22.1.2010 | 15:24
Hurð skellur nærri hælum
"Flugvél Cargolux lenti á bíl"
Þetta er nú ansi alvarlegt atvik. Þota kemur inn til lendingar og hjól lendir á bíl sem er á flugbrautinni. Þarna hefði getað farið illa.
Flugvél Cargolux lenti á bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2010 | 16:34
16-20%+ atvinnuleysi réttari tölur.
Atvinnuleysisbætur duga einungis í 6 mánuði hér í USA.
Atvinnuleysisskrá er því takmarkað plagg, einungis fyrir einn hóp atvinnulausra.
Í 10% tölunni eru undanskyldir þeir sem hafa tímabundið hlutastarf sem ekki er nokkur leið að lifa á. Lágt tímakaup og fáar vinnustundir.
Atvinnuleysistölur BNA eru að lágmarki 16% og líklegast nær því að vera langt yfir 20%.
Og hefur verið til langs tíma. Fátæktin er eftir því. Og þó flestir virðist nú einhvern veginn fá eitthvað að borða þá eru mjög stórir hópar sem eru stjórnlaus reköld í vonlausum stórsjó markaðshyggju öfgamennsku braskaravalds.
Frjálshyggju-einkavinavæðingahyggjan hefur sannarlega ekki hjálpað til í þessu máli og átti að vera ljóst strax upp úr 1990 þegar Reagan tilraunin rann endanlega á rassinn.
Atvinnuleysið mælist 10% í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 00:33
Hraðbrautardrasl.
Vibba hraðbrautarusl segi ég bara. Liggur mönnum virkilega svona mikið á? Selfoss byggist upp á viðskiptum og að menn fari í gegnum bæinn. Nú á að fjarlægja slagæðina úr bænum með aðstoð einhverra hagræðisútreikninga. Selfoss hefur nefnilega mikla möguleika með framtíðarmiðbæ, EF umferðaræðin fær að halda sér.
Kjánaskapur, landsskemmd og bruðl segi ég.
Hvað með það þó tugur flutningabíla eða tveir keyri í gegnum Selfoss á dag? Sé ekki að það séu rök fyrir að byggja brú, malbika túnin og fjarlægja "blóðstreymið" úr bænum.
Eftir að brúin hefur verið byggð spái ég að KFC og þessar búðir og stopp flytji af aðalgötu bæjarins og að hringveginum. Þá fáum við Amerískt stripmall á túnunum líka og miðbær Selfossbæjar drabbast niður.
Hef bloggað um þetta nokkrum sinnum áður.
Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 14:43
Lán eru tekjur.
Minni á góðann braskarafrasa: Lán eru tekjur!
Fróðlegt væri að sjá ársreikninga; annars vegar launakostnað, hins vegar kostnað við afborganir lána. Kannski svona aðallega til að stemma af ef yfirlýsingarnar um skattaaukninguna standast, því mann óneitanlega grunar að skatturinn sé bara dropi í heila vatnsfötu. Og að skattagrýlutalið sé leiðinda-angi af frjálshyggjubullinu.
Að öðru leyti mæli ég með að fólk kaupi Malt og Appelsín og allt það, enda rammíslenskt eins og aðrar appelsínur.
Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 16:22
Einfalt mál.
Þetta er frekar einfalt mál ef fréttin er tæmandi fyrir málið:
Erlend kona á Íslandi á von á barni Íslensks ríkisborgara.
Að sjálfsögðu liggur fyrir að bjóða henni ríkisborgararétt án þess að flækja málið frekar eða gera erfitt fyrir. Það er auðvitað heill barnsins sem gengur fyrir öllu og að því gefnu að barn verði fætt, þá er eðlilegt að konan fái ríkisborgararétt ef þau kjósa að búa á Íslandi. (vel má spyrja; af hverju í ósköpunum :-) )
Og að sjálfsögðu liggur beint við að biðja þau bæði afsökunar, opinberlega, fyrir þessum vinnubrögðum:
- Ætla að senda hana úr landi og valda ofrískri konu streitu.
- Meina þannig barninu, barni íslendings, að fæðast á Íslandi.
Svo getur þessi maður í staðinn beðist afsökunar á að vera með læti.
Eða..., er málið eitthvað flóknara?
Óléttri eiginkonu úthýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 14:47
Umhverfisvernd...
... er orðinn stór business. Maður er hættur að vera hissa.
En mikið þarf maður að vera grænn í nefinu til að trúa að McDonalds sé að verða "umhverfisvænni."
McDonalds verður grænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 14:24
Að bíða eftir lögreglu...
Leitt að heyra þessa frétt af þessum manni. Mér þykir nú eitthvað bogið við þetta. Miðað við fréttina.
Það er ábyrgðarleysi að skilja ölvaðann mann eftir á einhverjum stað þar sem allt er læst um miðja nótt.
1) Ef maðurinn var til vandræða í rútunni, þá var einfaldast að hringja í lögregluna og biðja hana um að koma, hitta á rútuna og fjarlægja manninn. Eiginlega kemur ekki annað til greina en að rútubílstjórinn hitti lögregluna, skyldmenni eða einhvern til að sjá um þann ölvaða.
2) Eftir að vera vísað úr rútu á víðavangi eða í ókunnugum bæ, þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að viðkomandi sé neitt annað en óöruggur. Líklegt að honum hafi ekki fundist hann hafa getað bankað upp á í einhverju húsi til að fá skjól. Eða ætli að bíða eftir lögreglunni sjálfur.
Íslendingur fannst látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2009 | 22:33
Lyfjafyrirtækin í söluherferð í gegnum fjölmiðla
Miðað við fréttir um að stór hluti kvenna eigi erfitt með að njóta kynlífs og eigi við stórfelld áður óþekkt vandamál á þessu sviði verður maður að hugsa til þess hversu mikil tök lyfjarisarnir hafa á hugsanagang fjölmiðlamanna. Það verður að selja lýðnum dóp fyrir öllu og engu.
Og nú er fólk nýbúið að flippa út vegna flensu. Öllu er nú hægt að breyta í féþúfu!
Spurning um að stofna veðmálaþátt hvaða trixi lyfjabraskarar taka upp á næst til að selja stórfellt auglýsingarusl í gegnum svokallaðar "fréttir."
Og merkilegt nokk eru enn til allskyns lúðar sem vilja einkavæða heilrigðiskerfið.
Viagra fyrir konur væntanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009 | 17:00
Flytjum út íslenskt hugvit.
6500 milljarða heildarkröfur í þrotabú Landsbankans. Þetta er nú svo sorglega svakaleg upphæð að ég satt að segja skil hana ekki.
Minnumst orða sérfræðinganna:
"Flytjum út Íslenskt hugvit"
og
"Íslensk list er útflutningsvara"
6500 milljarða kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2009 | 15:46
Grænlenskir sjúklingar til Íslands -Hið besta mál.
Þetta er hinn besti hlutur að Grænlendingar noti sér sjúkraaðstöðu á Íslandi. Það getur skipt sköpum að minnka ferðatímann alla leið til Danmerkur. Svo er þetta nú ein af mikilvægum leiðum til að auka samstarf við nágranna okkar, Danir t.a.m. hafa alla tíð tekið við nemum í háskólamenntun án gjalds og Íslendingar fá hér gott tækifæri til að sýna lit.
Hægt er að fljúga frá Grænlandi beint til Reykjavíkur á spítala.
Vonandi dúkka ekki upp hagræðingasýktir einstaklingar sem sjá þetta sem fjárplógsstarfsemi fyrir Ísland.
Flytja grænlenska sjúklinga til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2009 | 16:21
Gott átak hjá neytendastofu.
Auglýsingar eru mjög oft til þess gerðar að segja þér einhver "vafasöm sannindi" til að þú réttir auglýsandanum peninga. Auglýsingar eru ágætar í hófi en eru jú löngu vaxnar í stærsta áróðursbatterí okkar tíma.
Gott hjá neytendastofu og nóg vinna er framundan hjá þeim.
Að lokum mælist ég til þess að Mbl hafi ekki þessar blikkauglýsingar svo hægt sé að lesa textana. Gæði blaðsins eru jú fyrir öllu.
Auglýsingar um eldsneytisafslátt bannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 16:15
Bjartsýn könnun.
Miðað við það sem maður les á netinu held ég að Íslendingar séu lítið að verða bjartsýnari.
Ég er náttúrulega ekki sérfræðingur í þessu, en get talið mig í svartsýnari kantinum.
Íslendingar enn svartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 14:28
Flensufrétt.
Það er leitt að svona margir hafi látist úr flensunni, 4,000 manns í BNA.
Hitt er staðreynd að að meðaltali deyja um 36,000 manns úr flensu í Bandaríkjunum á hverju ári.
Því verðum við að spyrja hvort þessi 4,000 sé venjulegt eða óvenjulegt árferði.
Um 4 þúsund látnir í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2009 | 14:14
Glæpamenn.
Sorglegt að lesa um hvernig sumir menn haga sér. Nú er mér ekki kunnugt um sérstök málsatvik í þessu máli.
Hitt er enn sorglegra að það er eins sé og fullt af mönnum sem átta sig ekki á hvað þeir eru að gera þegar þeir "lemja einhvern" og halda að þeir séu voða menn. En afleiðingarnar eru margvíslegar:
1) Að stofna lífi og velferð annara í hættu með mögulegri æfilangri erfiðri örkumlun eða dauða.
2) Að gera sínum nánustu ljótann grikk og valda mikilli angist, andlegu álagi, jafnvel áfalli, meðal ættingja og vina.
3) Við fyrsta högg eru þeir sjálfir einfaldlega orðnir að glæpamönnum. Kannski er það það sem þeir stefna að í lífinu, að vera glæpamenn, en ekki verður aftur tekið það sem skeð hefur.
Afgreiðslumaðurinn í vínbúðinni hér rétt hjá á vin, samlanda, sem safnaði sér upp í ferð til Íslands. Sá var að labba á gangstétt í Reykjavík seint um nótt þegar einhver svona sér-íslenskur glæpamaður kemur upp að honum að tilefnislausu og kýlir hann. Það fossblæðir, tönn brotnar og á slysavarðsstofunni þarf að sauma 10 spor.
Skemmtileg landkynning það!
En einhvern veginn kannast maður við þessa brenglun sem er rík í einstökum hópum. Ég, bláókunnugur fór að afsaka fyrir eitthvað sem Íslenskt asshól hafði gert þessum gesti á Íslandi. Eyðileggja ferðina og skilja eftir varanlega mynd af Íslandi sem hann örugglega hefur engann áhuga á að heimsækja aftur.
Þetta mál, að menn séu að fara um bæinn til að lemja aðra, er eitt af ofbeldisvandamálum þjóðfélagsins sem er nauðsynlegt að taka á, til jafns við nauðganir, mansal, einelti o.s.frv.
Að sjálfsögðu er þetta að mestu uppeldislegt atriði og þeir sem stunda þetta séð ranga hluti í lífinu. En það skiptir nú litlu máli fyrir þá sem eru fórnarlömbin, tala nú ekki um ef menn enda í æfilangri örorku fyrir að labba úti á götu og lenda í svona glæpamönnum.
Réðust tveir á einn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009 | 03:46
Hvaða öryggistilfinningu er ábótavant í Mosfellsbæ?
"Markmið samningsins er að auka ... öryggistilfinningu íbúa ... í Mosfellsbæ"
Ég verð nú bara að spyrja aðra ágæta bloggara, hvaða öryggistilfinningu er ábótavant í Mosfellsbæ?
Vilja auka öryggi íbúa í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 17:04
Bóluefnið kostar nú sitt... "follow the money"
Ég efast ekki um að ákveðnir hópar eigi að fá bólusetningu við flensu.
En þeir sem fá vel borgað fyrir bóluefnið eru Gilead Sciences corporation. Margir þekktir framámenn eiga góða fjárfestingu í þessu fyrirtæki og fyrrum stjórnmálamenn sem auðvitað fá sinnhvern túskildinginn fyrir sinn snúð. Sumir þessara eigenda eru þekktir fyrir að vera viðriðnir alls kyns fréttafalsanir og að spila með fjölmiðla til að ná fram gríðarlegum gróða í stríðsbrölti og ámóta kúkalabbabusiness. "Disaster profiteering."
Þetta er það eina sem ég hef um málið að segja að svo stöddu.
Bólusetning án endurgjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2009 | 00:52
Peningar á glámbekk
Peningakrús á Háskólatorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2009 | 00:47
Landeyjarhöfn
Man fyrst eftir að ræða þessa höfn á innherjum vísis sjálfsagt í kringum 2000 og svo framhald á Málefnum upp úr 2003. Á öðru hvoru batteríinu gerði ég kort af þessari leið til samanburðar við Þorlákshöfn.
En áðan þegar ég las með samgöngurnar til Reykjavíkur datt mér í hug að bara tengja strætó/rútu beint í tímasetningu komu og brottför einu sinni á dag. Það væri eðlilegast. En nú verður svo stutt að fara að ferjan ætti að geta farið mörgum sinnum á dag. Þá er hægt að fara beint frá Reykjavík til eyja með strætó/rútu og allir geta skilið bílinn eftir heima eða notast við reiðhjól.
Nú líður að því að ég fari loksins til Eyja og þá býður bloggarinn Gísli mér upp á kaffi.
Landeyjahöfn kostar 3,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 02:17
Jákvæð frétt hér í BNA
Nauðsynlegt er að muna að þetta frumvarp er ekki komið í höfn enn.
En öll viðleitni til að koma heilbrigðiskerfinu yfir til hins opinbera er af hinu góða.
Braskarar einkageirans hafa blóðmjólkað heilbrigðisgeirann og þegna landsins.
Það að verða alvarlega veikur þýðir svo oft að líka sitja uppi með svimandi reikninga.
Fólk fær krabbamein, og svo eru tryggingargjöldin snarhækkuð sem refsing.
Ef þú ert aðeins seinn að greiða mánaðarreikninginn, sem er mjög hár fyrir (í okkar tilfelli 3ja manna fjölsk. um 150,000kr/mán) þá er þér refsað á ýmsann máta með hærri tryggingargjöldum eða neitun á þjónustu.
Auðvitað er hægt að fá afbragðs þjónustu. En það er svo mikið að í pappírsfargani og kerfissvindli að það er alger nauðsyn að byrja að vinna á að leiðrétta kerfið.
Obama fær prik frá mér.
Sigur fyrir Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 00:35
Fæðingarheimili Hitlers til sölu.
Allar líkur eru á að sagan muni segja Hitler fyrir það sem hann var; fjöldamorðingi af verstu sort. Eftir 36 ár verða liðin 100 ár frá endalokum nasismans, og sjálfsagt litið á svona hluti eins og byggingar sem staði sögulegra atburða.
Ætli það sé ekki best að gera úr þessu húsi heimildasafn um þann skelfilega sögukafla sem Hitler skrifaði. Þetta hús var ekki reist fyrir Hitler og er að einu leyti séð bara sögusnifsi. Að öðru leyti áminning um að krúttlegustu smábörn geta orðið að skrímslum helvítis.
Óttast hverjir kaupi heimili Hitlers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world