Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Halló vín á Halloween, svo er bara bless vín og timburmenn.

Í kvöld er Halloween í Bandaríkjunum. Ekki byrjaði það vel, því LIlja endaði uppi á slysavarðsstofu og fékk þrjú spor á sár á enninu. Við vorum svo að fara rúntinn í blokkinni hér í New York, Lilja með poka sem fylltist af nammi og allskonar goodies....

Nýtt listaverk frá ungri listakonu.

Hér er nýleg mynd gerð af Lilju Önnu sem er fjögurra ára. Þetta sýnir hús með strompi, reyk, ský, regnbogi, fiðrildi og stúlka að rækta ástarblóm. Geri fullorðnir betur!

Krónan?

Björgúlfur, hinn mæti útrásarmaður, styrktaraðili listalífs og skurðgoð frjálshyggjupostulana segir í viðtali að krónan hafi verið mesta vandamálið. Maður veltir fyrir sér hvað býr að baki svona orðum, því ég veit ekki betur en að krónan hafi verið...

Vinstri mönnum er ekki treystandi fyrir fjármálum.

Man einhver eftir þessum frasa? Þessa dagana kemur vel fram hvaða bull þetta hefur alltaf verið.

Útlendingum að kenna eða bröskurum? EINKAVÆÐUM BANKANA!

Það má vel vera að erlendar stofnanir séu að reyna að fella íslenska banka. Kapítalisminn sýnir enga miskunn. En svo er nú aðal vandamálið þessi gríðarlega uppsöfnun skulda. Ef einkabankamenn hefðu ekki tekið svona ótæpilega mikið af lánum þá hefðu þeir...

Afturhaldssemi í kaþólskum löndum.

Ég fór í fermingu hér í USA um daginn, í kaþólska kirkju. Verð að segja að ruglið sem kemur úr þessum prestum ríður ekki við einteyming. Eins og hálfs klst ræða um algert bull, helvíti og bannað að hafa samfarir, "einn plús einn eru þrír." og vinir sem...

"Ó jú, en skuldirnar eru í einkageiranum"

Oft var mér sagt... að risavaxnar skuldir Íslendinga skiptu litlu máli af því þær "væru mestmegnis í einkageiranum. Ríkið væri skuldlaust." Svo virðist sem tsunami ósannsögli hafi flætt yfir þjóðina á síðasta áratug. Uppgangurinn bara ein stór lygi?...

Fjárfestingartækifæri á Íslandi

Til þess eru fjárfestingatækifærin að grípa þau! Nú er lag og frelsa markaðinn enn meira en komið er. Var að segja vini mínum að hann ætti að fara til Íslands og fjárfesta. Hann gæti núna keypt sjálfa Brennivínsverksmiðjuna á einn dollar! Hann var mjög...

IMF, Rússland... Af vonleysisstræti yfir á framtíðarveg.

Ef taka á lán til að koma okkur fyrir hornið af vonleysisstræti yfir á framtíðarveg, þá tel ég skynsamlegt að taka 50% frá Rússum og 50% frá Alþjóðabankanum/IMF. Við skulum muna að síðastnefnda batteríið hefur verið í ráðgjöf um heim allann en með...

Ruglustrumperí á afþreygingaskjám flugleiðavéla. Með handhelda tólið í cockpittinu.

Fyrir um tveimur vikum flaug ég með Flugleiðum og settist í sætið. Við tókum strax eftir að búið var að setja LCD skjái í stólbökin fyrir framan okkur. Ja þetta litla, það er aldeilis stíll í þessu hjá þeim. Svo þegar farið var af stað heyrði ég...

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband