Er Ísland með þróað hagkerfi?

"Tekið verður tillit til þess að Ísland sé þróað vestrænt ríki með þróað hagkerfi" segir í frétt viðræðna Íslendinga við IMF.

Þessi setning greip mig einhvern veginn. Hvernig getur hagkerfið verið svona þróað þegar skuldir eru tíföld þjóðarframleiðslan og þjóðin á hausnum út af braski? Margfaldað húsnæðisverð og fólk að klyfjast með lán sem síhækka frekar en lækka? Er hundur það sama og kýr? Er það þróuð raketta sem brotlendir?

Í þróuðu hagkeffi myndi maður ætla að væri jafnvægi í peningamálum og  gullegg þjóðarinnar gerð til þess að standast mikinn öldugang í fjármálaheimi erlendis. Menn hafa verið að segja að skuldirnar séu "allt í lagi af því þær eru í einkageiranum." Þessi lygi bergmálar innan um aðra endalausa froðusnakks-frasa nautheimskra markaðshyggjumanna, sem halda að ný-frjálshyggjan sé nýjasta testamentið. Ísland er ekki með þróað hagkerfi meðal annars af því að markaðshyggjan hefur í svoldinn tíma verið einvaldur og spillingin tengd í hana er á of háu stigi. Ef við tengjum saman helstu peningaforkólfana myndum við fá út mynd af mafíu, sem er eins og skuggar á bakvið þá sem við erum að kjósa á þing út af auglýsingaskrumi eða jafnvel sjá mafíósana upphafða í fjölmiðlum.

Myrkraspil hins gullna musteris -Ólafur Þórðarson 2005Ég hef á tilfinningunni að lánið frá IMF muni þjónka markaðshyggjudellunni enn frekar. Og að við séum að fá lánaða lengri snöru. Það sem þarf er ný sýn á framtíðina, ný takmörk með heildina að ljósi, ekki sjálfsdýrkunarsýki peningaperverta í jakkafötum. Aukið ríkisaðhald og endurskrifaðar reglur og lög um fjármál, um sölur á fyrirtækjum. Það þarf að ramma inn viðskiptageirann að skynsamlegu marki og opinbera hverjir gefa peninga í stjórnmálaflokka. Það þarf að stokka mikið upp og gefa venjulegu fólki séns á að fúnkera án þess að þurfa að vera í hlutverki mannskemmandi "bisniss gæ" alla daga. Maður fagnar ríkisvæðingu bankanna en efast um framhaldið.

Kannski þurfum við endurbætta stjórnarskrá?  Ef yfirvofandi gjaldþrot þjóðarinnar út af viðskiptasvindlum (píramídasölur á fyrirtækjum) gefur ekki tilefni til, þá held ég að ekkert geri það. Eða erum við fær um að takast á við slíkt? Það er ekki einu sinni til almennilegt nýlegt borgarskipulag þó allir þykist vera sérfræðingar í því þessa dagana. Fara jafnvel í business skóla til að læra slíkt, kannski ekki skrítið að borgarskipulagið sé jafn van-þróað og raun ber vitni, við erum ekki með þróað borgarskipulag heldur. Það virðist versna eftir því sem "sérfræðingunum" fjölgar. Eins og í fjármálakerfinu.

Jæja, nóg af mínum skoðunum lofa að hætta þar til sú næsta kemur. 


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú, lýsingin sem þú gefur á hagkerfi Íslands er einmitt lýsing á þróuðum hagkerfum heimsins, svo ef Ísland er eins þá hlýtur það að vera þróað.  En markaðshyggjan hefur bara verið ráðandi í heldur styttri tíma en í hagkerfum annarra vestrænna landa.  Það má því kannski segja að það bendi þá til vanþróaðra hagkerfis.  Hvað sem verður gert lengir snöruna... hjá Íslandi sem og öðrum sem ætla að bjarga vestrænu hagkerfi.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - Evrópubandalags millibankalán, hver er munurinn?

Kryppa (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það gæti verið vont að pissa á rafmagnsgirðingu. Og ef vinirnir eru líka að veina við að kasta af sér vatni, þá er staðfest að verið að pissa á vitlausa staði. 

Ólafur Þórðarson, 13.10.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband