Þrjú flugslys nýverið, í tveimur komust farþegar lífs af.

Á u.þ.b. mánuði hafa orðið 3 stór flugslys. Tvö hér í New York fylki og eitt í Hollandi, nærri Amsterdam.

Hér í nýju-Amsterdam eins og fyrsti byggði hluti Manhattan var kallaður, lenti stór þota á Hudson ánni og allir komust lífs af, fyrir röð tilviljana; góður flugstjóri, heppilegt veður og nærliggjandi ferjur sem komu samstundis að slysstað. 

Norðar, hér í New York fylki fórst flugvél fyrir um tveimur vikum, 50 manns fórust. Svo nú í dag ferst vél í Amsterdam. Það góða í þessum slæmu fréttum er að fólk kemst lífs af í tveimur af þremur slysum, og því gott að muna að flugslys eru ekki bara katstrófía.

Að 9 manns hafi farist af 135 er tölfræðilega séð þokkalegt, þarna hefði getað farið verr og jú betur, en flugvélin er gerónýt, það er ekki ólíklegt að flugstjórinn hafi krassað henni "rétt" fyrst búkurinn er í meginatriðum ósundraður, brotinn framan við væng og stélið af. Ekki má gleyma þeim farþegum sem munu lengi eiga sárt um að binda vegna meiðsla og vonandi hækkar nú ekki tala látinna.

Það má líka bæta við að undirbúningur allur er meginatriðið í öruggu flugi og í sjálfu sér ættu akkúrat engin flugslys að verða ef undirbúningur er góður og vel vandað til flugs. En miðað við þann tugþúsund eða svo véla í loftinu á hverju augnabliki tekst nokkuð vel til svona í heildina séð.


mbl.is 9 létust í flugslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er 5 slysið, 1 var í ástralíu og náði hann að lenda á grunnu vatni og fólk labbaði frá borði, svipað og í NY, allir komust lífs af, 2 var vél sem lenti í amasonfljótinu í Braziliu en örfáir komust af sem fóru út úr vélinni að aftan.

eva (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rétt er það Eva. Amazon slysið stórt líka, 28 manns. Þessi í Ástralíu var með 7 manns og ekki beint stórslys. En fréttnæmt að lent var á vatni. Og í gamla daga var mikið lent á vatni, vélarnar útbúnar með sjóskíðum.

Það er skrýtið að á 1-2 árum eftir fréttnæmt "911" voru nokkrar flugvélar sem flugu á byggingar. Í Miami, Ítalíu og svo lítil flugvél í New York borg.

Ólafur Þórðarson, 28.2.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1906

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband