Útlendingum að kenna eða bröskurum? EINKAVÆÐUM BANKANA!

Það má vel vera að erlendar stofnanir séu að reyna að fella íslenska banka. Kapítalisminn sýnir enga miskunn.

En svo er nú aðal vandamálið þessi gríðarlega uppsöfnun skulda. Ef einkabankamenn hefðu ekki tekið svona ótæpilega mikið af lánum þá hefðu þeir ekki komið þjóðinni í það klandur sem nú er staðreynd. Lán vegna uppbyggingar virkjana eða iðnaðar eru fjárfesting. Lán til að framfleyta sér benda til að ekki sé allt í lagi. Getur gengið til skemmri tíma.

Fullt af fólki í BNA hefur komið sér í kreditkortaskuld með því að lifa flott eða notað kreditkort í neyð til að fleyta sér yfir tímabil eða borga sjúkrareikninga o.s.frv.. Það endar oft í persónulegu gjaldþroti og bankastofnanir byrja á að koma í veg fyrir frekari lántöku. Það er eðlileg ráðstöfun.

Að taka lán til að borga lán er ekki hægt til lengdar. Að taka lán til að borga lán til að borga lán til að borga lán til að borga lán endar með ósköpum!Hver var að segja að "ekki treysta vinstri mönnum fyrir fjármálum"?

Einhver segir stopp og ekki endilega hægt að kenna þeim um. Einkavæðing bankanna hefur mistekist. Einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en ríkið. Skoðun sem stendur óhögguð hjá mér Íslenskir braskarar hafa einfaldlega ekki staðið sig nema í að gefa sjálfum sér vænar fúlgur fjár.

Hvað lærum við af þessu? ALDREI treysta braskara. Aldrei.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvorki í pólitík né í viðskiptum... og allra síst við stjórn peningamála!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 22:06

2 identicon

yes you are right Óla Fur, never trust a brasker.  

Robert Fripp (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1883

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband