Að bíða eftir lögreglu...

Leitt að heyra þessa frétt af þessum manni. Mér þykir nú eitthvað bogið við þetta. Miðað við fréttina.

Það er ábyrgðarleysi að skilja ölvaðann mann eftir á einhverjum stað þar sem allt er læst um miðja nótt. 

1) Ef maðurinn var til vandræða í rútunni, þá var einfaldast að hringja í lögregluna og biðja hana um að koma, hitta á rútuna og fjarlægja manninn. Eiginlega kemur ekki annað til greina en að rútubílstjórinn hitti lögregluna, skyldmenni eða einhvern til að sjá um þann ölvaða.

2) Eftir að vera vísað úr rútu á víðavangi eða í ókunnugum bæ, þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að viðkomandi sé neitt annað en óöruggur. Líklegt að honum hafi ekki fundist hann hafa getað bankað upp á í einhverju húsi til að fá skjól.  Eða ætli að bíða eftir lögreglunni sjálfur. 


mbl.is Íslendingur fannst látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta!

Guðrún (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mér finnst þetta alveg hræðilegt af þessum rútubílstjóra að henda manninum út um miðja nótt og enginn skuli hafa verið til að taka á móti honum. Ok að það séu reglur að menn megi ekki vera dauðadrukknir í rútubílum en láttu þá lögregluna hafa manninn. Maður er bara reiður fyrir hönd aðstandenda. Og mér finnst það ætti að fara í mál við þennan rútukall

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.11.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1906

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband