Og svo er það... RÚV vefsíðan

Það er eitt ef menn deila um útsendingu tónlistarviðburðar.

Hitt er annað mál að hin mikilvæga vefsíða RÚV virkar sjaldan fyrir mig og heldur ekki svo marga sem ég tala við. Oftast þegar ég fer til að horfa kemur eitthvað Plugg-in vandamál sem er orðið svo krónískt og þreytandi að ég er hættur að nenna að standa í þessum RÚV-vefsíðum. Hér á heimili eru notuð 3 stýrikerfi með Chrome, Firefox og Safari. Og sjaldnast að ég geti stólað á að RÚV vefsíðan virki, þ.e. að maður geti bara horft á sjónvarpið eins auðveldlega og menn horfa á YouTube.

Það virðist sifellt þurfa einhverjar uppfærslur eða það bara virkar ekki.

Svo ég held að umræðan ætti að snúast um mikilvægasta mál RÚV, sem er vefsíða með góðu aðgengi og vandamálalausu fyrir alla. Efni sem nær langt aftur í tímann og geti þjónað sem eins konar fjölmiðlasafn.

Einnig vil ég benda á að þegar Íslendingar eru með börn erlendis munar mikilu að RÚV hafi góðan netaðgang að Íslensku barnaefni. Bara upp á að börnin nái Íslenskri tungu og skilji eigin menningu. Er er það mjög takmarkað á vefsíðunni og myndi ég glaður borga eitthvað smá til að fá aðgang að barnaefninu.

Vil benda á að vefsíður RÚV mættu taka sér til hliðsjónar hvernig YouTube fer að því að birta efni, eins og hvernig Netflix er með prógram þar sem maður greiðir eitthvað smáræði til að fá aðgang að ýmsu myndefni.


mbl.is Útvarpsstjóri svaraði bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála þessu, persónulega finnst mér RÚV síðan vera frekar "óstapíl" þegar kemur að nýtingu á "plug-ins".

Garðar Valur Hallfreðsson, 6.5.2011 kl. 17:54

2 identicon

Lærið á internetið, þó RÚV megi sannarlega skipta úr WMP yfir í eitthvað betra er hægt að komast framhjá þessu vandamáli með kunnáttu, sem hægt er að afla sér með varfærnu fikti.

L (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 19:48

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Notendavidmot er thad sem mali skiptir her. Hugsid ykkur hvar Youtube vaeri ef their vaeru med somu galla og segdu svo "learn how to use the internet."

Vefsidur arid 2011 eiga ekki ad virka eftir eitthvad fikt, heldur bara virka fyrir alla notendur.

Ólafur Þórðarson, 6.5.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband