IMF, Rússland... Af vonleysisstræti yfir á framtíðarveg.

Ef taka á lán til að koma okkur fyrir hornið af vonleysisstræti yfir á framtíðarveg, þá tel ég skynsamlegt að taka 50% frá Rússum og 50% frá Alþjóðabankanum/IMF. Við skulum muna að síðastnefnda batteríið hefur verið í ráðgjöf um heim allann en með misjöfnum árangri (Argentína t.d.). Rússar væru örugglega ánægðir að koma öðrum fæti fyrir hér, svo það yrði að ske með fyrirvara. Best er að dreifa láninu á sem flesta aðila svo Íslendingar verði í betri samningsstöðu þegar fram líða stundir. Segi 50/50.

Og ef verið er að taka meiri lán til að stand við skuldbindingar vegna gríðarlegra lánaskuldbindinga, þá þarf að stokka upp í kerfinu all rækilega. Spurning hvort þeir sem hafa verið að stjórna séu hæfir til að stjórna héðan af. Þeir sem hafa hagnast mest á kerfinu, sem hefir formlega liðið undir lok, eiga ekki að vera hluti af lausninni. Það þarf skýrari lög með fjárfestingar og arðsemi og... að minnka lántökur. 

Ef bruðl einkabraskara er ekki minnkað munum við skjótt fara fyrir horni yfir á vonleysisstræti aftur. 


mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mikið rétt! Ég er líka smeyk við of mikil áhrif Rússa í íslensku viðskiptalífi.

Kolbrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:47

2 identicon

Rétt hjá þér en öfugt við hana hér að ofan þá er ég smeykur við IMF.

Jon Mag (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1908

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband