Tónlistarhúsið, smá pæling.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þróast.

Fyrir mér er aðalspurningin hvort þessi framkvæmd styrki miðbæinn. Til að hús styrki miðbæinn þurfa þau, eftir sem ég best veit, að vera í honum.

Persónulega finnst mér húsið bæði 1) of stórt og 2) of langt frá kaffihúsum og börum. Þ.e. húsið er langt frá Laugavegi og miðbænum og aðskilið með þessari ógangfæru hraðbraut, þ.a.l. ekki púst í miðbæinn heldur mögulega segulstál frá honum. Svo ef vel tekst til með tenginguna (sem vonandi verður ekki shopping mall) þá er spurning hvort miðbærinn vaxi við þetta eða minnki. Mun midbaer-tonlhus"tengingin" draga úr viðskiptum við þjónustukjarna miðbæjar eða draga úr þeim?

Erfitt að segja.

Sannarlega hefði ég vilja sjá athuganir á byggingu tónlistarhúsa, dreifðum í nokkrum húsum um Laugavegs og miðbæjarsvæðið. Húsið á Stjörnubíóslóð hefði sannarlega rúmað sæmilega stórt hús, og líka eitthvað af þessum lóðum neðan við Hverfisgötuna. Þá hefði allavega verið hægt að tala um styrkingu miðbæjar. Í staðinn fyrir botnlanga út úr honum. Þá er aðalatriðið orðið sjálfur botnlanginn, þ.e. samsetning tengingarinnar sjálfrar og hvernig hún er miðbær í eðli sínu.

Málið er held ég að fólk muni keyra framhjá miðbænum og leggja bílnum í tónlistarhúsinu og fari á annað borð ekkert í bæinn. If you see what I mean, jellybean. 


mbl.is Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband