Tugþúsundir Íslendinga í valinn

Það er sannarlega staðreynd að sígarettureykingar hafa dregið til dauða tugþúsunda Íslendinga.

Þessi dauðdagi er margbrotinn og skelfileg upplifun. Það eru ótrúlega margir reykingarmenn sem ég þekkti. Og eru komnir í kalda gröf. 

Sem betur fer er reynt að taka á þessu og mín vegna mætti endurskoða hvernig staðið er að innflutningi sígaretta, eða athuga frekari hömlur á sölu þeirra. 

Svo eru líka hagsmunasamtök braskara í bjór- og öðrum áfengisiðnaði sem hafa sterk ítök í þjóðlífi vesturlanda og áhrif á löggjafann í gegnum peningavaldið. Þessi iðnaður notar frjálshyggjunöttarana sér til framdráttar.

En hvort þá sé ástæða til að fegra ýmsa ólöglega vímugjafa? Ætli það. Ef eins mikið væri reykt af hassi eða maríjuhana eins og gert er í miðborg Reykjavíkur með áfengi, þá held ég að almennur trassaskapur myndi snaraukast. 

Þar fyrir utan mæli ég með að menn séu edrú, andi að sér hreinu lofti, drekki mikið hreint vatn og læri að haga sér eins og fífl án þess að þurfa að smakka vímuefni. 


mbl.is Rekinn eftir að segja áfengi skaðlegra en önnur vímuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tugþúsundir já.....hahaha veffari hvað ertu að bulla sígarettureykur dregið mörg tugi þúsund íslendinga til dauða!! Fullt af læknum hafa sagt að þetta drama um að halda börnum sínum fjarri sígarettureik sé bara bull og hann sé ekkert skaðlegur kom einnig fram í penn & teller. Og þvílík heimska í ykkur að segja að E-töflur séu ekki hættulegri en sígarettur!! Það hafa manneskjur dáið við að fá sér bara eina e-töflu!! Og fullt af fólki hefur haldið að það hafi oxið vængir og geti flogið og hoppað af þaki útaf LSD!! Sígarettur stitta venjulega líf um 7 ár en t.d. stress stittir líf vengjulega um 10 ár!!!

Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bíddu nú við, mættirðu þá reikna (10-7=3) að sígarettureykingar dragi úr stressi og þ.a.l. sé ávinningurinn 3 ár ef stressaðir menn reykja?

Nei Bjarni megabrein, þú ert á villugötum. Ævin styttist nær 14 árum að meðaltali við það að reykja. Í Bandaríkjunum einum saman er um HÁLF MILLJÓN manns sem látast ÁRLEGA af völdum sígarettureykinga. 

Reykingamenn eru t.d. með 22% líkur á lungnakrabba, veiki þar sem þú hættir að geta andað. Hjá þeim sem ekki reykja eru líkurnar um 1%.

En það eru eki bara lungun, heldur hjarta og æðakerfið sem feila og vitað mál að 2/3 þeirra sem reykja fá sjúkdóma vegna reykinganna. 

Þín vegna vona ég að þú sért ekki reykingarmaður að réttlæta slæmann ávana. Því þá ertu á leiðinni með að skapa þér veröld sem þú vilt ekki. 

 -

Að lokum mælist ég til að mbl.is hætti þessu blikkauglýsinga sorpi svo hægt sé að lesa greinarnar. 

Ólafur Þórðarson, 30.10.2009 kl. 21:42

3 identicon

En samt hvaða rugl er þetta hjá þér að tugþúsundir íslendinga hafa dáið af völdum sígarettureyks? hvar fékkstu þær upplýsingar?

Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:06

4 identicon

Ég er allavegann með heimildir hér frá traustveggjandi síðu um að reykingarmenn lifi að meðaltali 7,8 árum styttra en fólk sem reykir ekki. Hvar hefur þú heimildir um að tugþúsundir Íslendinga hafi dáið útaf sígarettureyk?

http://www.smokersonly.org/research/How_long.html

Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ha ha, já þú meinar. Smokers only. Er það klúbburinn hans Humphrey Bogart?

Ólafur Þórðarson, 30.10.2009 kl. 23:19

6 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hvernig færðu það út að trassaskapur myndi almennt aukast ef jafnmikið væri reykt af marijúana og drukkið er af áfengi í miðbænum?

Þó reykingar landans séu líklega ekki alveg á sama mælikvarða þá kæmi þér á óvart hversu miklar þær eru og ólíklegasta fólk reykir. Það er náttúrulega ekki að auglýsa það, enda færi það ekki vel með samfélagsstöðu margra. Fólk sem reykir kannabis um helgar myndi, ef eitthvað er, mæta duglegra en fólkið sem drakk frá sér helgina í vinnu á mánudegi. Engar áreiðanlegar heimildir til fyrir því að kannabis sljóvgi fólk lengur en þann tíma sem það er undir áhrifum. Í mesta lagi færðu persónulega reynslu manneskju sem er ekki áreiðanlegt shit. Ég hugsaði svona um einn félaga minn þartil ég mundi að hann var alveg nákvæmlega eins áður en hann byrjaði að drekka áfengi, áður en hann byrjaði að reykja sígarettur og áður en hann byrjaði að reykja kannabis. Það eina sem mögulega breyttist var slangrið.

Leifur Finnbogason, 31.10.2009 kl. 00:04

7 identicon

Bara benda þér á það Bjarni að Penn & Teller hafa gefið út opinbera yfirlýsingu varðandi það að þær rannsóknir sem þeir höfðu í höndunum um óbeinar reykingar hafi verið úreltar. Þeir standa við það að það sé staðareigandans að setja reykingarbann en viðurkenna þú að óbeinar reykingar séu hættulegar.

Bara benda þér á það Bjarni að Penn & Teller hafa gefið út opinbera yfirlýsingu varðandi það að þær rannsóknir sem þeir höfðu í höndunum um óbeinar reykingar hafi verið úreltar. Þeir standa við það að það sé staðareigandans að setja reykingarbann en viðurkenna þú að óbeinar reykingar séu hættulegar.

http://www.youtube.com/watch?v=nrub3dt7R5U&feature=PlayList&p=E258B50534DF66DE&playnext=1&playnext_from=PL&index=1 

Vilhjálmur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband