síma-saur, hvernig losna á við síma-saur.

Þegar síma-saur hringir, þá hef ég alltaf sömu taktíkina. Síma-saur er leiðinda gaur sem hringir utan úr bæ og býður eitthvað á frábærum kjörum og er leiðinda truflari og á ekkert erindi í að hringja í mig til að bjóða eitthvað sem ég bið ekki um að fyrra bragði.

throwoutsimasaurHér í USA eru síma-saurar skæðir og mér skilst að þeir séu hvimleitt vandamál líka á Íslandi þar sem auglýsingar eru GUÐ.

 

Ég er með lausn á þessu vandamáli. Það er svona:  

"Hello, Mr. Thordarson, I am calling from bla bla, and would like to offer you bla bla bla  bla bla bla  great bla bla bla  bla bla bla you´ll really enjoy,...  bla bla bla  bla bla bla  ...etc"

Viðbrögð: "Wow, how interesting, can you hold on just ONE second please?"

Svo legg ég símtólið framan við hátalarann og leyfi síma-saur að hlusta á íslensku gufuna þangað til ég heyri sóninn með að búið er að skella á. Þá fyrst set ég tólið aftur á símastæðið. Stundum líða 2 mínútur og núna áðan liðu 15 mínútur! Húrra, annað met!

Svona getur maður eytt tíma síma-saurs í vitleysu. Spreðið boðskapnum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha góður!  Það getur verið gaman að fíflast í þessum andskotum.

En...ég bendi þér á aðra frábæra lausn á þessu hvimleiða vandamáli - The National Do Not Call Registry https://www.donotcall.gov/    Síðan ég skráði númerið mitt þarna hefur svona símtölum fækkað um 95%

Róbert Björnsson, 21.2.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já við erum skráð í donotcall en það virðist ekki duga til að útiloka þessa kakkalakka frekar en kakkalakkagildrurnar sem lað'a að kakkalakkana. Hér hringja samt 1-3 á dag. Þeir fá allir þessa RÚV meðferð. Ekki það að RÚV eigi neitt slæmt skilið :-)

Einn svona saur hringdi í morgun og beið í nokkrar mínútur. Svo hringdi hann aftur af því hann hélt ég hefði svona voða áhuga. Hann er sá sem beið í 15 mínútur í seinna skiptið yfir íslenskri útvarpssögu.  

Ólafur Þórðarson, 21.2.2008 kl. 19:14

3 identicon

Það má líka leysa vind í símtólið

Eagle air (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Friður frá símanum, einmitt. Líka nauðsynlegt. Það eru dagar sem ég kveiki ekki á tölvunni af sömu ástæðu.

Eagle Air, ef þú fretar í símtólið er vonandi að ekki séu fleiri um símann! Þú verður sjálfur að taka afleiðingum gjörða þinna!

Ólafur Þórðarson, 3.3.2008 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband