Skítadreifarinn er ræstur.

Í öllum helstu fjölmiðlum heims er núna gefið mikið pláss fyrir "fréttina" að hálfbróðir Baraks Obama hafi verið handtekinn fyrir að eiga "jónu" (maríuhana sígaretta).

Það er eitt ef hann er tekinn fyrir eiturlyfjafíkn, annað að gert er mikið mál úr þessari smáfrétt. Hér er smá glufa í undirstöðuvegg Obama og rugludallar farnir að dæla inn þennsluefni til að stækka hana. Ef maður þekkir fréttamiðlabransann rétt, þá er þetta vatn á myllu kölska og eitt smá púsl í þá mynd að Obama verði stillt upp við vegg út af einhverju bölvuðu kjaftæði, eins og Clinton sem svaf hjá einhverri konu eða Carter sem átti bróður sem var fyllibytta. 

Þegar rökin þrýtur má alltaf grípa til þess að kalla mýflugu úlfalda.

New York Post, skítasnepill Murdochs setur í gær upp heilsíðu letur sem á að vera tilvitnun í Obama "BUCK OFF!" gegn Wall street bröskurunum. En "FUCK OFF!" er argasti dónaskapur í Bandaríkjunum þó margur íslendingurinn haldi það merkingarlítið eða jafnvel sniðugt. "Fuck off!" eru orð sem Bandarískur forseti myndi alls ekki láta út úr sér. "Fréttin" um bróðirinn var (vef)forsíðufrétt hjá Murdoch.

Þetta er liður í sálrænni áróðursherferð hér vestra, auglýsingabraskaratækni notuð í að grafa undan pólitísku jafnvægi.  "Bróðirinn dópisti," "Hann sagði fuck off!" er það sem situr í undirmeðvitundinni. Margt smátt gerir eitt stórt.

Heimsmarkaðir eru að hrynja og IMF spáir algerri stöðnun í heimsmarkaði á veraldarvísu. Í raun blasir við heimskreppa. 2-3 milljónir húseigenda í Bandaríkjunum (þýðir um 10 miljón manns) hafa á sl. árum verið að missa þakið ofan af sér og sér ekki fyrir endann á þeim harmleik. Næsta kreppa verður kreditkortakreppa. Afar alvarleg málefni eru í gangi en samt eru loddararnir fljótir að draga út skítadreifarann. Einmitt til að dreifa athygli frá þeim bröskurum sem raunverulega þarf að stilla upp við vegg. Og þeir eiga fjölmiðlana.

Og mér er gersamlega fyrirmunað að sjá að það sé frétt að hálfbróðir Obama reykti sígarettu, tað eða Winston. 


mbl.is Hálfbróðir Obama handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Svona er bara óþverrinn sem kraumar undir niðri líka í U.S.A.

Guðmundur Óli Scheving, 1.2.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband