Lyngdalsheiði-frábær leið

Var að koma frá Laugarvatni þar sem við Lilja vorum í góðu yfirlæti hjá frænda okkar Erni í þessu fína sumarhúsi hans. Eitt geri ég sem sjálfsagðann hlut og það er að sleppa þessari leiðinlegu hraðbrautarleið framhjá (öllu) sunnan við Ingólfsfjallið. Mér leiðast ógurlega þessar beinu hraðbrautir sem eru úr tengslum við landslagið og gera Ísland álíka spennandi og að keyra á hraðbrautum Miðvesturfylkja Bandaríkjanna, þar sem vegurinn er svo beinn að maður sofnar eða fer að reyna að lesa bók við aksturinn.

Fór því Lyngdalsheiðina. Sú leið er alveg stórkostleg, eins og vegirnir sem maður var alinn upp við. Þessi vegur þræðir landið og er einhvern veginn saumuð inní landslagið. Maður finnur fyrir hólum og hæðum og skilur hvernig landið liggur og skynjar fegurð þess betur. Það er enginn tími til að sofna á svona vegi. Það ber að varast blindhæðir og slíkt, en með skikkanlegum akstri og smá lagfæringum á veginum eins og að setja hámarkshraðann í 70 ætti þetta að vera í góðu lagi.

Mér skilst að leggja eigi Lyngdalsheiðina af og setja veg aðeins sunnar. Það þætti mér leitt, enda má gera ráð fyrir að enn einn vegarspottinn sé alltof beinn og það versta er að:

ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ STOPPA. Bara leyft að keyra á 100!

Hvernig er hægt að ferðast um landið ef bannað er að stoppa? Ef maður getur ekki bara stoppað sissona til að skoða áhugaverð kennileiti án þess að eiga á hættu að einhver hálfsofandi undir stýri negli á mann á 100? Hvernig skoðar maður landið ef einu stoppin eru Bónusbúllur og bensínstöðvar og pylsusjoppur?

Bara svona vangaveltur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Gunnarsson

Veit ekki hvort það er skynsamlegasta áhvörðun okkar samtíma að sleppa allri vegalagningu bara vegna þess að það er erfitt/hættulegt að stoppa hér og þar. Er ekki bara skynsamlegra að sett séu útskot til þess einmitt að gefa mönnum færi á að stoppa á 99% öruggum stað?

Bara svona vangaveltur. 

Rúnar Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir innlitið Ragg. Já já, það er ekki skynsamlegt að sleppa allri vegalagningu af því hættulegt er að stoppa. Annað sem velta má vöngum yfir er hvort ekki þurfi að setja í gang herferð fyrir bættri keyrslu á vegum landsins. Margir keyra of hratt og aðrir keyra af gáleysi. Enn aðrir keyra eins og jarðýtur af því þeir eru á stórum bílum og er alveg sama um aðra þangað til eitthvað skeður. Mér er meinilla við að keyra á Íslenskum vegum vegna hinna ökumannanna. Einn með treiler næstum búinn að ýta mér útaf. Aðrir á 90km/klst með vinstra dekkið sitt alveg á miðlínunni eða yfir í mótakrein þegar farið er framhjá.  Þetta er algengt. Ég man á yngri árum að þá voru þessir malarvegir um allt og það tíðkaðist aðstoppa bara einhvers staðar. Það var aðeins auðveldara að njóta landsins og skoða. Minna um formleg stopp, kannski þurfti maður að lesa sig meira til.

Ólafur Þórðarson, 20.3.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband