Afturhaldssemi í kaþólskum löndum.

Ég fór í fermingu hér í USA um daginn, í kaþólska kirkju. Verð að segja að ruglið sem kemur úr þessum prestum ríður ekki við einteyming. Eins og hálfs klst ræða um algert bull, helvíti og bannað að hafa samfarir, "einn plús einn eru þrír." og vinir sem eru í dópi "eru djöflar" og homma bíður eilíf steiking á ristateini satans. Þvílíkt blaður. Skömm að því að ala börn upp í svona dellu, þau eru æá viðkvæmu þroskastigi og þurfa rökréttari fyrirmyndir en svona kreddukalla. Einmitt þarna fyrir utan var virkilega dópistalegt plakat fyrir utan kirkjuna, sem á var mótmæli við fóstureyðingum.  Einhver á LSD hefur fengið að hanna það, ég tók mynd af því:

infantÞetta fólk er mikið á móti fóstureyðingunum. Fólk úr takti við að raunveruleiki er fyrir utan túlkun þeirra á biblíunni. Hjá flestum konum er fóstureyðing alls ekki léttvægt mál. En það er einmitt einkamál konunnar sem á í hlut sem skiptir mestu máli. 

Fóstureyðingar eru gerðar á fyrstu vikunum, þegar leikmaður sæi lítinn sem engann mun á fóstrinu og fóstri skyldra spendýra.  Málið er að fóstur er ekki orðið nógu þroskað til að vera mannvera fyrr en miklu seinna á þroskaskeiðinu. Við getum því ekki rætt um fóstur svona snemma á meðgönguskeiðinu sem barn. En á ákveðnu tímabili er hægt að ræða það sem "ófætt barn."

Ég held við þurfum að gæta okkar með að vera með eða á móti fóstureyðingum almennt. Eftir einhvern tíma á meðgöngu er grátt svæði þar sem fóstureyðing færist af ásættanlegu stigi yfir á siðferðilega óréttmætanlegt stig. 

Það eru ekki allar konur sem eru í aðstöðu til að eiga barn. Ástæður fyrir þungun geta verið svo margar og samspilandi þættir flóknari en svo að maður eigi að vera með eða móti af því maður telur sig standa á siðferðilegum stalli í gegnum trúfélag eða annað. Ástæður fyrir fóstureyðingu geta líka verið margar. Eins og mér þykir sjálfum vænt um börn.

Spánn er greinilega mikið aftur úr í þessum félagsmálum eins og kaþólsku löndin almennt. 


mbl.is Fóstureyðingaskip í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög god færsla!

Sigga (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband