Ruglustrumperí á afþreygingaskjám flugleiðavéla. Með handhelda tólið í cockpittinu.

Fyrir um tveimur vikum flaug ég með Flugleiðum og settist í sætið. Við tókum strax eftir að búið var að setja LCD skjái í stólbökin fyrir framan okkur. Ja þetta litla, það er aldeilis stíll í þessu hjá þeim. Svo þegar farið var af stað heyrði ég fuglahljóð. Mér datt í hug að ég hefði enn eina ferðina fengið mér of marga bjóra. Ómögulegt að fugl hefði komist inn í vélina, en mundi þá að vinur minn Skúli Sverrisson tónlistarmaður sagðist vera að vinna í einhverju svona verki fyrir Flugleiði. Skemmtilegt það og frumlegt.

Svo fór ég að fikta í þessu tölvudóti, enda ekki hægt að vera með takka beint fyrir framan sig án þess að ýta á þá. Þarna var ýmis konar afþreyging sem getur komið sér vel ef manni leiðist hrikalega.  Að vísu ekki vandamál hjá mér.

En eftir að hafa skoðað undrin í smá tíma kom ég auga á ýmis furðulegheit. Fór þá að taka myndir af skjánum, ýmislegt þar sem er þess virði að staldra við og skoða. Hér eru þrjú strumpaatriði:

Eilífðarferð

Einn skjár var með tímanum til New York, upplýsingar beint frá flugmanninum myndi maður ætla. Það var alveg svakalega langt, eitthvað um tólf tíma flug! Í raun er það nær fimm tímum en skjárinn gaf alltaf upp einhverja dellu. Hér sést hvar eftir eru 8 klst og 25 mínútur af fluginu. Það var eitthvað nær klukkustund frekar en hitt, sem betur fer. Gat ekki verið að það tæki yfir átta klukkustundir að fljúga þúsund kílómetra. Ég hjóla hraðar!

 

Djörf áskorun

 Hér er svo skjámynd af leikjaprógrammi. Hægt er að hætta með því að snerta >BOINK hurru vantar orð mar!< í horninu efst. Maður þarf að hafa stýripinna til að geta spilað leikina, allt í lagi. Eitthvað hefur verið þýtt yfir af ensku og hér eru ensku-áhrifin sem eyðileggja máliðp okkar komin skýrt fram: Handheld tool er þýtt sem HANDHELDA. Ekki nóg með það, heldur er verið að tala um handhelda tólið. Vonandi þarf það ekki að vera vatnshelt líka.
Ég ákvað að spila ekki þennan leik, enda væri maður verið handtekinn fyrir perraskap ef flugfreyjurnar sæu mann að "nota handhelda tólið." Góð þýðing á þessu, góð fyrir "peep show" en full djörf fyrir siðvanda.

 

Vestmannaeyjar í Svíþjóð

Svo þykir mér traustvekjandi mjög að vita að flugstjórinn veit sko hvert hann er að fara og hvað lengi er verið að fljúga þangað. Gaman væri líka að fara í þessari vél til Vestmannaeyja, því nú tala allir Sænsku í Vestmannaeyjum, Ja ja pratta Svenska í Vestmannaaugor. Góðir í landafræðinni líka, þessir sem settu upp þessa mynd. Tærasta snilldarverk, ef ekki bara listaverk.

Nú er bara að vona að flugstjórinn sé ekki skyldur þeim. Með handhelda tólið í cockpittinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hmm.. mig minnsti að Kulusuk væri einhvers staðar annars staðar en á Kóla-skaga. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha!  Handhelda tólið...algerir snillingar!

Lélegt þetta með ETA tímann og mapið... tsk, tsk...  eins gott að það séu ekki sömu forritararnir að vinna í alvöru Avionics græjunum. 

Róbert Björnsson, 14.10.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband