Vörur óverðmerktar í hillum hljóta þá að vera ókeypis.

Að fara út í búð er ekki eins og það var fyrir örfáum áratugum. Hér að neðan eru fimm atriði sem fara fyrir brjóstið á mér:

1. Það er þreytt að sjá ekki verð merkt almennilega við vörur í hillum. Ég hef sem prinsipp að reyna að kaupa ekki vöru óverðmerkta, hvort sem það er súkkulaðitertusneið eða nauðsynjavara. Eiginlega mætti láta setja varúðarlímmiða á glugga slíkra verslana.

2. Það er þreytt að sjá vöru merkta öðru verði í kassa. Merkilegt nokk, næstum alltaf hærra. Einkennileg tilviljun!

3. Það er þreytt að sjá vöru merkta 499, 999, 1999 eða þar fram eftir götum. Greinilega verið að reyna að hafa mann að fífli. Geta eigendur ekki bara skrifað 500, 1000, 2000 og sett verðin rétt fram án þess að vera með þennan truflandi verðlagningar-fiflagang?

4. Maður þarf að fara í gegnum öryggishlið á leiðinni út, eða að leiðinda vörður leitar á manni af því eitthvað bilað draslhlið bíppar. Óþolandi að vera kúnni nýbúinn að eyða pening en svo á útleið stimplaður þjófur þegar staðreyndin er að langmestur hluti "horfins varnings" er vegna starfsmanna sjálfra, sem stela eða gera vitleysur í útreikningum. Sjá blogg mitt frá því um daginn.

5. Það er þreytt að sjá verð merkt svo til að finna út að það var án VSK.

Verðmerking er víst einhver voða sérgrein og hægt að auka gróða bara með því að nota allskyns trix í verðlagningu. Ef auglýst er án VSK, þá spyr ég af hverju ekki er sett svona ÚPS! sérgjald fyrir kaffi og klósettpappír starfsfólks. Mér finnst allt í lagi að setja inn verð undir eða til hliðar í smærra letri sem sýnir án VSK. Eða hvað þá að sjá verð merkt 999 Kr. við vitum að búðareigandi er að nota ódýrt trix til að villa um fyrir eðlilegu verðskyni. Líka þetta að kaupa 4 skitnar skrúfur í pakka á 399kr, þegar 400 skrúfur ættu að kosta þá upphæð. Það er margt að í þessum brönsum og kannski ekki tilvljun að viðskiptamenntun telst víst seint til heiðarlegri menntunarstiga. Ekki mér að kenna.

Helst vildi ég sjá með lögum að ómerkt vara fengist fyrir það sem sett er á hana: Ekki neitt.


mbl.is Vill nefna verslanir sem verðmerkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3. Það er þreytt að sjá vöru merkta 499, 999, 1999 eða þar fram eftir götum. Greinilega verið að reyna að hafa mann að fífli. Geta eigendur ekki bara skrifað 500, 1000, 2000 og sett verðin rétt fram án þess að vera með þennan truflandi verðlagningar-fiflagang?

Þetta er gert vegna þess að það virkar - fólk telur sér trú um að vara sem kostar 5999 kosti bara 5 þúsund kall. Þetta virkar sérstaklega vel þegar tölustöfunum fækkar í verðinu, t.d. 9999 í staðinn fyrir 10000. "kostar ekki einu sinni 10.000" heyrir maður frá mörgum. 

Gulli (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rétt er það Gulli. Fólk haft að fíflum. Þetta lærðist frá Amerískum viðskiptasvindlurum og var lengi vel ekki til á Íslandi.

Ólafur Þórðarson, 6.6.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Tek undir þetta... ég var lengi að venjast því hér að öll verð eru án söluskattsins...sem er svo mishár eftir því hvar maður er og hvað maður er að kaupa...óþolandi.   Frekar pirrandi þegar eitthvað er auglýst á 99 cent að þá kostar það í raun dollar og sjö cent.   

Róbert Björnsson, 6.6.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já og ef það eru 999 dollarar, þá eru það nær 1100 dollurum. Það munar um annað eins og bölvuð lygi að kalla það $999-

Ólafur Þórðarson, 6.6.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband