"Terroristi" bjó í einni af sjö íbúðum, hús skotið í rúst, þar af sjö börn.

Skil ég þetta rétt? Ísraelsher skaut flugskeytum á SJÖ íbúða byggingu af því að einn Hamas meðlimur bjó í EINNI íbúðinni?

Sjö börn myrt, bara í þessari árás.

Þeir sem reyna að réttlæta svona eru auðvitað lítið annað en öfgamenn. Við hin köllum þetta sínu rétta nafni: Stríðsglæpur.


mbl.is 12 úr sömu fjölskyldu létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn er sama og samþykki.

Obama er hlynntur utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Ísrael. Hann hefur lýst yfir að hann er hliðhollur nánu samstarfi landanna og ræður menn í kringum sig sem eru einlægir stuðningsmenn Ísraels. Eins og maður segir bara, þögn er sama og samþykki. Þannig er nú það já.
mbl.is Obama er þögull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tákngervingurinn: Tónlistarhúsið.

Sem arkitekt hef ég svo sem ekkert á móti listrænu gildi þessa húss, það er margþætt og þjónar fleiru en sólargeislum, en ég hef mikið að athuga við skipulagið sem það situr í. 

Sjá http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/101128/  

Það er nefnilega akkúrat ekki í neinu skipulagi, rétt eins og einkavæðingin og bankadellan reyndist vera.

Húsið er slitið frá miðbænum og við það situr, eiginlega er þetta hús orðið táknrænn minnisvarði um einstaklingshyggjuna, -hver um sig rær á eigin báti. Húsið er í miðbænum en hefur þó engin tengsl við hann, slitið í burtu. Samfélagslegt samhengið óleyst og látið sitja á hakanum. 

Umgjörð tónlistarhúss ætti að sjálfsögðu að vera þétt borgarskipulag í stíl kvosarinnar.  

Eins og þetta:  http://www.thordarson.com/thordarson/urbandesign/austurhofn-2001.htm


mbl.is Vinnu við Tónlistarhúsið frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauð mús að tala við Mikka mús í hvirfilvindi.

Hér er mynd sem dóttir mín Lilja teiknaði í gærkveldi. Hún varð afar þögul og gróf sig í teiknilistina. Eftir 15 mínútna einbeitingu spurði ég hvað hún væri að teikna og henni varð að svari: "Þetta er rauð mús að heimsækja Mikka mús... og Mikki mús er í hvirfilvindi." Svo skrapp hún fram og ég stalst til að skanna það sem hún teiknaði. Eiginlega er þetta þvílík snilld að ég er alveg gáttaður -stelpan rétt nýorðin 5. ára og farin að hugsa eins og fullþroskuð listakona. Þessi mynd er nefnilega súrrealísk túlkun á Dýrunum í Hálsaskógi, amma mús með regnhlífina... 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Rauð mús að tala við Mikka mús í hvirfilvindi."


Góð ráð varðandi áramótafyrirheit.

Áramótaheit eru  yfirleitt ekki uppfyllt af þeim sem heita þeim. Innantóm loforð eru slæm fyrir eigin sjálfsímynd og sálarheilsu, og þeirra sem eru nærri manni. MIND eru esk. samtök um góða geðheilsu fólks. Þeir mæla ekki með áramótaheitum, heldur einfaldari ráðum til að bæta sig á nýju ári. Hér er listi þeirra, einfaldur og laggóður:

  • Being active - exercise releases endorphins and even a gentle stroll is beneficial for mental well-being
  • Going green - evidence has shown that connecting with nature can boost moods
  • Learn something new - it will keep minds stimulated and give confidence
  • Give back to the community - it can be just as rewarding for you as those you choose to help

Sammála Styrmi að Ísland verði minni útkjálki.

Ég er hjartanlega sammála Styrmi fv. ritstjóra með að Ísland, sem er áhrifalítill útkjálki, verður enn áhrifaminni útkjálki ef innganga í ESB ætti sér stað. Það er nú ekki nema rétt rúmlega hálf öld síðan Ísland fékk sjálfstæði sitt og það er engin ástæða til að afsala því á einn eða annan hátt.

Ofurtrú á markaðinn sem "okkar góða vin" er hlægileg og sýnir hvað innst inni við getum verið ginnkeypt fyrir áróðri erlendra braskara, sem síðan á Carter-tímabilinu hafa fengið að standa í pontunni með frekjuna og hrokann og lygina að vopni. Þessi feilstefna komst á fullt skrið um miðjann síðasta áratug. Ekki halda að Evróipskir braskarar komi til með að vera minna gráðugir, ef við stöndum í pilsfaldi maddömmunnar í austri. Teikning sem ég gerði 1995

Langtíma vandamálin eru nefnilega byggð á brauðfótum einkavæðingarinnar, sjálfsdýrkunarsýki á háu stigi og reglugerðarniðurrifsins, sem hefur reynst algert disaster fyrir Ísland. Efnahagslegt hrun og snarminnkuð virðing og traust alþjóðasamfélagsins á landinu er mikill skaði. Það er ekki hollt neinum að vera stimplaður svindlari.

Útrásargræðgisvæðingarsinnarnir sem oft á tíðum eru misnefndir sem einhverjir "víkingar" eru fremsti oddi þessa harakiri-sverðs sem í heild sinni er einkavæðingin. Það nagar niður fætur samfélagskerfisins og rekur sig djúpt í maga fjallkonunnar.

Ísland þarf að púsla svo mörgu saman núna, og markaðshlutdeildir í samblandi við sanngjarna dreifingu auðs eru bara tvö púsl í stóru flóknu púsluspili. Að ganga í Evrópusambandið er ekki lausn heldur tímabundinn plástur á svöðusár. Það er nefnilega ekkert sem segir okkur að Evrópusambandið komi til með að standast tímans tönn, eða vera það fyrirmyndarríki sem suma dreymir að það sé, ekki frekar en hinn vinurinn í vestri; Bandaríkin.


mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsið ógnar og "siðferðilegi meirihlutinn" fær að ráða.

Ég lenti í því um dagin að erfiðleikar voru á að tengja bloggið fréttum, kerfið neitað mér um að blogga um frétt. Nafn mitt kemur samt fram en kannski ekki ef einhver umsjónarmaður var fljótur á sér OG ósammála mér í pólitíkinni!

Þessi aðgerð blog.is að útskúfa ákveðnum "hóp" er að mínu mati bara enn eitt einkennið á hræðsluparanoju í þjóðfélaginu. Verið er að sigta út einhvern markhóp, "aumingja," sem í raun minnst getur varið sig, þ.e. þann með einstaklingum sem kjósa að skrifa undir nikki. Þessi hópur er, af misvitrum einstaklingum, útmálaður sem einhver draugur, ógn og Grýla. "Aumingjar" á borð við foreldra, aldraða, fatlaða, venjulegar einstæðar mæður, piparsveina, vinnandi almúga. Fólk. Bara Íslendingar.

Undirförlar sálir hafa undanfarin ár verið að níðast á þessa þversneiðingu þjóðfélagsins á netheimum með ósanngjörnum uppnefningum, enda virðist létt að valta svívirðingunum án endurgjalds. Jónína Ben og nú síðast fáránleikaviðtal á útvarpi Sögu við Ástþór forsetaframbjóðanda sem maður hefur lesið að er sjálfur með "nafnleysingjavefsíðu."

Margir hafa tekið þátt í þessum fordómum og svo eru aðrir á nákvæmlega SÖMU BYLGJULENGD sem fela sig á bakvið nikk og spúa eitri. Í raun eru þessir tveir hópar í sömu sæng, og nú hefur sjálfskipaði "siðferðilegi meirihlutinn" fengið að ráða. Í raun er ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur og viðkvæmastur og afraksturinn er öfugt við framþróun. 

Paranojan náði fljótt þeim einkennum að menn hafa sig ekki fram úr annars ágætum innleggjum af því þeir vita ekki HVERRA MANNA var að skrifa og skildu ekki UM HVAÐ var verið að skrifa. Innihaldið skipti ekki máli. Svo sem dæmigert fyrir almennt innihaldsleysi í umræðu í þjóðfélaginu, klíkuskap og hnífsstungur í bök. Þeim sem eru á kant við kerfið eða tala af hreinskilni er ýtt niður. En þegar upp er staðið er nafnleynd í skrifum bara afar mikilvæg lýðræðinu, sérstaklega þegar þjóðfélag er eins lítið og á Íslandi. Nikkið hlífir starfsöryggi margra, enda bannað að vera með "ákveðnar skoðanir" sem ekki samrýmast jarmi sauðkindarinnar sem býr í okkur öllum, eftir 1100 ár. Sláturhúsið er bara sögusögn.

Gagnrýni á blogg annara og fréttir er mikilvæg og í raun hafa vanvitar úthúðað "nafnleysinu" eins og flugmenn sem ætla að klessa skýin í burtu. Vanvitarnir nota "nafnleysið" einmitt sem afsökun til að stoppa af gagnrýni sem á þó fullann rétt á sér.Hvernig á að bæta hlutina ef ekki má gagnrýna?

Það er t.a.m. ekki nafnleysingjum að kenna að mbl fréttir hafa undanfarið ekki verið til fyrirmyndar annars stórfínu blaði sem Morgunblaðið hefur verið. Þó grunar mig sterklega að umsjónarmenn þykist sjá tengsl þar sem í raun er bara einhver sögusögn um fýlu-Grýlu.

Ég er alveg sammála því að það eigi að benda orðljótum og meinyrðabloggurum á að stilla málfari í hóf, en þeir orðljótu eru jú óvart jöfnum höndum undir nikki og undir fullu nafni(!). Ég hef þá skoðun að það ætti jafnvel að senda aðvaranir -sem eftir einhver skipti þýðir stigmagnaða útilokun.

Svo ef eina sökin er sú að skrifa undir nikki, þá kallast það réttu nafni útSKÚFUN. Við skulum kalla hest hest. Ef blog.is á að halda faglegu andliti, þá þarf ritstýring að fara fram, og þá með varfærnum og skynsamlegum hætti. Ekki stórkarlalegum og blindum eins og þessi aðgerð tvímælalaust er.

En ef fé og tíma skortir í að fara yfir gæði fréttagreina, þá má s.s. ekki búast við að til verði fagleg ritstjórn á bloggið. Og er það jú ekki bara óvart þar sem hundurinn er grafinn. Þá er farið út í Plan "B" sem dugar ekki.

Nú hugsa ég mitt mál hvort þetta sé nokkuð vettvangur sem maður nennir á annað borð að eyða púðri í. Forsíða bloggsins á t.a.m. að vera mun vandaðra samansafn greina þó eitthvað ágætt virðist slæðast þar inn. Klíkuskapurinn stjórnar þar að einhverju leyti og margir í klíkunni leyfa ekki einu sinni að maður setji inn rökrétta gagnrýni á það sem þeir eru að segja. 

Sjáum til. 


Já eftir 2 ár!

Guantanamo lokað eftir 2 ár?

Ég las í fréttum erlendis um dagin að Obama stefndi að þessu á tveimur árum. Hvers vegna ekki 2 mánuðum? Við skulum sjá hvað stenst í því eða hvort eftir eitt ár verði framlengdur fresturinn um óendanleg ár og allt það.

 


mbl.is Undirbúa lokun Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverðið lágt, hátt, heimsendir í nánd??

Menn flippa út ef verðið er hátt. Svo flippa þeir út ef verið er of lágt. Hvað vilja menn??

Stundum held ég að venjulegt  fólk ætti að hugsa um eitthvað allt annað en klikkaðar veðurfréttir úr fjármálaheiminum.

Um daginn sá ég graf um verulega dagslækkun á DOW Jónasar. Sýndi mikla lækkun frá morgni til kvölds. Þetta var kynnt sem hræðilegur heimsendir og allt það. Svo þegar ég skoðaði grafið þá var það tilklippt til að láta líta út eins og svaka stór skellur. En það vantaði allann botninn á það. bara sýnt efsti hlutinn og svo teygt með photoshop til að sýna eitthvað voða hrun. Ef allur neðri hlutinn hefði verið sýndur, þá hefði þetta bara verið meira eða mina lárétt lína! 

Ég held nefnilega að þessi lífssýn Skröggs að velta lífinu uppúr peningatölum sé fatal, svona sálrænt séð. Og undirstaða vandræða íslands. Það gengur ekki að eðlilegt fólk sé að eltast við svona dellu.


mbl.is Olíuverð ekki lægra í 4½ ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV pæling dagsins.

Er ekki hægt að setja upp kerfi þar sem mikið og gott barnaefni og fræðsluefni er á framfæri RÚV? Íslendingar í útlöndum komist í RÚV í gegnum netið til að kenna börnum sínum íslensku? Fullorðnir fái betri símenntunarefni svo þeir haldi ekki að lífið snúist bara um shopping moll, ofbeldi og kynsvall?

Það er alveg örugglega ódýrara en þetta óheyrilega magn íþrótta- og sápukúluefnis sem boðið er upp á. 

Svo fer maður að leggja saman 2 og 2 þegar >á svotil sama tíma< eru ákveðnir aðilar að heimta að RÚV megi ekki auglýsa, þá þarf að afskrifa stórar skuldir. Þetta sama fólk þykist kunna bókhald betur en aðrir!

 


mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖskuBUSHka

Íraki hendir táfýluskóm í átt að George Bush. Passa þeir eða passa þeir ekki?

Varla telst þetta undarlegt atvik. Að lemja aðra með skósólum telst mikil niðurlæging. Miðað við að fimmtungur Íraka hefur verið á vergangi, og yfir milljón Írakar dauðir vegna ákvarðana Búsksins, þá skal engann undra þessi framkoma.  Okkur væri nær að heyra fréttir af einhverjum aðstandendum fórnarlambanna frekar en að "forsetinn hafi orðið fyrir skóárás". Maður myndi ekki einu sinni kalla þetta árás, heldur sérsveitar-borðtennis eða beisboll.  Ekki fylgir heldur sögunni hvað verið er að gera við skóhendarann í Abu Ghraib þessa stundina.

Mér sýnist þó skórnir vilja passa á vondu nornina, hvernig sem á þetta er litið.


mbl.is Bush varð fyrir skóárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti Frjálshyggjumaðurinn fundinn?

"Á sæðinu þar sem hauskúpan fannst var fyrst ástunduð jarðyrkja fyrir um 2.000 árum síðan á járnöld og má þar sjá móta fyrir gömlum ökrum, slóðum og byggingum sem talið er að séu frá um 300 f.Kr. "

"Fornleifafræðingar hafa fundið leifar mannsheila sem þeir telja vera þann elsta sem fundist hefur í Bretlandi. Hauskúpa fannst við orneifauppgröft á lóð York háskólands í Bretlandi, og inni í henni var gulleitt þykkildi sem reydnist vera samanskroppinn, gamall heili."

Ég er ekki vísindamaður og er því nú ekki að skilja allt í þessari ágætu frétt, en ég finn á mér að nú hafi loks fundist fyrsti Frjálshyggjumaðurinn og einkavæðingarsinninn.

Reynt að linkast í þessa frétt síðan í morgun (Lau): FUNDU FORNAN MANNSHEILA FRÁ JÁRNÖLD en eitthvað skrýtið er "að gerast á mbl."


Auðvelda blýantar hryðjuverk?

Indverskir dómsstólar hafa verið hvattir til að banna tölvuforritið Google af því loftmyndir voru notaðar til að skipuleggja árásirnar í Mumbai. Auðvitað hefði verið hægt að notast við blýanta til þess arna og því best að hafa varann á og banna blýanta svona í leiðinni. Blýantar eru sérstaklega hættulegir þar sem það eina sem þarf til að nota þá er smá pappír, jafnvel servíettur eða skeinipappír. Kúlupennar eru enn verri því einnig er hægt að teikna á hendina á sér.
Eftir fjöldamorð í Bandaríkjunum er hleypt inn á sjónvarpsrásir "sérfræðingum" sem vilja auka byssueignir landsmanna. Halda því fram að ef allir nemendr væru vopnaðir, þá myndu fjöldamorðin ekki geta átt sér stað því morðingjarnir yrðu einfaldlega drepnir af samnemendum.
Já þetta er furðulegur heimur sem við búum í.


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt að vinna í álveri.

Já þeir eru rausnarlegir gagnvart starfsmönnum, hjá Alcoa, þrátt fyrir lækkun á álverði á alþjóðamörkuðum. Manni sýnist vera ágætis kostur að vinna í álveri miðað við kaupskerðinguna sem svo margir eru að fá á öðrum vinnustöðum.
mbl.is Alcoa greiðir veglegan kaupauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Göran Persson: "Það er gríðarlega mikilvægt að fá eins mikið til baka handa þeim sem sköpuðu vandann."  Innlent | mbl | 11.12.2008 | 11:15.

Manni er spurn; hvað er maðurinn að fara?

Mín spurning er: Hvað á að gera við þessa einstaklinga sem sköpuðu vandann? Það er vandi út af fyrir sig. Ef þeir fá áfram að ráða, þá mun allt fara á sama veg aftur og skila enn meiri dýpkun á vandanum. Getur það verið mögulegt? Svo sannarlega! Fréttir eru strax litaðar af fyrirtækjaræðinu -sem hefur til margra ára verið rót vandans.

Hér í Bandaríkjunum, hvar ég hef búið í 25 ár, hefur þetta verið krónískt vandamál í margar kynslóðir. Trú á markaðsfíkla hefur haldið niðri stórum þjóðfélagshópum. Fréttir af fátækt í Bandaríkjunum eru bara á jólunum og Thanksgiving. Samt er fátækt í Bandaríkjunum tröllvaxið vandamál og ber að sama brunni: Fyrrtækjaræði, sjálfsdýrkunarsýki, græðgi og auglýsingaræði í fjölmiðlum.


mbl.is Persson: Allir verða að bera byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar einkavæðingin bregst...

Þegar einkavæðingin bregst, þá er eins gott að hafa elsku ríkið til að safna saman brotunum og líma myndina saman aftur. Það segir ansi mikið um þá sem hafa verið að tala niður ríkið á undanförnum áratug eða síðan Chicago-Texas áróður Reagan-Thatcherismans ruglaði stóra þjófélagshópa í rýminu og gerði margann manninn sturlaðann.

Þetta er svona svipað og með smábörnin. Þegar þau eru búin að gera stykkin í bleyjuna, þá þarf einhvern fullorðinn til að skipta um, skeina og setja nýja. Í pilsfaldi ríkisins standa þeir sem hvað hæst garga um að geta gert þetta sjálfir; "Look Mommy, no hands!!" og svo er hjólað beint á ljósastaurinn. 

Já þetta er svipað og með smábörnin, þarf ansi mikla þolinmæði til og getur kostað meira en þolinmæði stundum. Eitthvað pilsfalda-gáfnaljósið sagði mér fyrir 3-4 árum með skuldabaggann stóra sem var að safnast upp: "En þetta eru allt saman einkaskuldir!!" Svo sagði hann að það ætti að einkavæða allt hjá ríkinu nema alþingið og að ég væri kommúnisti og hálfviti. 


Á að einkavæða aftur??

Já maður bara spyr. Á í alvöru að einkavæða bankana aftur? Var reynslan svona góð af fyrstu tilraun?

Skuldir 12x GDP. Falskt góðæri byggt á kreditkortaskuldaralógík. Ofurlaun fyrir ekki neitt. Margfaldað húsnæðisverð (húsnæðisverðbólga) á örfáum árum.

Er þetta grín? Að einkavæða bankana? Og að auki að selja útlendingum þá??

Fíklaeinkenni? Afneitun? Hvað er í gangi? Þetta útibú í Lúxemburg er bara brot af spilinu. Nú er spurning hvort komi á pressa með endureinkavæðinguna miklu. Þá er spurning í hvora áttina landið fer á endanum... lengra niður eða stígur lokaskrefin inn í lénsskipulag 22. aldar.


mbl.is Ekki ákvörðun um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How low can you go?

Auðvitað er þetta smekklaust, halfprice-iceland. Eins og svo flest í þessum djönkieheimi auglýsingabraskara. Það er eins og hvað sem er sé til sölu og gildir einu hversu lágt er lagst til að selja það. Nýverið kom í ljós að sölumannagengið er búið að selja börnin í leikskólunum í skuldahalarófu langt inn í óséða framtíð. Nú er s.s. líka búið að markaðssetja það. Hversu lágt er hægt að leggjast? Jú jú það er víst hægt að leggjast mun lægra en þetta, ræsið er töluvert lengra niður á við. 

Teikning sem ég gerði 1995Það hefði verið nóg að hafa "Welcome to Iceland" með venjulegri mynd af einhverju eðlilegu. Það dugar alveg. Erlendir gestir eru flestir alveg meðvitaðir um hrun Íslands. Kannski sjá sumir af hverju þetta hrun þegar þeir sjá svona spjöld. "For sale: Iceland." Smekklegra væri að hafa auðveldlega aðgengilegar upplýsingar um verslun og þjónustu fyrir þá sem hafa áhuga á því.

"Desperate people do desperate things". Maður kemur inn í flugstöðina frá landinu og eftir terroristaleitarhliðið er maður um leið kominn beint inn í einhverja búð! Það þýðir ekkert að koma börnunum undan, fyrst er hlið 1 þar sem leitað er að sprengjum og vélbyssum í nestisboxum þeirra og skyrdollum (ekki bara Bretar sem segja þig terrorista) og svo eru foreldrarnir látnir ganga beint inn í  hlið 2 sem er söluskrum og börnin heimta Hello Kitty eða ámóta rusl á uppsprengdu verði. Sálfræðin er augljós, sektarkennd og "best að gera eins og mér er sagt" í leitarhliðinu, svo bókstaflega beint þar af bíða sölumenn í næsta skrefi og fólk kaupir kannski af því það er í annarlegu ástandi. Hvernig stendur á því að það er ekki bara hægt að labba í gegnum flugstöðina án þess að þurfa að vera áreittur af einhverjum depressing bílasöluköllum? Það er allt í lagi að hafa búðir sko, en þær eru allt of ágengar. Eins og þetta skilti er bara einkenni á. Og það segir óþægilega mikið um landann. Enn verra er þetta í Icelandair vélunum, margar ferðirnar sl. áratug með miklu áreiti söluskrums og maður getur sig hvergi hreyft. How low can you go? Jú vændið er víst örlítið lengra niður á við.

Svo þykir mér þetta FLE orðalag asnalegt af því það er svo augljós eftiröpun úr Amerísku. Það virkar í einhverri tímatöflu eða á plássleysi á farmiða, en það er nú alveg hægt að skrifa þetta á Íslensku í ritmálinu. 

Jæja, nú er komið nóg af kvörtunum, goodbye kitties.


mbl.is Auglýsingaspjöld tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhæf umræða um auglýsingar á útvarps/sjónvarps bylgjum.

Það getur verið rétt að RÚV eigi ekki að gleypa allar auglýsingar. Að markaðshlutdeild RÚV ætti ekki að vera meir en, 40-60% af auglýsingamarkaði.

En eru auglýsendur ekki að auglýsa hjá RÚV af því innihaldið þar er svo miklu betra og/eða auglýsingarnar á hagstæðara verði? Og það nær til fleiri áheyrenda?

En umræðan þykir mér almennt þunn því gengið er að því sem gefnu að fjölmiðlar séu bara aðallega í einhverjum auglýsingabransa. Þetta er rétt fyrir "auglýsingamiðla" sem ýmsir reyna að stimpla sig sem "frjálsa" fjölmiðla. En auglýsingafjölmiðill er bara ekki frjálsari en neitt annað, er síður en svo góður fjölmiðill og fer kannski oft ekki mikið lengra í innihaldi en glansbæklingurinn sem troðið er inn í blað. Góður fjölmiðill snýst nefnilega ekki utan um auglýsingarnar, heldur efnið sjálft. Stundum er hægt að sameina þetta tvennt, þ.e. stundum er hægt að vera með góðann fjölmiðil og setja fullt af auglýsingum í hann líka. Það er meira frjálsræði í því formattinu.

Svo er ekki nóg að þykjast feika þetta stóra atriði. 

 


mbl.is Ræddu ekki um RÚV frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttaefni RÚV víkur. Inn með betra barnaefni!

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og blogga hér enn og aftur að það þarf að SNARminnka þetta íþróttaefni og snaurAUKA gott barnaefni.

Barnaefnið er alveg sérstaklega mikilvægt okkur foreldrum íslenskra barna sem búum erlendis og fengjum þannig tækifæri á að kenna börnunum íslensku í gegnum barnaþætti. Það er fullt af efni sem má vel endursýna, og kannski ekki svo dýrt að búa til einfalt barnaefni sem hjálpar börnum að hugsa um lærdóm, bækur, vísindi og ámóta uppbyggjandi en þetta ekki tölvuleikja- og hasarsorp sem tröllríður nánasta umhverfi barna okkar.  Ísland er uppfullt af hæfileikaríku leiklistarfólki sem getur búið til einfalda góða rólega þætti á sanngjörnu verði.

Það hefur oft komið fyrir að ég hef reynt að komast í barnaefni sjónvarpsins í gegnum vefinn, en næ þá bara í íþróttaleiki sem eru látnir strika út barnaefnið! Fyrðulegt alveg. Þess á millil er erfitt að nálgast efnið því það er ekki sett á netið nema kannski á útsendingartíma. Tímamismunur gerir þá ókleift að horfa á íslenska barnatíma.

Eiginlega er ég á þeirri skoðun að íþróttir geta farið út á sér-rás sem íþróttaunnendur geta þá keypt aðgang að, á kostnaðarverði, í gegnum RÚV.  Ég væri nú sko líka alveg til í að greiða fyrir barnaefni á sér-rás, svo lengi sem það er þroskandi efni.


mbl.is „Kemur á versta tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband