RÚV pæling dagsins.

Er ekki hægt að setja upp kerfi þar sem mikið og gott barnaefni og fræðsluefni er á framfæri RÚV? Íslendingar í útlöndum komist í RÚV í gegnum netið til að kenna börnum sínum íslensku? Fullorðnir fái betri símenntunarefni svo þeir haldi ekki að lífið snúist bara um shopping moll, ofbeldi og kynsvall?

Það er alveg örugglega ódýrara en þetta óheyrilega magn íþrótta- og sápukúluefnis sem boðið er upp á. 

Svo fer maður að leggja saman 2 og 2 þegar >á svotil sama tíma< eru ákveðnir aðilar að heimta að RÚV megi ekki auglýsa, þá þarf að afskrifa stórar skuldir. Þetta sama fólk þykist kunna bókhald betur en aðrir!

 


mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eða þá að ruv fari alfarið á auglýsingatekjur eins og önnur ftrirtæki í þessum rekstr því ekki tími ég mínum peningum í dagskrá sem mér ekki líkar, mér er svo sama þó ég sæi þessa stöð aldrey framar, eða hefði þó val um að stjórnað því í hvaða stöð ég vildi leggja mitt "afnotagjald" til eða hvort ég vilji yfir höfuð vera að borga í þessa miðla, þetta hefur ekkert með menningu eða öryggi að gera !! bara bull til að halda rándýru bákni á floti fyrir einhverja vini floksins !

siggi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er að hugsa um Gufuna; útvarpið. Sjónvarpsrásin hefur verið slæm árunum saman þó eitthvað sé gott af því sem þeir sýna. Umræðuþættirnir of bláleitir og snauðir og einsleitir. Það þarf að stokka upp í sjónvarpinu og klippa út dýra sportþætti og annað sem kýlir upp kostnað. Auka aðgengi almennings að dagskrárgerð og snarbæta barna- og símenntunarefni. Þetta þarf ekki að kosta svo mikið og er reyndar til eitthvað af ágætum þáttum sem hafa verið gerðir yfir árin. 

En Gufan er menningarlegt útvarp með mikla sérstöðu hvað útvarp varðar. Svo sannarlega getum við skoðað auglýsingarásirnar og kallað þær því nafni sem hentar þeim: Rusl.

RÚV hefur lengi haft þann ágalla að pólitískir flokkar hafa fengið að ráða innandyra. Þetta er spurning um að laga innbyrðis uppbyggingu stöðvarinnar, ekki að henda henni í auglýsingaflæmið eða selja á tombólu innan um síma sem áttu að borga loftspítala eða banka sem margfölduðu fasteignaverð og settu þjóðfélagið á hausinn.

Vil bæta við að ég bý í BNA þar sem tugþúsundir útvarpsstöðva eru starfræktar. Ég hef leitað og leitað en ekki fundið eina einustu sem er á sama kaliber og Gufan. Svo þegar ég hlusta á útvarp, þá eru 3 rásir  sem ég hlusta á og Gufan ein þeirra. Ef þú finnur einhverjar góðar þá endilega bentu mér á þær.

Að strika ríkisútvarpið af kortinu er ekkert annað en ruslvæðing. Og er nóg ruslið fyrir. 

Eða eins og ég hef áður sagt: Að einkavæða RÚV Gufuna væri álíka gáfulegt og að brenna bókasafn. Jafnvel þó þú sjálfur stígir aldrei fæti þar inn.

Ólafur Þórðarson, 16.12.2008 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1908

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband