Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

That's it! Er hættur við ferð til Swiss!

Ósvífni er þetta, endalaus boð og bönn! Jæja þá er ég hættur við að fara í gönguferð í Appenzell Innerrhoden. Mun þó ekki hætta svipaðri iðju hér við tölvuna ;-)

Klapp á bakið

Mest af fjármálafréttum eru hóplæg fóbía sem hefur verið troðið inn á heilbrigt fólk af bröskurum og aura-öpum. Hvort króna fer upp í dag og niður á morgun hefur bara ekkert að segja til lengri tíma litið. Fyrir mér er þetta oft eins og ef veðurfræðingar...

"United we stand, divided we fall."

Minni á þessu orð Churchill's í byrjun seinni heimsstyrjaldar. Nú ríður á að menn standi saman. Eða kannski verður þetta eins og Babel turninn, þar sem smiðirnir fóru að tala mismunandi tungur. Enginn skildi neitt í öðrum, hver vann fyrir sig og smíði...

Vladimir Putin kann að mála...

...og tjah allavega er dóttir mín Lilja Anna ekkert síðri, segi bara svona sem algerlega hlutlaus ráðgjafi. Stúlkan er snillingur á þessu sviði. Hér er mynd af Central Park með stóru háhýsi og sætu fólki í árabát.

Ekki endalaust hægt að blammera ríkið...

Ég var að borða áðan með dótturinni á pizzustað sem við förum stundum á. Þar á borði við hliðina sat ungur maður með ungann dreng sinn og ræddi við fólk á borðinu við hliðina. Hann sagði þeim stoltur að hann væri "nýkominn frá Tennessee til að planta...

Ég hefði nú orðið vitni að þessu.

US Airways flugvél nauðlendir í Hudson ánni kl. 15:30 Ég er vanur að hjóla þarna akkúrat um hálf-fjögur leytið hjá 42. götu, meðfram Hudson ánni, að ná í Lilju í skólann. Ég hefði því pottþétt orðið vitni, en vegna mikils frosts fór ég ekki á hjólinu í...

Vatnsmýrin, "verðmætt byggingarland" og millilandaflugið.

Viðbúnaður var í dag vegna kennsluflugvélar. Eiginlega var ég að leita að einhverjum létt-geggjuðum fréttabloggara sem vildi ólmur fá flugvöllinn burt út af þessu eina atviki. En já nú er það svo að flugumferð er með öryggisfaktor sem er til mikillar...

Minn maður, Eiríkur!

Þríhjólin eru andskoti góð. Hef lengi séð fyrir mér að þegar ég eldist að þá fái ég mér þríhjól til að fara út í búð að kaupa inn og allt það. Svo þegar maður eldist enn meira er hægt að fá sér svona þríhjól með rafmagnsmótór.Maður sér á aksdurslagi...

Mínir menn!

"Ísraelar leyfa mannúðargátt til fólksins á Gaza." En hvað þetta er hjartnæmt. "Tötsjí" hjá þeim. Sýnir hvað þeir eru góðhjartaðir að leyfa lyf og matvæli til mannfólksins. Það eru jú aðrir kostir til í stöðunni. Eins og að leyfa ekki lyf á sjúkrahúsin,...

Gotneska kirkja Kapítalismans.

Ég bjó skammt frá Woolworths-byggingunni frægu í um tíu ár. Að neðan er til gamans wiki-mynd af henni, hún var til margra ára hæsta bygging í heimi. Hún opnaði ári eftir að Titanic sökk, og er 241m há, (þ.e. eins há og þrjár Hallgrímskirkjur). Hún hefur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband