Spítali í miðri borg.

Hægt er að deila fram og aftur hvar miðja höfuðborgarsvæðisins er. Mér sýnist ein aðferðin setja hana akkúrat hjá kanínupabbanum í Elliðaárdal.

En...er þar borg? Nei, þar er ekki borg. Svæðið er umkringt fjarlægum úthverfum sem í raun eru dreifbýli innan um hraðbrautarflækjur. Örfáir stoppa eða nenna að horfa út frá akreinalínunum. Ef við setjum stóra stofnun þar, eyðileggjum við bæði Elliðarárdalinn (eða annan blett þar sem "miðja" finnst með reglustiku) og möguleika þess að spítali tengist nærliggjandi byggð á annan máta en með bíltengingu.

Það góða við að setja vinnustað í borg er að þá er hann hluti af byggða umhverfinu. Ef rétt er að staðið. Þá t.d. getur starfsfólk farið út í sínu vinnuhlé og sest niður á veitingastað eða kaffihús án þess að setjast upp í bílhylki til að komast eitthvað lengst í burtu. Sama gildir um gesti sem í heimsóknir koma. Almenningssamgöngur liggja mun betur við og kannski jafnvel hægt að sleppa því að keyra. Sem er dásamlegt. Nema í skítakulda og slabbi.

Hitt er svo spurning hvað eigi að gera við þann spítala sem nú er við Hringbrautina, ef byggt væri ofan á kanínupabba. Ef samnýta á þann húsabúnað liggur beinast við að byggja þar við.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæl Veffari? OR húsið á Höfðanum verður gerður að nýjum/viðbótarspítala.það er þegar vararafstöð og allegræjer.

Eyjólfur Jónsson, 13.10.2012 kl. 14:31

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já, ha ha. Og er ekki hlýtt og gott þar inni?

Ólafur Þórðarson, 13.10.2012 kl. 16:21

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ólafur.

Varðandi þessi sjónarmið, sem þú lætur í ljós, þá er ég þér hjartanlega ósammála. Væri hægt að ímynda sér stóran spítala miðsvæðis í New York, t.d. "Mount Sinai Hospital" sem stendur við Fimmtu Breiðgötu, stækkaðan og byggðan út í "Central Park", svona fáeinna ferkílómetra sneið og þar yrði byggt sannkallað hátækni sjúkrahús New York borgar, þannig að loka mætti niður níddum og úr sér gengnum spítala grenum t.a.m. í Harlem, Bronx og víðar. Það væri auðvitað ólíkt menningarlegra fyrir starfsfólkið að göfga andann í Metropolitian eða Guggenheim í fjölmörgum matar og kaffi hléum, heldur en í óaðlaðandi umhverfi margra sjúkrastofnuna stórborgarinnar.

Ég veit ekki hvað þú hefur skoðað þetta dæmi hér við Hringbrautina vel, en þetta "absurd" dæmi úr borginni þinni, sem ég tók sem hliðstæðu er þó ýfið rökréttara í allri framkvæmd og útfærslu.

Jónatan Karlsson, 13.10.2012 kl. 17:52

4 identicon

ég er sammála þessu

Örn Orrason (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband