Auðvelda blýantar hryðjuverk?

Indverskir dómsstólar hafa verið hvattir til að banna tölvuforritið Google af því loftmyndir voru notaðar til að skipuleggja árásirnar í Mumbai. Auðvitað hefði verið hægt að notast við blýanta til þess arna og því best að hafa varann á og banna blýanta svona í leiðinni. Blýantar eru sérstaklega hættulegir þar sem það eina sem þarf til að nota þá er smá pappír, jafnvel servíettur eða skeinipappír. Kúlupennar eru enn verri því einnig er hægt að teikna á hendina á sér.
Eftir fjöldamorð í Bandaríkjunum er hleypt inn á sjónvarpsrásir "sérfræðingum" sem vilja auka byssueignir landsmanna. Halda því fram að ef allir nemendr væru vopnaðir, þá myndu fjöldamorðin ekki geta átt sér stað því morðingjarnir yrðu einfaldlega drepnir af samnemendum.
Já þetta er furðulegur heimur sem við búum í.


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Jú jú kallinn minn. Þetta er ekki í lagi, mikið rétt. Heyrði þetta síðast á NPR, sem er stríðsæsingafréttamiðill, eftir einhver skóla-fjöldamorð í Apríl sl. Í þættinum Talking Points var viðtal við virðulegann stríðsmangara sem hélt þessu fram og það sem meira er, er að fréttamaðurinn sagði ekkert, eins og ekkert væri sjálfsagðara að svona viðhorf fari út í loftið án gagnrýni.

Þessu er oft smeygt inn í fréttir, enda er stór hluti efnahags Bandaríkjanna byggður á vopnaframleiðslu og stríðsæsingasorpi. Ekkert skrýtið að fjöldamorðin eigi sér stað innan um ofbeldið, samkeppnisdýrkun og mannhatrið í sjónvarpinu og útvarpinu svona almennt séð, en það er önnur umræða.

Ólafur Þórðarson, 12.12.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband