Lyga-auglýsingadrasl Icelandair á mbl.is

Sá auglýsingu frá Icelandair. Traustvekjandi þjóðleg mynd eitthvað, með fána und alles áberandi. "Hátíðartilboð."

Svo þegar smellt er kemur í ljós að tímabilið sem um ræðir er brottför 5 Nóvember -19 Desember. Auglýst sem "Hátíðartilboð!" Bíðið nú við. Hátíðar hvað? Miðaverðin eru svo heldur ekkert $370 eins og fullyrt er, heldur allra lægsta á $650 og upp í $2000- á almennu farrými, á tímabilinu 03 des-17jan. Langt út fyrir "hátíðirnar." Skattur ekki einu sinni innifalinn og auglýsta verðið bara PLAT. 

Allt í plati, rassa-gati!

Hvernig stendur á því að starfsmenn/eigendur Icelandair eru að ljúga svona að lesendum Mbl.? Er það eðlilegt? Eða er í lagi að ljúga bara af því allir aðrir eru lygarar líka? Af hverju er ekki hægt að bara auglýsa verðin eins og þau eru? Af hverju er ekki bætt ofaná klósettpappírsgjaldi eigendanna, fyrst verið er að ljúga og ekki setja með skattinn sem augljóslega er greiddur nema í einhverjum undantekningum?

Þetta er klárlega svindl-auglýsing!

Það er í gangi meiriháttar siðferðishnignun á Íslandi. Þeim sem eru samdauna þessari hnignun finnst svona auglýsing auðvitað fullkomlega eðlileg. 

Þeir sem birta svona auglýsingar hljóta að vera með samskonar siðferðisgildi eða hvað? Ber Mbl.is ekki einhver skylda til að láta breyta auglýsingum eða fjarlægja þegar verið er að ljúga að lesendum?

Auglýsingin: "Íslendingar í Bandaríkjunum Njótið jólanna heima á Íslandi. Einstakt hátíðartilboð: Verð á mann frá $370- fram og til baka. Bókið hér!"

Eða er þetta spurning hvað hægt er lögfræðilega að snúa út úr með "Hvað meinum við með hátíð" og öðru slíku orðagjammi?? Kannski er hátíðin þegar máltíðin kemur á fyrsta farrými og rollufarrýminu?

Eða svona bull á við að "Stjarna við verð þýðir að lesa smáa letrið sem er löglegur samningur" og bla bla að "$370 var til einhvers staðar einhvern einn dag í miðjum nóvember í einn dag í miðjum Janúar og þar af leiðandi er þetta ekki lygi" þó lygin sé augljós venjulegu fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er alveg týpískt...

Það hlýtur nú að vera nóg framboð af ódýrari flugum frá NY til London eða Meginlandsins...taka svo IExpress, BA eða SAS uppá klakann....boycotta þetta einokunar-lið.  Verst að maður nennir ekki að leggja á sig aukinn ferðatíma og vesen, jafnvel þó maður sparaði einhverja dollara.

Vonandi að IE standi við stóru orðin og fari að fljúga á Ameríku sem fyrst svo það komi nú einhver smá (samráðs) samkeppni í þetta.

Róbert Björnsson, 11.11.2007 kl. 20:57

2 identicon

Hvað er verið að meina - röfla yfir að einhver nennir að fljúga frá skerinu til Ameríku! Um að gera að fljúga gegnum evrópu ef það er ódýrara - það er engin einokun á þessu öll íslensk flugfélög geta flogið til Ameríku!

Jói (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband