Þar sem tvö bjarndýr eru, þá geta verið þrjú. Lausleg áætlun.

Hvað er svona flókið við ursus maritimus málið sumarið 2008? 

Veturinn 1917-18 gengu á land 27 dýr. 1880 gengu á land 63 dýr. Af hveru dregur Húnavatn nafn sitt? Kemur hafís aftur? Jú jú. Ganga dýr á land á þessari öld? Að sjálfsögðu.

Dæmigert bangsabúr Hér er lausleg áætlun yfir það sem mætti gera, ef menn vilja bjarga þessum dýrum:

1.  Búr. Hafa tiltæk tvö góð búr í húsi björgunarsveita á Sauðárkróki eða Blönduósi, eitt á Ísafirði og eitt á Húsavík. Að smíða svona búr er frekar einfalt mál og létt aðBangsi að lúlla eftir notkun réttra skotvopna. koma þeim fyrir á pallbíl.  

2.  Svefnlyf. Á sömu stöðum hafa tiltækar þar til gerðar byssur með svefnlyfjum. Lyf endurnýjuð annað hvert ár eða eftir því sem þarf.

3.  Bangsalögga. 2-3 menn á hverjum stað sem þjálfaðir eru á þessar byssur, bara hluta af björgunarsveitum. Þeir geta þjónað vakt-hlutverki um leið og bangsi finnst, með svefnlyfjum og venjulegum skotvopnum ef með þarf. Það nægir að hluti af björgunarsveit viti hvað eigi að gera og hafi vilja til þess. (Best er að hafa eina til tvær góðar skyttur sem sérhæfa sig m.a. í þessu en eiginlega vantar umgjörð utan um slíkt). 

4.  Flug út. Tengsl í náttúruverndarsamtök erlendis sem geta náð í bangsa strax eftir að honum hefur verið ekið inn á einhvern flugvöll.

Mál leyst, með tiltölulega lítilli fjárveitingu frá alþingi fyrir búrum, byssum og deyfilyfjum. Eru það tvær milljónir í grunnkostnað? Nema ef ekki verði náð í dýrin, þá er spurning með hver á að fljúga með þau, og hvert eða hvort...

Kveðja frá Seyðisfirði. 

Ólafur Þórðarson 


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það líður það langt á milli komu Ís-bjössa að ég held að hverskonarþjálfun og viðbúnaður ryðgi milli endurkomu.

Örn Orrason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband