Afneitun markaðsfíklanna. Ekki Davíð að kenna.

"Davíð að kenna!" hrópa menn. En hvað þetta er þægileg og auðveld útskýring. Maðurinn sekkur þjóðarskútunni einsamall af því hann hatar einhvern hóp manna. Trúa menn þessu? Ég á erfitt með að gleypa þetta.

Ég man ekki betur en að í gær tækju Bresk stjórnvöld yfir ýmsa reikninga Íslenskra banka. Útibúum bankanna lokað í nokkrum löndum. Bretar eru með miklar aðgerðir sjálfir til að redda sínum málum og bankar þar heimta auðvitað pening frá bönkunum burtséð frá hvað Davíð segir. Og lánshæfnin var lækkuð mTeikning sem ég gerði 1995ikið, enda allir einkavinavæddu bankarnir á kúpunni. Alvarlegt mál. Það gengur ekki að viðhalda einhverri lygi með að "allt sé í lagi," þegar það er það ekki. Það er ekkert langtíma gagn í lygalaupum eða taka þátt í þeirra sjálfsblekkingum. "Látum eins og allt sé í lagi og þá reddast þetta, strákar!" í miðri lausafjárskreppu á heimsvísu. Nei lygar gagnast ekki nema fyrir loddara.

Þá má spyrja sig hvers lags banki er þetta eiginlega sem hrynur þó einhver einn maður segi eitthvað? Halda mann að svoleiðis fyrirtæki sé traust? Nei, ég myndu kalla það banka á brauðfótum!

Ég er sko langt í frá einhver sérstakur aðdáandi Davíðs. en á erfitt mað að trúa að hann hafi svona gríðarlegt vald og sé svona niðursokkinn í eigin samsærisplönum eins og markaðsfíklar í sjálfsafneitun vilja vera láta. Þar fyrir utan hlýtur Davíð að taka ákvarðanir sem eru byggðar á ráðgjöf hans starfsmanna, hagfræðinga og annara. Hann er nokkuð augljóslega blóraböggull frjálshyggjutrúhópsins, sem nú hefur beðið mikið skipbrot og landsmenn munu líða fyrir -til margra ára. Það dugir ekki að benda fingrum á einn mann, heldur er á ferð töluvert stór hópur manna sem hefur byggt upp sandkastala í ímynd frjálsrar markaðshyggju -sem gat ekki tekið öldugang.

Og nú tekur við erfitt tímabil fyrir marga.

Staðreyndin er að þegar kreppir að, þá hafa frjálshyggjumusterin hrunið eins og spilaborgir. Maður hefði ætlað að fjárhagsplön landsmanna væru á betri grunni byggð en þetta, en ætli það sé ekki það sem skeður þegar yfirstjórnin er takmörkuð, græðgin er skynseminni yfirsterkari og lygar og sjálfsbekking ráða ferðinni í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi. Og þegar menn lesa Milton Friedman eins og trúarnöttarar lesa biblíuna.

Spurning hvort ekki eigi að gefa öllum yfirstjórnendum KB kauphækkun fyrir framúrskarandi frammistöðu?

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Jú og svo má segja að þeir sem hrintu einkavæðingarferlinu áfram hafi hrint áfram hlutum sem er ekki hægt að stjórna. Grunnvandamálið er að fyrir nokkurra ára "mokveiði" er nú komið að gúrkutíðinni. Hvernig menn undirbjuggu sig undir hana hlýtur að vera kjarninn í þessu öllu saman. Það er ekki nóg að benda á einn mann í öllu þessu.

Ólafur Þórðarson, 9.10.2008 kl. 17:18

2 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!! Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!! Dís

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:19

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kommúnisminn er líka hruninn, Sigga, ..... þá er varla neitt eftir nema skynsemin, og hún segir mér að Dabbi sé ekki það monster, sem lýðurinn vill að hann sé.

Veffari, góð færsla eins og svo oft áður, nema að ég efa að nýríku þjófarnir hafi lesið Milton Friedman.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.10.2008 kl. 19:26

4 identicon

You are correct as usual Olafur.  It´s the end of capitalism, the 21st century schiozid man is dead.  We will see a new structure rise from the ruins of the capitalism, a new fair structure.    All my burning guitar solos pointed to that direction.

It´s the end of civilization as we know it.

It´s an opportunity for the mankind.

The super rich are dead.

Real assests will be love and careness

Heaven has arrived

Robert Fripp (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband