Þingvellir -frekari skemmdir

Ég er alveg sammála því að það er ekkert að þessum núverandi veg yfir Lyngdalsheiðina. Það mæti laga leiðina að hellinum g leggja smá malarveg yfir á gíginn sem er sunnan við. 

Ferðamönnum á leið austur þykir áhugaverðasti vegurinn einmitt Lyndalsheiðin, sumir jafnvel að fara fyrstu fjallaleiðina. Það er orðið lítið spes við að keyra um landið á hraðkeyrslu á malbikuðum vegum ef menn eru að ferðast. Reyndar þykir mér keyrslur um landið orðnar hálf gerilsneyddar miðað við áður, vegirnir kannski of góðir, of mikill hraðakstur og erfitt að stoppa neins staðar, vegirnir allt of beinir og leiðinlegir, bara leyft að kera framhjá landinu og hættulegt að skoða eitt eða neitt ef maður reynir svo mikið að stoppa þar sem umferðin er 100 km/klst.

Lyngdalsheiðin er frábær leið.

Svo ef ég væri í þessari UNESCO nefnd myndi ég setja athugasemd við veginn sem lagður var á áttunda áratug þvert yfir hraunið. Auðvitað styttir hann leiðina. En hann fer beint yfir láglendi Þingvalla og valtar yfir öll sérkenni og sker landið í tvennt. Alveg dæmigert. Labbið þarna um og farið N-S slóðana milli gömlu bæjanna. Mikill skógur og kjarr og falleg hraun. Allt í einu kemur maður á malbikaða veginn sem er eins og skrattinn úr sauðalæknum. 

Ef það vantar atvinnu, er ekki hægt í að setja menn í að laga malarstígana um Þingvallalandið og viðhalda og merkja gönguleiðirnar  eða gera nýjar og ráða fararstjóra um svæðið? Eru ekki mögulegar gönguleiðir um Lyngdalsheiðina sem slíka, og kynningu á þeim leiðum?


mbl.is Þingvellir af heimsminjaskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já, góðir punktar. Það er annars merkilegt þegar vegir eru bættir og gerðir beinni, fólk verður vant því að þurfa ekki að hugsa mikið þegar það keyrir og viðbragðsgeta slakast. Það þarf töluvert öðruvísi ökutækni við að keyra í möl en á þráðbeinu malbikinu, kannski er eitthvað hér sem vantar með að brýna fyrir fólki að hægja á sér og fara varlega. Svo ef það eru blindhæðir, þá þarf að laga þær ef þær eru hættulegar, ef ekki með því að gera veginn beinni, þá með góðum skiltamerkingum.

Kannski svona sem viðbót er hægt að tala um að tvenns konar ökumenn séu á ferð. Annars vegar þeir sem eru að flýta sér á "punkt B" en hins vegar þeir sem eru á ferðalagi að gefa sér tíma í að skoða landið. Ég er ekki viss um hvaða vegur þjónar báðum hópum en oftar en ekki þykir mér fyrri hópnum vera þjónað. 

Ólafur Þórðarson, 21.3.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

Eigum við semsagt að fórna fornminjum? og þá fyrir hvað?

ef við gerum þennan veg beinni og betri, eykur það ekki þá bara umferð um þjóðgarðinn sem sumt fólk virðist nötra yfir núna?

Bjarni Daníel Daníelsson, 21.3.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Svo er það líka hvernig umferðin fer um þjóðgarðinn. Hvernig henni er hleypt í gegn. Beini vegurinn (1980?) yfir Þingvallahraunið var vond lausn og mikil skemmd á hrauninu. Sker það bókstaflega í tvennt.  Umferð, mikil eða lítil ætti að vera á vegi sem liggur eðlilegar í landinu. Eins og eldri vegurinn gerði, nær vatninu.

Ætli við séum svo ekki líka að ræða bæði fornminjar og náttúruvætti/ósnortið land. Já og líka hversu mikið bíllinn má hafa forgang yfir allt, í öllu okkar amstri. 

Ólafur Þórðarson, 21.3.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband