Byssumenn, again!

Ég skil vel hvers vegna menn eru að skjóta alls kyns varg, eða skjóta sér til matar af nauðsyn. En af hverju skjóta varnarlaus dýr?  Á thað að vera gaman? Flestir af þessum byssumönnum borða allt of mikið hvort eð er. Það er ekki eins og þeir þurfi á þessu að halda nema af einhverri drápsfýsn.

Pouty


mbl.is Önd lifði byssuskot og tveggja daga dvöl í ísskáp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ónei ekki meða vesalings litlu dýrinn í náttúrunni. þau eru svo sæt og varnarlaus. hugsið bara öll um aumingja Bamba litla sem missti mömmu sína. "sniff" 

Frekar að kaupa matinn út úr búð, því þar er maturinn ekki kominn af vesalings sætu dýrunum.  

Nei svona án gríns.  Það að veiða sér til matar er mun mannlegra heldur en að vera éta einhvern pakka mat þar sem á skiptist næring 25%, uppfyllingar efni 25% og rotvarnarefni 50%. Veiðimennska er það næsta sem við komust frummynd okkar sjálfra. næst því sem við komust forfeðrum okkar sem reikuðu um sléttur afríku. 

Síðan er það líka mjög heilsusamlegt að fara í veiðferð því mikið og langt er gengið í þeim og hægt er að njóta náttúrunnar um leið og maður nýtir hana.

Enn fyrir þá sem ekki vilja þá er náttúrulega alltaf hægt að sytja inni í steypukössum í ryk og mengunarskýi og háma í sig rotvarnarefni og lifa glaður. 

Fannsi (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bambi, Ha ha. Góður þessi, Fannsí. En hvort dýrin séu sæt, það er ekki orð sem ég nota sjálfur. (Þú mátt það alveg mín vegna) en allavega eru dýrin frekar varnarlaus miðað við byssumenn og vilja örugglega sleppa við að vera drepin áður en þeirra tími kemur.

Í okkar stóru þurftarmiklu samfélögum telur maður eðlilegt að fólk nærist sem mest á alidýrum og ræktuðum mat. Þetta gerir þú örugglega líka að mestu leyti, að fara í skytterí er svona bónus. Sem þýðir að þú elur þig að mestu einmitt ekki á villibráð. Hvort þú komist sem næst frummyndinni er bara ágætis hugmynd en vonandi eru ekki of margir í sömu pælingum.

En varðandi rotvarnarefnin, rykugu steypukassana og heilsusamlega útiveru, þá eru þetta aðskildir hlutir frá því að skjóta dýr. Kannski skjóta sumir svona saklaus dýr einmitt af því þeir eru reiðir og lokaðir inni í rykugum steinkössum, gæti verið, en sannarlega er útivera holl og góð, og reyndar betri ef byssan er skilin eftir heima. Útiveran er best ef farið er reglulega út að hlaupa 3-4x í viku. Ég hef líka meiri ánægju og tel eðlilegra að fara upp á fjöll og í afskekkta dali og sjá lifandi dýr, held það sé svoldið weird mentalitet að vilja sjá sömu lifandi dýr dauð. Geturðu ekki bara dröslast í staðinn með tré upp á fjöll og svo heimsótt það við og við? Það ætti að veita meiri ánægju að sjá hvernig eitthvað dafnar. Þá eru líka betri líkur á að þú sjáir fleiri fugla fyrst þú kálaðir ekki 1-5 í hverri fjallaferð sem þú fórst í áður.

Man alltaf eftir frétt um hvítann lunda í Vestmannaeyjum. Í staðinn fyrir að leyfa honum að fjölga sér (og auka líkurnar á öðrum hvítum lunda) þá var honum kálað med det samme, sjálfu náttúrufyrirbærinu. Kannski var það til að þóknast "okkar frummynd" en allavega fannst mér það svoldið út í hött. Af hverju ekki bara skjóta hann með Canon eða Pentax?

Ólafur Þórðarson, 22.1.2007 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband