5.2.2009 | 12:33
Nafnleysinginn, hvað með hann?
Starfsmaður Toyota rekinn fyrir bloggskrif.
Menn hafa barið á brjóst sér með að "nafnleysingjar" séu eymingjar og fundið nikk-skrifurum allt til foráttu, en ekki séð að eigin skrif, í skírnarnafni, eru oft út úr kú, meiðandi og allt það.
Hér kemur eitt dæmi um hvernig málfrelsi hefur afleiðingar. Málfrelsi er í sjálfu sér ákveðin útópía nema fyrir þá sem hafa "leyfi" til þess að tjá sig. Þessi starfsmaður hefði betur bloggað undir nikki eða haldið sér saman. Nema jú ef hann er fjárhagslega sjálfstæður, þá hefur hann þau forréttindi að mega segja það sem hann vill.
Hvort hann hafi rétt fyrir sér eða forstjórinn skal ég láta ósagt um, enda veit ég ekkert um þetta mál nema að hér er áhugavert málfrelsis-mál:
Hafa sumir meiri málfrelsisrétt en aðrir, með að skrifa undir eigin nafni?
Burtséð frá því held ég að nafnleysingjagrýlan sé skálduð upp, einmitt til að viðhalda klíkumentalitetinu sem er svo ríkjandi þvers og kruss í þjóðfélaginu. Klíkur þola jú ekki utanaðkomandi og gera úr þeim Grýlur eða kommúnista.
![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 19:41
Eigum við ekki bara að ríkisvæða Moggann?
Hér er smá hugmynd sem ég hef gengið með í maganum í mörg ár.
Ef Morgunblaðið væri styrkt af ríkinu, svona með hliðsjón hvernig þetta afbragðs-útvarp Gufan er rekin í gegnum ríkið, þá myndi vera hægt að viðhalda því sem það var svo gott fyrir, aðsendar greinar, ítarefni, yfirgripsmiklar leiðaragreinar og efni frá stjórnmálamönnum í bland við greinar frá fagfólki og almenningi; gott menningarblað. Og það má samt selja blaðið sem dagblað.
Mogginn er í miðju skeiði breytinga. Í Íslensku þjóðlífi hefur Mogginn til langs tíma verið í ákveðnu gæðavægi við gufuna. Undanfarið hafa breytingar verið gerðar sem færa hann nær auglýsingasneplum og er ég sjálfsagt ekki sá eini sem mislíkar það. Er þó enn áskrifandi þó að stundum hugsi ég mig tvisvar við að sjá grísakótilettuauglýsingarnar yfir heilu opnurnar, eða furðulega einstrengislegar fjármála"fréttir" um ekki neitt. Ef Mogginn hverfur í nauðhyggjuniðurskurð og "hagkvæmni" breytingar fyrir auglýsinga-umgjarðir, þá verður ekkert eftir utan auglýsingamiðla. Auglýsingamiðlar eru til þess gerðir að miðla auglýsingum og eru ekki eina mögulega dagblaðaformið, þó mikill áróður hafi verið í gangi að agitera því. Það má líka athuga hvort nægi að mogginn komi út sjaldnar, en aðalatriðið er gæði á efni. Gæðin halda áskrifendunum og gera þjóðfélagið betra.
Það sem mér hefur líkað svo vel við Moggann er að hann er með ákveðna félagslega mynd, samfélagslega sýn sem er/var í ágætum kaliber. Hann er að mörgu leyti þversneiðing af þjóðfélaginu og á sama tíma það sem mótar þversneiðinguna, eitthvað sem er ekki auðvelt að byggja upp frá grunni. Það má deila um einstaka greinar og allt það, en aðsendu greinarnar eru mjög mikilvægar í bland við faggreinar, skrifaðar af gagnrýnendum og blaðamönnum. Með ríkisvæðingu mætti færa blaðið í hærri kaliber og gera það að blaði með dýpt og auka góðu áherslurnar. Fátt er eins gott þjóðhagslega séð eins og góð menntun einmitt af því að upplýstur almenningur er sterkara lýðræði. Aðgengi fólks að góðu dagblaði með dýpt hlýtur að vera samskonar lykill að velgengni og það framyfir grísakótilettutilboðin.
Minnkum skrumið og skoðum að ríkisvæða Moggann, allavega að hluta til.
![]() |
Almenningshlutafélagið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 03:29
Af hverju ekki frekar kaupa gott veður, ef það kostar minna?
"Óveður kostar 1,4 milljarða evra"
Ótrúlegt að menn séu að borga svona mikið, er þetta ekki kallað að kaupa köttinn í sekknum? Hvað kostar gott veður? Er þetta eitthvað tengt fjármálastarfsemi á Íslandi?
![]() |
Óveður kostar 1,4 milljarða evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 16:08
Verndarstefna eða heilbrigð skynsemi?
Þeir eru stórir hópar bandaríkjamanna sem í gegnum síðustu áratugi hafa misst vinnu og heilu byggðarlögin lagst í eymd vegna þess að dýrkun á samkeppnisprinsippum haf verið sett ofar mannlegum gildum.
Ross Perot talaði 1992 um the "Giant sucking sound" og hans orð hafa komið á daginn. Menn sem 1990 þénuðu $30- á tímann í iðnaðarframleiðslu þéna í dag $8- við að afgreiða á McDonalds. Mæli m.a. með lestri bókanna the Disposable American og Nickel and Dimed til að fá vinkil á þessi umræðuefni.
Það er gott að sjá að markaðssinna-öfgastefnum síðustu 30 ára er eitthvað verið að ýta til hliðar.
Verndarstefnur eru fyrir hendi í öllum löndum. Það er full á stæða fyrir því að vernda iðnað innan hvers lands og innrás fjármagns utanfrá er alls ekki endilega af hinu góða. Nægir að nefna það sem skeði með iðnaðinn í Argentínu þegar landið var opnað fjárfestum. Einnig fyrrum Sovét sem liðaðist í sundur og ýmsir óprúttnir aðilar fóru þar inn til að kaupa heilu verksmiðjurnar á slikkerí í krafti þjóðfélagsupplausnar. Að maður tali ekki um....
Já verndarstefnur þjóna sínum tilgangi.
![]() |
Óttast verndarstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 23:09
Skítadreifarinn er ræstur.
Í öllum helstu fjölmiðlum heims er núna gefið mikið pláss fyrir "fréttina" að hálfbróðir Baraks Obama hafi verið handtekinn fyrir að eiga "jónu" (maríuhana sígaretta).
Það er eitt ef hann er tekinn fyrir eiturlyfjafíkn, annað að gert er mikið mál úr þessari smáfrétt. Hér er smá glufa í undirstöðuvegg Obama og rugludallar farnir að dæla inn þennsluefni til að stækka hana. Ef maður þekkir fréttamiðlabransann rétt, þá er þetta vatn á myllu kölska og eitt smá púsl í þá mynd að Obama verði stillt upp við vegg út af einhverju bölvuðu kjaftæði, eins og Clinton sem svaf hjá einhverri konu eða Carter sem átti bróður sem var fyllibytta.
Þegar rökin þrýtur má alltaf grípa til þess að kalla mýflugu úlfalda.
New York Post, skítasnepill Murdochs setur í gær upp heilsíðu letur sem á að vera tilvitnun í Obama "BUCK OFF!" gegn Wall street bröskurunum. En "FUCK OFF!" er argasti dónaskapur í Bandaríkjunum þó margur íslendingurinn haldi það merkingarlítið eða jafnvel sniðugt. "Fuck off!" eru orð sem Bandarískur forseti myndi alls ekki láta út úr sér. "Fréttin" um bróðirinn var (vef)forsíðufrétt hjá Murdoch.
Þetta er liður í sálrænni áróðursherferð hér vestra, auglýsingabraskaratækni notuð í að grafa undan pólitísku jafnvægi. "Bróðirinn dópisti," "Hann sagði fuck off!" er það sem situr í undirmeðvitundinni. Margt smátt gerir eitt stórt.
Heimsmarkaðir eru að hrynja og IMF spáir algerri stöðnun í heimsmarkaði á veraldarvísu. Í raun blasir við heimskreppa. 2-3 milljónir húseigenda í Bandaríkjunum (þýðir um 10 miljón manns) hafa á sl. árum verið að missa þakið ofan af sér og sér ekki fyrir endann á þeim harmleik. Næsta kreppa verður kreditkortakreppa. Afar alvarleg málefni eru í gangi en samt eru loddararnir fljótir að draga út skítadreifarann. Einmitt til að dreifa athygli frá þeim bröskurum sem raunverulega þarf að stilla upp við vegg. Og þeir eiga fjölmiðlana.
Og mér er gersamlega fyrirmunað að sjá að það sé frétt að hálfbróðir Obama reykti sígarettu, tað eða Winston.
![]() |
Hálfbróðir Obama handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 16:20
That's it! Er hættur við ferð til Swiss!
Ósvífni er þetta, endalaus boð og bönn! Jæja þá er ég hættur við að fara í gönguferð í Appenzell Innerrhoden. Mun þó ekki hætta svipaðri iðju hér við tölvuna ;-)
![]() |
Berrassaðir göngumenn verða sektaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 17:25
Klapp á bakið
Mest af fjármálafréttum eru hóplæg fóbía sem hefur verið troðið inn á heilbrigt fólk af bröskurum og aura-öpum. Hvort króna fer upp í dag og niður á morgun hefur bara ekkert að segja til lengri tíma litið.
Fyrir mér er þetta oft eins og ef veðurfræðingar á spítti eða einhverju slíku taki yfir stórann hluta frétta og gerir úlfalda úr mýflugu með hvort hitastigið falli svo og svo mikið á svo og svo miklum tíma. Svo situr meðvirki hópurinn agndofa og jarmar "Jesús minn góður" eða "húrra" þegar veruleikinn er breytilegur og hverfull. Klæðið ykkur með breytilegt veðurfar í huga.
Og ég held að eftir því sem fólk aðhyllist meira svona feilfréttir og peningasýki, þeim mun óstabílli verður veruleiki hins eðlilega manns.
Þar fyrir utan skulum við vona fyrir skuldugar fjölskyldur landsins, að krónan styrkist til lengri tíma litið og haldist stabíl. Meira hef ég ekki um þetta að segja.
![]() |
Krónan styrktist níunda daginn í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 16:42
"United we stand, divided we fall."
Minni á þessu orð Churchill's í byrjun seinni heimsstyrjaldar.
Nú ríður á að menn standi saman.
Eða kannski verður þetta eins og Babel turninn, þar sem smiðirnir fóru að tala mismunandi tungur.
Enginn skildi neitt í öðrum, hver vann fyrir sig og smíði turnsins stoppaði.
Á þessum síðustu og verstu tímum þar sem sjálfsdýrkun er Guð og hver og einn skáldar sögur til upphafningar síns eigin ágætis er ekki hægt að gera ráð fyrir góðum endi.
Eða eins og kunningi minn sagði: "Hér er allt á leið til helvítis, en gleðilegt ár samt."
![]() |
Ásaka hvert annað um hroka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 05:22
Ný mynd frá Lilju Önnu, 5. ára.
Hér kemur ný mynd úr draumalandi Lilju Önnu.
Þetta er mynd af frænku hennar og kærasta.
Áhrifarík litabrigði í þessari mynd. Ýmis tákn á ferð. Enginn hjálpar með myndina eins og venjan er...

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 20:42
Vladimir Putin kann að mála...
...og tjah allavega er dóttir mín Lilja Anna ekkert síðri, segi bara svona sem algerlega hlutlaus ráðgjafi. Stúlkan er snillingur á þessu sviði. Hér er mynd af Central Park með stóru háhýsi og sætu fólki í árabát.

![]() |
Pútín málar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 19:43
Ekki endalaust hægt að blammera ríkið...
Ég var að borða áðan með dótturinni á pizzustað sem við förum stundum á. Þar á borði við hliðina sat ungur maður með ungann dreng sinn og ræddi við fólk á borðinu við hliðina. Hann sagði þeim stoltur að hann væri "nýkominn frá Tennessee til að planta kirkjum" á Manhattan. Og að "það væri ekki auðvelt verk" en hann væri sko kominn til þess. Mér var hugsað til þess að kannski væri hann frá sama þorpi og þau fífl sem hafa verið að boða álíka heimskulegar öfgastefnur í fjármálum á Íslandi sl. áratug eða síðan um miðjann áttunda áratug.
Handbendi mega-braskara sem hafa eitthvað annað í huga en heill almennings, sem margir þeirra tala um í niðrandi tón sem "commoners."
Við stjórnvölinn eru menn. Þessir menn hafa verið undir áhrifum frá villustefnu markaðsdópisma sem hefur ekki gengið upp og hafði ekki séns á að ganga upp. Af því að Október 1929 sýnir okkur það. Við vorum mörg sem gagnrýndum þetta braskarakerfi en vorum almennt afskrifuð sem "kommúnistar sem ekki kunna að fara með peninga." Stimpluð vinstri-eitthvað af rugludöllum sem þóttust sko vita hvernig ætti að stjórna þjóðarskútunni:
"Bara afhenda hana bröskurum!"
Nú vitum við hvar Davíð* keypti ölið og afleiðingin er að enginn veit hverjum er hægt að treysta með peninga. Þeir sem stoltir þóttust geta farið með peningana eru þeir sem voru bestir í að stela úr kökunni. Það er eðli þjófa að upphefja sig sem hetjur og fyrirmyndarbraskarar. Þorpsfíflin að planta kauphöllum alla borg.
Nú er aðal vandamálið það hvort öfga-markaðshyggjumönnum hefur tekist að naga svo stoðir samfélagslega kerfisins að það hreinlega láti undan. Þeir eru svo sýktir af sínu hugarfari að þeir eru ennþá að tala um að einkavæða hitt og þetta til að laga eitthvað sem enginn veit hvað er að við. Í Ameríku hafa þeir amk einn góðann frasa sem er "If it aint broke, don't fix it!"
Maður hefur verið að horfa upp á stóra hópa fólks heimta breytingar til hins betra þegar ekkert var að.
En ég segi fyrir mitt leyti að þetta er ekki ríkinu að kenna. Ríkið er saklaust af gjörðum fábjána og hrokafullra fésjúkra sjálfsdýrkunarsinna sem misnota kerfið sér einum til framdráttar. En nú ber að beina ríkinu í betri farveg og koma á almennilegum reglum svo þjóðarskútan geti haldið strikinu. Þessar reglur eiga að vera afturvirkar, svo að þeir sem misnotuðu kerfið geti verið rasskelltir.
(*Málsháttur. Meina ekkert sérstaklega Davíð Oddsson.)
![]() |
Geir: Árið verður mjög erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 03:38
Lirfubíllinn. Nýtt meistaraverk lýtur dagsins ljós.

15.1.2009 | 22:01
Ég hefði nú orðið vitni að þessu.
US Airways flugvél nauðlendir í Hudson ánni kl. 15:30
Ég er vanur að hjóla þarna akkúrat um hálf-fjögur leytið hjá 42. götu, meðfram Hudson ánni, að ná í Lilju í skólann. Ég hefði því pottþétt orðið vitni, en vegna mikils frosts fór ég ekki á hjólinu í dag. Spáin var -8c.
Þarna aðeins ofar er þyrluvöllur, þar sem við Lilja sáum þyrluslys einhvern tímann í haust. Þá morandi í löggum. En eiginlega er þetta besti staður til að nauðlenda, því Circle-Line bátarnir eru staðsettir þarna og vatnataxar -greinilega fljótir á staðinn. Það getur hafa munað miklu.
Frábærar fréttir að allir komu lífs af!
Segir mikið um að fólk ætti að hlusta þegar flugfreyjur útskýra með öryggisbúnað og björgunarvestin.
Það eru 3 mjög stórir flugvellir nærri borginni, geri ráð fyrir að 150-200 flugvélar fari af stað/lendi á hverri einustu klukkustund, allann ársins hring.
![]() |
Talið að allir hafi komist lífs af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2009 | 05:17
Vatnsmýrin, "verðmætt byggingarland" og millilandaflugið.
Viðbúnaður var í dag vegna kennsluflugvélar.
Eiginlega var ég að leita að einhverjum létt-geggjuðum fréttabloggara sem vildi ólmur fá flugvöllinn burt út af þessu eina atviki. En já nú er það svo að flugumferð er með öryggisfaktor sem er til mikillar fyrirmyndar. Í erlendum borgum, m.a. hér í New York, er gríðarlega mikið af júmbó-þotum sem fljúga yfir þétta byggð. Og gott mál að allt fór á besta veg með þessa kennsluflugvél.
Þar fyrir utan er flugvallarsvæðið best nýtt undir... flugvélarnar. Nafni minn Ólafur, fv. borgarstjóri hefur nefnilega hárrétt fyrir sér að skipulagið sem vann samkeppnina er hvorki nægilega gott né viðeigandi.

Hvað þá að þjóðfélagið hafi efni á frekari byggingarævintýrum fyrir braskara. Lítið á Kópavog og sjá; þar er gróskumikill arfi fyrir borgarskipulagspælara að reyta og fleygja í ruslið. Ekki að þetta and-borgarlega drasl sé bara í Kópavogi, heldur er þetta þjóðfélagslega og löngu úrelta skolp um allt höfuðborgarsvæðið og byggt á síðasta áratug, þrátt fyrir metnaðarfulla menntun arkitekta sem eiga að vara við Le-Corbusierismanum.
Þetta tal um "verðmætt byggingarland" er orðið hlægilegt blaður sem tilheyrir sögunni, eins og hún var daglega fölsuð fyrir Septemberlok sl.
En nú á þessum erfiðu tímum, þar sem sannleikurinn fær hljómgrunn í örvæntingarfullu ópi fyrrum áhrifamikilla skrumara, væri nú bara asskoti gott að hafa millilandaflugið í Vatnsmýrinni eins og ég hef verið að agitera fyrir. http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/631715/
Það myndi spara mikið fé í kostnaði við að ferja þúsundir manns á hverjum degi á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Í samgöngum hlýtur hagkvæmni að fá að vera í fyrirrúmi, rétt eins og ég benti fyrstur á; að engin borg færi að setja lestarstöð sína 50 km í burtu, -lengst úti á annesjum.
Já núna væri gott að sjá mikla uppbyggingu á flugvallar- og samgönguþjónustu í Vatnsmýrinni. Þroska skipulagið til framtíðarinnar.
Nú er nefnilega lag á að koma slíkum opinberum framkvæmdum á koppinn. Með í huga að eyða sem minnstum gjaldeyri og nýta mannafl, sem annars væri einungis á atvinnuleysisbótum. Þetta er fjárfesting sem segir SEX og það er til fullt af góðum verktökum og smiðum sem þurfa á verkefni að halda.
Meira SEX: http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/490722/
![]() |
Lenti á einum hreyfli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 17:04
Minn maður, Eiríkur!
Þríhjólin eru andskoti góð.
Hef lengi séð fyrir mér að þegar ég eldist að þá fái ég mér þríhjól til að fara út í búð að kaupa inn og allt það. Svo þegar maður eldist enn meira er hægt að fá sér svona þríhjól með rafmagnsmótór.Maður sér á aksdurslagi Eiríks að hann er lipur á hjólinu. Mætti fá sér blikkljós í myrkrinu og nota hjálm (!) en kannski ætti ég ekki að skipta mér af því.
Hjólreiðar eru besti samgöngumátinn. Það er sérstaklega hressandi miðað við plast- og prumpufýluna í einkabílnum. Var að fá mér nagladekk á mitt hjól og hjóla nú í hvaða veðri sem er, hér í New York borg. Hjóla með dótturina í skólann, sem tekur um 2 klst á dag í hjóliríi. Það er hægt meðan hún passar enn í kerruna!
Hér erum við að hjóla í betra veðri. Það má benda á að á stönginni er að sjálfsögðu kominn Íslenskur fáni sem Doddi afi sendi Lilju.
![]() |
Hjólið mín félagsmálastofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 00:59
Enn eitt meistaraverkið!
Þið eruð heppin að hafa aðgang að alvöru list í gegnum blog.is. Hér kemur nefnilega enn eitt verkið, landslagsverk og húsahönnun, smá teikning úr smiðju okkar Lilju. Þetta er nýtt hús sem fyrirtækið er að hanna, auk garðs með fiðrildum, stjörnu og hjartaknúsi. Þessi mynd er gerð þegar hún er ennþá fjögurra ára. Núna er Lilja var fimm, svo eiginlega er þetta orðið smá gamalt! En þið verðið bara að sætta ykkur við það.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2009 | 23:44
Mínir menn!
![]() |
Ísraelsmenn leyfa hjálparstarf á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 19:54
Tilkynning: Ný stefna í nútímahönnun, nýir litir, nýjar áherslur.
Hér kemur mynd af nýrri hönnun sem fór fram á heimilinu í gærkveldi. Lilja mín (fimm) sagði sig sárvanta rúm undir dúkkuna sína. Faðirinn (ég) tók sig til í andlitinu og bauðst til að búa til rúm handa dúkku og hér við vinnuborðið sátum við á fullu að líma og pússa. Svo fékk hún að mála gripinn og ...hún valdi bleikt! Tjah, þetta er nú eiginlega svona rauðbleikt.
Nú vantar mig fjárfestingaraðila og útrásarvíkinga til að koma þessu á markað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2009 | 16:49
Gotneska kirkja Kapítalismans.
Ég bjó skammt frá Woolworths-byggingunni frægu í um tíu ár. Að neðan er til gamans wiki-mynd af henni, hún var til margra ára hæsta bygging í heimi. Hún opnaði ári eftir að Titanic sökk, og er 241m há, (þ.e. eins há og þrjár Hallgrímskirkjur). Hún hefur hinn glæsilegasta inngang og var titluð sem gotneska kirkja kapítalismans.
World Trade center gerðu mun meira af þessu, að kljúfa ský og maður sá vel hvort var lágskýjað eða ekki, með því að horfa á (og upp) þá turna út um gluggann.
Woolworths skýjakljúfurinn í hlutverki sínu 1928, "í góðærinu," árinu fyrir kreppuna 1929:

![]() |
Woolworths endanlega gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2009 | 15:11
Survivor sjów í Geysi
Ha, er fólk að fara í bað í Geysi?
Er ekki hægt að fá að fara í sturtu þarna í túristabúllunni? Þar sem fólk treður í sig remúlaði-hamborgurum og kaupir lyklakippur og ámóta glingur?
Verð að segja að búið er að breyta þessu svæði í algert gimmik. Þetta var náttúrulegra svæði ca 1970. Í dag er það TV-Sjów. Ég hélt vatnið væri nú bara alltaf allt of heitt.
Allt er til sölu, jafnvel dýrmætustu gersemar landsins. Vitið þið hvað eru margir svona stórir goshverir til í heiminum? Og Íslendingar eru að leyfa fólki að fara þarna í bað til að (þvo af sér skítinn?) ;-)
Ja hérna.
![]() |
Sluppu naumlega þegar Geysir gaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
arh
-
robertb
-
nimbus
-
hehau
-
soley
-
gmaria
-
tulugaq
-
andreaolafs
-
katanesdyrid
-
ingibjorgelsa
-
skodunmin
-
varmarsamtokin
-
joiragnars
-
lextalionis
-
gbo
-
malacai
-
floyde
-
skarfur
-
reykur
-
fsfi
-
gudmunduroli
-
hallgrimurg
-
veravakandi
-
drum
-
hlekkur
-
haddih
-
prakkarinn
-
kreppukallinn
-
krilli
-
liljabolla
-
magnusthor
-
manisvans
-
sgj
-
huldumenn
-
svarthamar
-
palmig
-
pjetur
-
pjeturstefans
-
ransu
-
raudurvettvangur
-
robertthorh
-
runarsv
-
lovelikeblood
-
sivvaeysteinsa
-
fia
-
stefans
-
stjornuskodun
-
midborg
-
sveinnolafsson
-
torfusamtokin
-
vest1
-
steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world