Nýju fötin keisarans. Íslenski fjármagnsmarkaðurinn og Danske Bank.

Það er nú aldeilis merki um brauðfætur ef allt sem þarf til er að danskur banki segi eitthvað og þá geti allt hrunið og farið fjandans til.

throwouthcandersenÞá er það nú ekki dönskum að kenna, heldur hvernig kerfið er upp sett. Spilling er aldrei góð ávísun upp á sólid framtíð. Svo er ekkert nýtt undir sólinni að nýja braskarakerfið er spilaborg byggð á erlendum fyrirmyndum, sem getur hrunið án mikils fyrirvara. Hefur skeð margoft áður um heim allann. Að það skuli ekki mega segja það er þá eins og í Sovét fyrrum, bannað að segja satt af því það gæti valdið vandræðum.  Ekki er nóg að benda á Danina, þó stundum hafi Danskir braskarar og einokarar gert Íslendingum illt í gegnum söguna. 

Það er mun gagnlegra að benda á vandamálið sjálft. 

Minni því af þessu tilefni á sögu hins ágæta Dana, Hans Christian Andersen: Keiserens nye Klæder. Hana er hægt að lesa hér að hluta til, fyrir þá sem áhuga hafa. Hún kennir okkur margt, þ.á.m. um afleiðingar sjálfsblekkingar, sjálfsdýrkunarsýki, þjónkunarsemi við valdhafa (les. valdhafa auðs) og um lygina ofl.

Gagnlegast er að sjá keisarann sem íslending, talsmann almennings, hinn raunverulega handhafa lýðræðisins.


mbl.is Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband