Árbæjarsafn er nú ekki borg.

Hef bloggað mikið um þetta áður (sjá t.d. Jan 2007), en tónlistarhúsið ER nú bara skorið frá miðbænum. Það er bara staðreynd og við það situr. Þarna á milli er akkúrat ekkert nema bílaumferð og rokrass.  Að grafa niður hraðbrautina (hugmynd frá ca 1980) hefði engin áhrif á þetta og er eins og hundur að eltast við skottið á sér. Auðvitað er fræðilega séð HÆGT að tengja tónlistarhúsið í miðbæinn, en miðað við þetta úthverfagutl sem Reykjavík hefur þróast í síðan eftir seinni heimsstyrjöld geri ég nú ekki ráð fyrir miklu. Þar fyrir utan var fyrst byrjað á húsinu og það án þess að hanna neitt hverfi þarna. 

Forsendurnar eru nú eiginlega þær að fyrst sé gert skipulag og svo byggð hús.  Þetta er beisikk. 

BenidormLítið í kringum ykkur og bendið á góð ný borgarhverfi í Reykjavík frá sjónarhóli borgarskipulags. Er hægt að læra af þeim? Ekki er Skuggahverfið nein fyrirmynd né hverfið austan við Höfða. Skuggahverfið er eins og Benidorm-wannabe, hitt hverfið eins og klippt úr Amerísku borgarskipulagsslysi með smátílfæringum. Hvort tveggja eru andstæður þess Íslenska menningararfs sem stendur enn að stóru leyti í miðbæjarsvæðinu. 

Ýmislegt gott hefur verið gert í miðbænum. Það er allt á litlum mannlegum skala. Góða hverfið er við Laugaveg og í miðbænum. Tónlistarhúsið er ekki hluti af þessum miðbæ, heldur situr fyrir utan hann og þangað munu flestir keyra án þess að koma við í sjálfum miðbænum. Fólk mun í stórum stíl parkera við tónlistarhúsið fara inn og svo út í bíl aftur og sneiða framhjá miðbænum. Aðallega auka bílaumferðina. Auðvitað munu einhverjir labba þennan spöl frá tónlistarhúsinu og í miðæinn. En ef húsinu hefði verið skipt upp og dreift um miðbæinn í aðskild sjálfstæðari batterí, þá hefði verið hægt að koma því fyrir sem hluta af miðbænum en ekki svona rétt utan við hann. Ef Múhammeð kemur ekki til fjallsins...  tjah, nú með minnkandi efnahagsgetu er stór spurning með uppbyggingu almennt séð. Hvort fjallið komi til Múhammeðs.

Þeir sem heimsækja Reykjavík fara í miðbæinn, enda fjölbreyttasta og mest lifandi umhverfi borgarinnar, með lengstu sögu, alvöru götum og bestu menningarbatteríunum. Þeir sem dýrka auglýsingaiðnaðinn og eru að fara í sjoppíng geta auðvitað farið í Mjóddina, Kringluna eða reðurgoðið mikla í Kópavogi. Þar eru karlmenn karlmenn og háhýsaræksni standa háreist til himins. Akandi fólki er í sjálfsvald lagt hvar það vill vera úti að aka. Gangandi týnast.

Laugaveg má vel byggja upp í stærra og meira fyrir minn smekk, en ég hef nú ekki séð mörg góð dæmi um hvernig það væri gert. Ýmis grunnprinsipp eru marg brotin við að reyna að byggja upp þarna. Margar nýbyggingarnar við Laugavegssvæðið eru hörmung, eins og þessi mónótóníska glenna á Stjörnubíósreitnum. Byggt af vanefnum hugans og vanrækslu við fortíðina.

Svo er Árbæjarsafn út af fyrir sig merkilegt fyrirbæri. Það er safn og ekki borg. Tilraun til málamiðlunar. Þau hús sem komin eru saman þar eru smábrot af byggingarsögu, menningu og arfleifð sem annars hefði verið sett í uppfyllingu í Sundahöfn eða við ytri höfn.  Mörg þeirra húsa hefðu reyndar bara átt að vera á sínum stað niðri í bæ, það eru nefnilega "gallarnir í þeim" sem eru áhugaverðastir. Ég skil því ekki alveg hvað við er átt ef borg á ekki að "vera eins og Árbæjarsafn." Það eru nærtækari útgangspunktar í fræðilegri og efnislegri umræðu; borg vill ekki vera kirkjugarður heldur, listasafn, eða tjörn. En kannski vill borg að hluta til vera framangreindir hlutir og allt hitt líka. Ekki held ég að "langir skuggar" myndu bæta miðbæinn. Þó listaverk á góðum stað gæti gert slíkt prýðilega. En engin borg vill heldur vera nútíma listaverk.

En ef átt er við að Reykjavík eigi ekki að vera með "kofaræksnum" þá er pointið á miklum villigötum. Vonandi er ég að misskilja þetta, en jafnvel frægir menn eru nú ekki færir um að setja betra í staðinn fyrir það sem er og hefur verið Laugavegur. Sannarlega ekki braskarar. Þarna í miðborg Reykjavíkur er stór hluti menningarsögu landsins í byggðu formi, mannlegu umhverfi. Græðgin ein getur eyðilagt þennan arf, sérstaklega með löngum skuggum háhýsa sem slíta allt úr samhengi.

Bara svona vangaveltur á Laugardagsmorgni.  


mbl.is Borgir eiga ekki að vera söfn eða minnisvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÖO (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Ransu

"Það vill engin borg vera eins og Árbæjarsafn" er haft eftir Ólafi, sjálfum, Elíassyni í Morgunblaðinu í dag. 

Kveðja til Manhattan, þar sem fossar flæða.

Ransu, 28.4.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 30.4.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband