Tombólutilboð -fyrir hvern?

Svo virðist sem sumir sem ekki hugsa út fyrir peningakassann haldi að allt sé svona framkvæmanlegt eins og hver önnur millifærsla í bönkum.

4000 listaverk á markaðinn í dag eða jafnvel yfir næstu 2 árin myndu þýða tombólu og verkin færu fyrir slikkerí. Betra er ef verkin eru áfram í eigu bankanna, verðið sem fengist fyrir þau hefðu akkúrat engin áhrif á skuldasúpuna og vandamálið felst ekki í listaverkunum.

Maður veltir fyrir sér hvort einhverjir sjái sér leik á borði með að eignast þessi verk (ódýrt), með því að þau fari á markað í dag.

Til lengri tíma litið er betra að verkin haldist hjá bönkunum, bæði vegna þess að þá er möguleiki að þau öðlist verðgildi (sem er sveigjanleg tala) og að þá verða þau ekki seld úr landi þar sem þau sjást ekki aftur. 

Tek undir með Tryggva að þessi hugmynd að selja verkin er í sjálfu sér ágæt en óraunhæf.

 


mbl.is Lykilverk fari ekki úr eigu þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan þessi telur að u.þ.b. sama verð fáist fyrir listaverkin go fékkst fyrir bankana (með afslættinum) á sínum tíma.  Þetta bendir til að hugmyndin með einkavæðingu bankana á sínum hafi verið að losna við listaverkin - og bankarnir látnir fylgja með.  Núna á að gera eina tilraun enn til að koma þessum verkum út.....

Hagfræðingur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þér enn sem áður veffari. Ég tel mikilvægt að verkunum verði haldið í þjóðarbúinu og að þau verði ekki send úr landi. Verðið sem fengist fyrir þau er þar að auki lítið miðað við það sem mun verða tekið til baka af fjárglæframönnum í réttarhöldum sem mun að öllum líkindum ljúka á næsta ári.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Til þess eru kýrnar að mjólka þær. Ef illa gangur má alltaf snúa sér að Aeops og nota aðferðina sem hann lýsir.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1925

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband