Frændur eru frændum verstir.

Þetta kemur nú ekki á óvart; hutabréfaverði var HALDIÐ uppi með trixum. Er það ekki eftir öðru í þjóffélagi þar sem nægir að auglýsa sig fram yfir það að segja satt? En menn skulu treysta því að gildi verðbréfa sé haldið uppi víðar en á Íslandi, enda verðbréf tóm áhættufjárfesting og oft loftið eitt.

Var að skoða nokkrar íbúðir á netinu áðan. Rakst á nokkrar sem hafa verið í sölu frá sl. sumri og eru nú sagðar hafa komið í sölu á netinu fyrir nokkrum vikum síðan. Svo er töluvert um það að (segi sem svona dæmi) 80 fm íbúð sé auglýst sem 120 fermetrar en svo kemur í ljós ef lesið er á milli lína að sett er í einhver heildartala með bílskúr, geymslutetri á háalofti og garðáhaldaskúr úti í garði eða ámóta.

Ég hef séð auglýsingar frá Icelandair þar sem lofað er lágu verði á ákveðnu tímabili. Svo þegar á vefsíðuna var komið var ekkert slíkt verð, bara plat. Miðaverðin rándýr.

Það er sannarlega erfitt fyrir þjóðfélag og einstaklinga að fúnkera almennilega ef prinsipp er að segja ekki rétt og skýrt frá hlutunum og bara maka krókinn með trixum. 

Því þegar upp er staðið, þá ná lygarnar í skottið á okkur öllum. 

Held að sannleikurinn sé of oft meðhöndlaður sem meira og minna einhver hálfkæringur og kannski akkúrat þar sem einn kreppuhundurinn er grafinn í þessu blessaða þjóðfélagi. Menn verða að geta stuðst við það sem rétt er. Í leikriti er í lagi að skálda upp endalausann vaðal til umhugsunar og allt það.

En þegar veruleiki hópa manna verður að leikriti þar sem "hinir," í siðlausri samkeppnisdýrkun, eru lúserar fyrir það eitt að segja rétt frá, jú þá er nú ekki nema eðlilegasti hlutur í heimi að allt sé að fara til helvítis. 


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband