Algrími, orðskrípi?

Ég er nú eiginlega sammála sumum að "algrími" hljómar eiginlega sem óttalegt orðskrípi, hvort sem menn telja það löglegt eður ei skv. orðabók eða ámóta formlegum eða óformlegum lagasetningum.

Er orðið innantómt hljóðlíkis-afskrælmi á Enska orðinu? Bara svona "djók?" Spurningin er hvað "al" og "grími" þýðir á Íslensku, eða "alg" og "rími."

Eru þetta orð?

Í fljótu bragði mætti halda að á Ensku sé orðið samsett af "Algo" og "rithm."

En í ljós kemur að orðið byrjaði endur fyrir löngu með Persneskum stærðfræðing sem hét Al Kwarizmi. Í gegnum latínu breytti hann sínu nafni í titil á verki sínu "Algoritmi on the numbers..." Hann skrifaði líka ritið "algebra" sem hefur með tímanum komið til með að þýða "decimal number system" eða "Algorism."

"Algorithm" er skylt orðinu "logarithm." Þar sem orðið arithmetic" mætti kannski bara þýða sem reikning eða reiknilist.

Taka skal fram að "rithm" er ekki sama og "rhythm."

Þá er spurning hvort "algrími" sé ekki álíka gott íslenskt orð og "elliveitidda" væri fyrir "lyftu."

Spurningin er hvort algrímur sé einfalt djók frekar en orð sem lýtur reglum Íslenskrar tungu.

Jæja, nú ætla ég að "meika einn OSOM kaffi" og fara að vinna!


mbl.is Hrunið rakið til algríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband