Full ástæða til að hlusta.

Það er full ástæða til að taka "hellisbúann" alvarlega. Þessi fyrrverandi(?) starfsmaður CIA hefur staðið fyrir alls konar fjöldamorðum og er vís til þess að gera það sem hann kemst upp með.

Blásaklaus skrifstofur myrtur, hrapar niður sem svarar hæð fimm HallgrímskirkjuturnaMér er sjálfum slétt sama um myndbirtingu Mohammad spámanns enda ótrúaður að mestöllu leyti og skil ekkert í hvað trúað fólk er að fara í fullyrðingum sínum um eitthvað sem engin leið er að sýna fram á að sé til. Hvað þá að einblína á einhverja eina bók. Kaþólikkar tala um að vera sterkir gagnvart þessari ógn, en ekki hafa þeir sjálfir verið voða næs í gegnum aldirnar og alls engin fyrirmynd að góðu batnandi þjóðfélagi. Nú síðast með yfirhylmingum á pedófílum í þeirra röðum.

Varðandi myndbirtingarnar almennt, þá minni ég á að jafnvel hér í Ameríku mega ekki sjást ber brjóst á Janet Jackson. Öfgafólk sem ræður fjölmiðlum hér, sérstaklega kirkjukerlingar og annað lið flippar út í allsherjar dellu og rugli, kemur grenjandi í sjónvarpið og segir börnin sín hafa séð brjóst.

Það er klikkun á alla bóga. 

Giuliani, rétt fyrir 911 var að hóta safni í Brooklyn fyrir að sýna "ógeðslegt" listaverk sem var búið til úr skít, fór illa í þessar fínu hjá þessum kaþólska hræsnara sem var svo á sama tíma að halda framhjá konu sinni og rétt við það að hagnast mikið á verknaði OBL. Eða hver það nú var sem var á bak við þá illsku. Svo voru Bandarískir blaðamenn fljótir að fjarlægja myndir af fólki að hrapa úr turnum World Trade Center. 

Myndbirtingar geta s.s. verið viðkvæm mál og þó Dönum finnist það sniðugt að storka múslimum, þá eru þeir líklegast að gera sjálfum sér ógreiða því aldrei er að vita hvernig hefnist fyrir að móðga fólk sem trúir á það sem er ekki einu sinni til. Fólk er til alls víst. Munurinn að sýna listina í Brooklyn eða sýna teikningar af spámanninum í Dönskum fjölmiðlum er sá að Danir geta fengið sprengjuherferð í Köben einn góðann dag. Ef ekki frá öfgatrúfólki, þá hugsanlega frá þeim sem vilja sverta öfgatrúarfólkið eða einhverjum sem vilja sá frekari sundrung milli Dana og Múslima.

Danir eru jú viljugir í Írak og kannski eru þeir innst inni að leita að ástæðum fyrir því að hafa tekið þátt í hildarleik þessarar aldar. Þeir eru kannski ekki vel liðnir fyrir vikið, sem hluti af þeim mannhörmungum sem  við vesturlandabúar höfum skellt yfir Mesópótamíu í græðgi okkar til að ná í það svarta blóð sem rennur í æðakerfi þjóðfélags okkar. Það er svo mikilvægt að Bush sjálfur hefur lýst því yfir að "I don´t care about Bin Leiden". 


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband