönkunum, bæði vegna þess að þá er möguleiki að þau öðlist verðgildi (sem er sveigjanleg tala) og að þá verða þau ekki seld úr landi þar sem þau sjást ekki aftur.
Tek undir með Tryggva að þessi hugmynd að selja verkin er í sjálfu sér ágæt en óraunhæf.
![]() |
Lykilverk fari ekki úr eigu þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 14:48
JFK - 911 - Íslenskt efnahagshrun
Rannsókn hvað?
Auðvitað munu menn hylma yfir sannleikann. Hann er of erfiður til að horfast í augu við. Þeir sem hafa komið af stað einkavæðingarferlinu og selt fiskveiðiheimildirnar og sjálft ríkið einhverjum köllum úti í bæ eru fyrstir í röð atburðarrásar sem endaði í bullfréttamennsku og áróðri um "peningasigra" eins og við værum að horfa á íþróttafréttir. Og að "okkar lið" væri að sigra heiminn.
En "okkar lið" var bara að þykjast, eins og trúður í jakkafötum sem er nýbúinn að fá kreditkortaheimild með risa-yfirdrátt og góðann "arf frá foreldrum" þ.e. ríkinu.
Ég segi hér við Ameríska vini mína að einu sinni var Íslenskt þjóðfélag bara fúnkerandi fyrir venjulegt fólk. En svo komu inn einhverjir jólasveinar úr Amerískum Bisnissskólum sem þóttust kunna að breyta hlutum. En kaninn á ýmsa góða frasa, og einn þeirra er: "If it aint broke don't fix it."
Nú eru margir búnir að fixa kerfið og það hrynur eins og spilaborg. Að fá ráðgjöf frá alþjóðabanka eða IMF er í raun fáránlegt miðað við reynslu af þeim í ýmsum löndum, t.a.m. Argentínu og löndum Afríku þar sem efnhagur hefur verið í sligum skuldasúpu sem enginn endi er á. Ýmsar kenningar eru á reiki með að þessar alþjóðastofnanir þjóni í raun þröngum hópi braskara sem vill engum vel, enda samkeppnin GUÐ og allir réttdræpir.
Of margir eru á innsta kopp til að dagsljósið fái að skína á rétta staði. Og dagsljósið endar á andliti Milton Friedmans, aðal trúðsins, sem hefur verið dýrkaður og settur á stall falsguða af allskonar fábjánum.
En hann er í raun bara auglýsingasnepill fyrir fámennann hóp braskara og kúkalabba. Í anda "kenninga" hans hafa nokkrar kynslóðir hagfræðinga menntast og sagt hefur verið að hagfræðinám sl. áratuga sé í raun byggt á vitlausri kenningu. Það er því svolítið flott að fá hagfræðing sem skilyrði fyrir að vera stjórnandi Seðlabankans, miðað við hvað hagfræðin hefur skilað þjóðarbúinu fyrir næstu áratugi. Með fullri virðingu þá er hagfræðin byggð á kenningum, ekki staðreyndum á borð við verkfræði eða raunvísindafög.
Sérfræðingarnir eru oft langbestir í að eyðileggja hlutina. Ég skal rökstyðja það betur ef menn vilja.
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2009 | 02:45
Helvíti er staðreynd.
Ég hef nokkrum sinnum farið í kaþólska kirkju og alltaf (nema einu sinni) heyrt hótanir um tortímingu og eilífa pyndingu í helvíti djöfulsins ef... (eitthvað bla bla). Síðast í fermingu hjá dreng, ættingja konu minnar. Presturinn hótaði honum og jafnöldrum hans líkamsmeiðingum, tortímingu og eilífri hryllingsvist hjá kölska, ef stundað væri kynlíf utan hjónabands, samkynhneigð eða farið í fóstureyðingu. Eða frumuklasafjarlægingu eins og ég kýs að kalla það.
En að segja börnum að þau fari til helvítis? Heilabilun, klárlega.
Ég er á þeirri skoðun að helvíti sé til, en bara á jörðinni. Það er skapað af heimsku fólki sem heldur að það sé að gera rétt til en í hálfvitaskap mótar aðstæður annara svo hörmungar verði ofan á. Verstu dæmin eru stríðin, massífur heilaþvottur eða allskonar eitranir í líkama fólks og þar fram eftir götum.
Svo má nefna önnur klárleg dæmi eins og að heill her manna í svörtum kuflum gefi út alþjólega fyrirlitningu á 9 ára stúlku sem fer í fóstureyðingu eftir nauðgun.
Annað dæmi má nefna líka um helvíti á jörð, sem er að vera fastur einn á eyðieyju með kaþólskum presti.
En að helvíti sé til eftir dánardag? Ég verð að leyfa mér að stórefast um slíka óskhyggju. En svona eru skoðanir okkar ólíkar og lífssýn mismunandi.
![]() |
Vatíkanið tekur undir fordæmingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.3.2009 | 02:25
200, 600 eða 25 störf? Hvað er í gangi með tónlistarhúsið?
Varðandi frétt um tónlistarhúsið hef ég 4 athugasemdir, störf eða störf, sparnaður í byggingu, arðsemi og hverjir eru það sem hagnast. Sem arkitekt vil ég sjá hús byggð, sérstaklega ef þau eru praktísk og gagnast notendunum. Hitt má svo deila um:
1. Hvað eru störfin eiginlega mörg?
Sett er fram í frétt að 600 störf skapist við tónlistarhúsið. Svo þegar sagt er að 200-300 þeirra séu á verkstað, þýðir það þá að þessi 300-400 störf þar utan séu afleidd?
Hitt vil ég svo benda á að störfin 200 eða 600 eru tímabundin meðan á framkvæmdinni stendur. Það er í sjálfu sér lífsmál að fá hundruð starfa, en þegar húsið er klárað er ekki um að ræða einhver 200 störf eða hvað það raunverulega eru, heldur rétt einhver tugur starfa. Er það rétt fjárfesting?
Álverið á Reyðarfirði (virkjunin kostaði kannski s.s. 4-5 tónlistarhúsum) er til samanburðar með 400 VARANLEGUM störfum og svo að auki töluvert stórum fjölda afleiddra starfa.
2. Spörum í nýbyggingunni.
Sem arkitekt vil ég sjá húsið klárað þó margt sé stórgallað í skipulagi þess og staðsetningu. Kemur mér fyrst til hugar að það þurfi að skera við nögl í smíðinni, t.d. að slá bárujárni utan á húsið til að spara peninga, eða fá ytra byrðið gert úr einhverju íslensku efni sem gæti skapað vinnu við að framleiða (tilsniðinn steinn eða ámóta?). Smíðum innviði úr krossvið eða einhverju tilfallandi sem hægt er að skipta út seinna meir.
Sjálfsagt er ýmislegt annað hægt til að klára þessi tónarými þar sem tónlistarflutningur mun fara fram. Eða... er ekki takmarkið að tónlistarfólk fái þak yfir höfuðið? Varla þarf slíkt að vera með miklum íburði? Húsið á að reisa fyrir tónlistarfólk fyrst og fremst. Fyrir arkitekta eða listamenn EF þannig stendur á í árferði.
Það er kreppa og kreppuhali fram í komandi ár akkúrat út af bruðli og vafasömum fjárfestingum. Hús eiga svo jú að endurspegla þá tíma sem þau eru reist á og mín vegna mætti setja torf á þakið, trönur á útveggi, kaupa notaðar innréttingar í eldhús og salernin og nota Rússneskar ljósakrónur, svo lengi sem tónlistarfólk getur notað rýmin. Innviðina má svo klára á lengri tíma, svo hægt sé að byrja að nota salina, gera þetta í skorpum. Menn fara jú í tónlistarhús til að hlusta á tónverk, ekki til að skoða sólargeisla eða glóandi glingur hangandi úr loftinu. Byggjum húsið, en án hégóma, á ódýrari máta sem endurspeglar þessa tíma sem krefjast aðhalds.
3. Arðsemi.
Svo er spurningin hvort húsð skili einhverju af sér þegar það er komið í gagnið? Hef bent á áður í borgarskipulagsbloggi mínu að þetta hús er staðsett þannig að fólk fer alveg eins ekkert í miðbæinn, keyrir bara að húsinu og svo til baka upp í Árbæ eða hvar sem það á heima. Ekki gagnast það veitingastað við Laugaveg. Þarna er oft rok og ekki bætir úr skák að farartálmi er í ótrúlegu hraðbrautardrasli. En í þessu dæmi er hægt að velta fyrir sér hversu margir komi á tónleikana? Munu 1500 manns kaupa miða í það vikulega? Mánaðarlega? Mun það rétt nægja fyrir rekstrinum á húsinu? Húsvörðum, viðhaldi... Varla borgar það laun tónlistarfólksins?
Er betra að fjárfesta 20 milljörðum í varanlegri atvinnusköpun, s.s. fiskvinnslutæki eða önnur framleiðslutæki, gangabora og annað slíkt sem gæti gagnast varanlegri vegaframkvæmdum, er hægt að laga Keflvíkurflugvöll með peningum sem sparast við að skera við nögl? Eða eru einhverjir peningar til á annað borð?
4. Hverjir hagnast á áframhaldandi byggingu?
Hver er raunverulegur forgangur í svona málum og hverjir eru það sem hagnast mest á áframhaldandi byggingu? Hverjir munu fá þessi 200 tímabundnu störf, eða 600, og mun það leysa eitthvað með atvinnuleysið?
Ef húsið er klárað eftir eitt ár og viðvarandi atvinnuleysi fær innspýtingu með 20 störfum í kringum húsið... HVER hagnast þá á smíði þess? Utan þess augljósa að tónlistarfólk fær samastað og getur farið að spila fallega tónlist.
![]() |
Tekist á um Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.2.2009 | 02:20
Nýr Seðlabankastjóri verður að vera með Hagfræðigráðu.
Já þetta segja þeir. Skilyrðið er Hagfræðigráða.
Stjórnandi banka er væntanlega með ráðgjafa allt í kringum sig, sérfræðinga í bankarekstri, bankarekstri alþjólega og á landsvísu, viðskiptamenntaða og hagfræðimenntaða líka. Ég hef nú trú á að bankastjóri Seðlabanka þurfi að taka ákvarðanir sem ráðgjafar segja honum að taka.
Mér dettur þetta í hug: Miðað við hagfræðina sem verið hefur uppi á pallborðinu síðan um miðjann áttunda áratug má spyrja; hvort ekki sé betra að ráða bara góðann pípara í starfið?
Svo lengi sem hann er heiðarlegur og ekki að fabúlera með einhverjar weirdo "kenningar" t.d. að vatn renni upp í móti og svoleiðis vitleysu. Eða þá að "markaðurinn" sé sjálfstæður og skynsamlegur leiðtogi, einhver "góður vinur" sem leiðrétti sig sjálfur og geri möguleika á 1000 ára ríki framtíðarinnar bara ef við tökum af allar leikreglur.
Nei með píparanum tryggjum við að allavega eru toppstöðurnar ekki einokaðar af fólki úr "fínu" skólunum.
![]() |
Davíð kallaður bankaræningi" í hollensku blaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 15:16
Þrjú flugslys nýverið, í tveimur komust farþegar lífs af.
Á u.þ.b. mánuði hafa orðið 3 stór flugslys. Tvö hér í New York fylki og eitt í Hollandi, nærri Amsterdam.
Hér í nýju-Amsterdam eins og fyrsti byggði hluti Manhattan var kallaður, lenti stór þota á Hudson ánni og allir komust lífs af, fyrir röð tilviljana; góður flugstjóri, heppilegt veður og nærliggjandi ferjur sem komu samstundis að slysstað.
Norðar, hér í New York fylki fórst flugvél fyrir um tveimur vikum, 50 manns fórust. Svo nú í dag ferst vél í Amsterdam. Það góða í þessum slæmu fréttum er að fólk kemst lífs af í tveimur af þremur slysum, og því gott að muna að flugslys eru ekki bara katstrófía.
Að 9 manns hafi farist af 135 er tölfræðilega séð þokkalegt, þarna hefði getað farið verr og jú betur, en flugvélin er gerónýt, það er ekki ólíklegt að flugstjórinn hafi krassað henni "rétt" fyrst búkurinn er í meginatriðum ósundraður, brotinn framan við væng og stélið af. Ekki má gleyma þeim farþegum sem munu lengi eiga sárt um að binda vegna meiðsla og vonandi hækkar nú ekki tala látinna.
Það má líka bæta við að undirbúningur allur er meginatriðið í öruggu flugi og í sjálfu sér ættu akkúrat engin flugslys að verða ef undirbúningur er góður og vel vandað til flugs. En miðað við þann tugþúsund eða svo véla í loftinu á hverju augnabliki tekst nokkuð vel til svona í heildina séð.
![]() |
9 létust í flugslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 04:11
Sterkur!
Ja hérna bara.
Ég hef staðið í þeirri meiningu að þegar vandi þjóðar er persónugerður í einum manni þá er það álíka slæmt og ef þjóð fylgir blint einum leiðtoga. Með því að beina spjótum að einum "dólg" þá eru hinir á meðan að klóra yfir aðal vandamálin, sem eru að sjálfsögðu gerspillt hugarfar peningaelítustéttarinnar sem skapaði sér lebensraum í áður svo til stéttlausu og ágætu landi.
Bankarnir voru á kúpunni sl. ár og fóru á endanum yfir um í haust á offjárfestingarfylleríi og hringavitleysu og píramídatrixa í sölu fyrirtækja. Svona einfalt er nú það og því er um að kenna bankastjórnendum, óhemju græðgi og væntanlega skort á fagmennsku í að eiga og reka banka. Viðvaranir bárust erlendis frá sem voru hundsaðar og jafnvel rætt um að fara í mál við erlenda fjármálasérfræðinga fyrir að sverta orðspor Íslands(!) Lánatökur urðu erfiðar og sýnt var að bankarnir færu í þrot.
Það er stjórnendum og ný-eigendum að kenna. Ekki ríkinu sem slíku og ekki vinstri mönnum. Það grátbroslega í þessu er sjúskaði frasinn um að ekki sé hægt að treysta vinstri mönnum og ríkinu fyrir fjármálum. Þessi gamli frasi var notaður á Seðlabankastjórann, enda hann tákngervingur ríkisins og valdablokkar sérhagsmuna innan þess.
Þegar frjálshyggjuheimur og markaðsbrasksútópía þeirra gráðugu og eða ofsatrúuðu hrynur, þá eru þeir fljótir að finna einhvern til að stilla upp við vegg. Pottþétt margar slóðir að hylja í snjóstorminum meðan athyglinni er beint að Davíð snjókarli. Ein slóðin liggur að sjálfsögðu í alla þá menn sem stóðu að einkavæðingu og rekstri bankanna en skyggnið hefur verið ansi slæmt og fjölmiðlar handbendi ákveðinna hópa og sjálfir til sölu eins og hver annar banani.
Davíð var sterkur þarna og hefði ég viljað sjá þáttinn lengri og með ítarlegri spurningum frá fréttamönnum sem yfirvegað töluðu af meiri dýpt.
Ég hefði viljað sjá vel ígrundaðar spurningar varðandi þátt hans í einkavæðingarferlum ýmsum síðasta áratug, sérstaklega jú einkavæðingu og uppsetningu nýju bankanna. Því vandamálið byrjar í einkavæðingu opinberra stofnana og þeim sem framfylgja slíku af eldmóði McFriedmann borgara. Kannski er þetta vesen allt ekki Davíð að kenna, hann bara las vitlausa vegvísa eins og kunningi hans HHG. Í þessum vegvísum er markaðurinn lofaður en ekkert varað við svindlurunum sem sækjast í stóru fúlgurnar og gera markleysu úr kenningunum.
Annars verð ég að fara að færa mig yfir á hægri kantinn ef við erum loksins að fá vinstri stjórn næstu árin.
Set hér með mynd mína frá 2005 "DAVID" sem birtist í bókinni mini Gegnumgangur.
![]() |
Davíð í Kastljósviðtali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 23:37
Thomas Jefferson
Thomas Jefferson, 1816:
"I sincerely believe... that banking establishments are more dangerous than standing armies, and that the principle of spending money to be paid by posterity under the name of funding is but swindling futurity on a large scale."
![]() |
Bandarísk hlutabréf lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 09:06
Frændur eru frændum verstir.
Þetta kemur nú ekki á óvart; hutabréfaverði var HALDIÐ uppi með trixum. Er það ekki eftir öðru í þjóffélagi þar sem nægir að auglýsa sig fram yfir það að segja satt? En menn skulu treysta því að gildi verðbréfa sé haldið uppi víðar en á Íslandi, enda verðbréf tóm áhættufjárfesting og oft loftið eitt.
Var að skoða nokkrar íbúðir á netinu áðan. Rakst á nokkrar sem hafa verið í sölu frá sl. sumri og eru nú sagðar hafa komið í sölu á netinu fyrir nokkrum vikum síðan. Svo er töluvert um það að (segi sem svona dæmi) 80 fm íbúð sé auglýst sem 120 fermetrar en svo kemur í ljós ef lesið er á milli lína að sett er í einhver heildartala með bílskúr, geymslutetri á háalofti og garðáhaldaskúr úti í garði eða ámóta.
Ég hef séð auglýsingar frá Icelandair þar sem lofað er lágu verði á ákveðnu tímabili. Svo þegar á vefsíðuna var komið var ekkert slíkt verð, bara plat. Miðaverðin rándýr.
Það er sannarlega erfitt fyrir þjóðfélag og einstaklinga að fúnkera almennilega ef prinsipp er að segja ekki rétt og skýrt frá hlutunum og bara maka krókinn með trixum.
Því þegar upp er staðið, þá ná lygarnar í skottið á okkur öllum.
Held að sannleikurinn sé of oft meðhöndlaður sem meira og minna einhver hálfkæringur og kannski akkúrat þar sem einn kreppuhundurinn er grafinn í þessu blessaða þjóðfélagi. Menn verða að geta stuðst við það sem rétt er. Í leikriti er í lagi að skálda upp endalausann vaðal til umhugsunar og allt það.
En þegar veruleiki hópa manna verður að leikriti þar sem "hinir," í siðlausri samkeppnisdýrkun, eru lúserar fyrir það eitt að segja rétt frá, jú þá er nú ekki nema eðlilegasti hlutur í heimi að allt sé að fara til helvítis.
![]() |
Hlutabréfaverði var haldið uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 23:04
"Peningaþvætti hjá lögreglu? tjah, neeei. Ekki svo við vitum um."
"Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu"
Þetta hlýtur að teljast skólabókardæmi fyrir tvíræða fyrirsögn. Þeir hafa húmor þarna á mbl.is!
Mér finnst að ráðamenn eigi að leggja áherslu á að segjast munu fylgja þessu eftir. Steingrímur talaði eiginlega bara í hringi og ekki ekki er minnst á rannsókn hjá saksóknara í fréttinni.
Þetta eru alvarlegar ásakanir sem berast að utan og full ástæða til að fylgja þessu eftir til að ganga úr skugga um hvað sé að ske. Ef Rússneska mafían er með áhrif á Íslandi verður að gera eitthvað í því strax. Og best að bjóða þessum Boris Berezovsky í kaffisopa og smá samtal.
Ef menn eru að draga lappirnar bendir það til að maðkur sé í mysunni.
![]() |
Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2009 | 02:06
Skattagrýla frjálshyggjunnar.
Það er orðið svolítið þreytt að heyra frjálshyggjumenn endalaust endurtaka sömu romsurnar aftur og aftur. "Lækka skatta" eins og það sé einhver töfralausn. "Frelsa markaðinn" eins og það sé önnur hókus pókus lausn. Markaðurinn "elsku vinur okkar markaðurinn" og þessi þrönga sýn á heildarmynd þjóðfélagsins. Í gegnum fjölmiðla hefur hálf þjóðin verið heilaþvegin með síendurteknu fyrirtækja- og peningafréttabulli og aðrar nauðsynjar undanskyldar í perralegri dýrkun á einkavæðingarþjófnaði, vafasamri sölumennsku, sjálfsdýrkunarsýki, auglýsingaáróðri og braski.
Endurtekningin er einkenni á áróðursmaskínunni, fólk fer að trúa þessu bulli að markaðurinn sé GUÐ. Þó önnur orð séu notuð til að fegra það sem innantómt er í yfirborðskenndum auglýsingafrösunum.
Ég er ekki að tala um eðlileg viðskipti þar sem fyrirtæki blómstra í eðlilegu mannlegu umhverfi innan um aðra mikilvæga þætti samfélagsins í einhvers konar heilsteyptari mynd.
Jú auðvitað á ekki að klína sökinni á Sjálfstæðisflokkinn heldur þá sem frjálshyggjumenn almennt aðhyllast, Friedman, Reagan og Thatcher og alla þá trúða sem hafa komið efnahagsástandi heimsins á brún hyldýpis í gegnum alræðishyggju-rörsýn á þjóðfélagsmynstrið.
Pælið í því að í Bandaríkjunum misstu 600,000 manns atvinnu sína í Janúar sl. -bara í Janúar. Sex-hundruð-þúsund manns. Vita menn hvað þetta þýðir? Það er eins og allar fjölskyldur 2-3 stórborga hafi orðið atvinnulausar á bara einum mánuði! Frjálshyggjan hefur verið við lýði í síauknum mæli síðan upp úr 1975 eða svo og á því tímabili, sérstaklega með kosningu Reagans, upphófst mikil niðursveifla í Bandarísku efnahagslífi. Meðal almennings. Kaupmáttur meðalmanns hefur jafnt og þétt LÆKKAÐ á þessu tímabili og starfsöryggi aldrei verið í verri málum nema við lítum hundrað ár aftur í tímann. Auðmenn aldrei með stærri hluta af kökunni og 1% Bandaríkjamanna eiga 50% allra eigna. Það hefur verið uppgangur meðal auðmanna, já svo sannarlega.
Frjálshyggjan er feilstefna rétt eins og kommúnisminn.
Já við skulum ekki kenna um Sjálfstæðisflokknum, heldur þeim sem frjálshyggjumenn hafa verið að dýrka, nefnilega falsguðina sem afvegaleiddu þá. Tala um "elsku litla markaðinn okkar" SEM guð. Þessi fræði eru stór feill fyrir þjóðfélagið eins og með flesta aðra trúsöfnuði og öfgastefnur sem ríktu á sl. öldum. Hagfræði undanfarinna áratuga hefur verið að mestu uppskálduð óskhyggja og þeoríur þessara fræðastefna afsönnuðust löngu fyrir 29. Október 1929.
Það sem mér þykir einmitt svo áhugavert við lestur blaða og sagnarita á árunum á undan 1929, er að falsGUÐinn var svipaður, "Lækkum skatta!", "ríkið er vont" og "veitum markaðnum frjálsann tauminn". Afraksturinn beið handan við hornið og heimurinn féll ofan í hyldýpi efnahagskreppu.
Já við mannfólkið erum svoldið mikið eins og fávís rollan þegar upp er staðið. Ekki geta forystusauðirnir lært af sögunni og á endanum fylgjum við sauðunum í sláturhúsið. Við rollurnar þurfum að segja hingað og ekki lengra, þessi markaðstrúfræði eru tómt bull! Lýðræðið snýst held ég um að skipta út forystusauðunum með reglulegu millibili.
Þetta tal um að það sé hryllingur ef skattar hækka um örfáar prósentur er hjákátlegt í samanburði við að fjölskyldur eru að missa húsið sitt og íbúðir í bálkestinum sem frjálshyggjumenn hafa hlaðið upp síðustu 30 ár.
![]() |
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 15:29
Sé hann ekki
![]() |
Nýr miðbær í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 17:26
Völundarhús frá 5. ára Lilju Önnu
Hér kemur enn eitt listaverkið frá dóttur minni henni Lilju sem er 5. ára. Það er ekkert annað en völundarhús, annað slíkt sem hún teiknar á æfinni. Vonandi tekst ykkur að komast í gegn.
Of erfitt fyrir mitt litla heilabú.
5.2.2009 | 16:31
Stóri bróðir: FYRIRTÆKIÐ.
Veit ekki betur en auglýsendur fylgist mjög vel með áhorfendunum. Fáir stúdera og braska meira með skotspónshópa en auglýsingabraskarar.
Hér á bæ er verið að spila íslenska DVD diska keypta rándýru verði á Íslandi í viðleitni til að kenna ungri dóttur íslensku. Í hverri spilun á þessum diskum kemur þessi fáránlega -og fáránlega hátt stillta- auglýsing um GOTTI BORÐAR OST og SS pylsur séu bara fyrir Íslendinga. Stelpan mín horfir á myndirnar og kemur frá þeim syngjandi GOTTI BORÐAR OST.
Þetta er ekki meiningin með að kaupa og spila DVD. Allavega ekki af minni hálfu. Það er allt í lagi að hlusta á barnamyndahávaða, en ekki í lagi að heyra SS pylsur og GOTTA stillta svo hátt að lækka verður í tækinu.
Fyrir utan að menntunargildið er svotil næst núlli þá er DVD diskurinn einfaldlega stórgallaður með þessari lágkúrulegu auglýsingu.
Hvers vegna er ég að kaupa DVD ef verið er að troða auglýsingasorpi inn í hverja einustu spilun? Ég er kominn á þá skoðun að auglýsendur, þessi loðni afætuhópur samfélagsins, er í raun alræðiskerfi samtímans. Það er ekki hægt að gera nokkurn skapaðann hlut án þess að verið sé að troða auglýsingum ofan í kokið á manni og börnin alin upp í þessu sorpi halda kannski að þetta sé eðlilegt ástand.Hvernig vita menn á endanum hvað er fagleg umfjöllun og hvað er auglýsing?
Í raun erum við að ræða lélegann smekk.
Svo keyrir um þverbak að maður er í raun að kaupa auglýsingarnar! DVD diskar með auglýsingum eiga ekki að kosta neitt. Þeir diskar sem maður borgar fyrir eiga að vera auglýsingafríir.
Svo virðist sem auglýsendur og aftaníossar þeirra hafi skortleyfi á hvað það sem hreyfist.
![]() |
Auglýsingamiðill sem fylgist með áhorfandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
arh
-
robertb
-
nimbus
-
hehau
-
soley
-
gmaria
-
tulugaq
-
andreaolafs
-
katanesdyrid
-
ingibjorgelsa
-
skodunmin
-
varmarsamtokin
-
joiragnars
-
lextalionis
-
gbo
-
malacai
-
floyde
-
skarfur
-
reykur
-
fsfi
-
gudmunduroli
-
hallgrimurg
-
veravakandi
-
drum
-
hlekkur
-
haddih
-
prakkarinn
-
kreppukallinn
-
krilli
-
liljabolla
-
magnusthor
-
manisvans
-
sgj
-
huldumenn
-
svarthamar
-
palmig
-
pjetur
-
pjeturstefans
-
ransu
-
raudurvettvangur
-
robertthorh
-
runarsv
-
lovelikeblood
-
sivvaeysteinsa
-
fia
-
stefans
-
stjornuskodun
-
midborg
-
sveinnolafsson
-
torfusamtokin
-
vest1
-
steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world