Nú? Af hverju fjarlægja möstrin? Tákn um mikilvægann kafla í sögu landsins.

rjupnahaedEf ég skil fréttina rétt, þá eiga söguleg möstur á Rjúpnahæð að víkja fyrir nýrri byggð.

Af hverju mega svona möstur, sem hafa verið kennileyti svæðisins áratugum saman, ekki bara vera kennileiti svæðisins? Eins og vindmyllur Hollands eru kennileyti þeirra svæða sem þær standa á, í dag lítt eða ónotaðar. Af hverju þarf alltaf að ryðja öllu í burtu af svæðum sem verið er að skipuleggja? Halda menn að þeir séu alltaf að bæta hlutina með nýju gerilsneyddu hverfi sem er alveg eins og allt hitt?

Já af hverju þurrka skipuleggjendur  út sögu svæða? Af hverju heitir t.d. hverfið ekki eitthvað sem snýst um þessi möstur og innviklar þau einfaldlega í byggðina? Það er varla mikið mál að girða þau af þar til viðunnandi notkun fæst. Gera smá útivistarsvæði umhverfis þau. Það kostar lítið og gæti verið afar áhugavert innlegg í úthverfin. Í það minnsta þá geta möstrin einfaldlega staðið sem minnisvarðar um liðna tíð. Íbúar væru án efa mjög áhugasamir um sögu þeirra og ánægðir að búa í hverfi með svona kennileiti, þetta eru jú töluverð mannvirki síns tíma og skammgóður vermir að sögu landsins sé fórnað á jarðýtuspaðanum. Er það eins og að búa til skó úr handritum?

Af verkfræðingum eru möstrin N.B. talin eitt af verkfræðitáknum Íslandssögunnar, sjá hér http://rafteikning.is/html_skjol/frodleikspistlar/utnefning_verkfraediafreka.htm

Hvað finndist afkomendum okkar annars um svona eyðileggingu? Vitið þér lesandi góður fyrir hvað möstrin voru notuð og hvernig þau tengjast sögu landsins? Það er áhugaverð saga og bara ansi mikilvæg.


mbl.is Ný not fyrir möstrin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband