Hvort kemur á undan, eggið eða hænan?

Frétt segir að tengsl hafi fundist á milli þunglyndis og unninna/ferskra matvæla.

Snúum þessu aðeins á haus. 

Hefur einhver spáð í hvort þunglyndir séu einfaldlega líklegri til að borða unnin matvæli?

Til dæmis; getur verið að þunglyndir njóti síður matargerðar og leiti því skyndilausna?

Hvort kemur á undan, eggið eða hænan?  Og eru áhrifin af ferskum mat svona afgerandi?

Ég er ekki að draga úr gildi ferskra matvæla, heldur setja spurningamerki við hvort rannsóknin sé svona afgerandi eins og gefið er í skyn.
mbl.is Tengsl á milli þunglyndis og unninna matvæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning.  Ég veit til þess að þunglyndir leiti í einhæfan skyndibitan sem aftur á móti "viðheldur" þunglyndinu.  Sem sagt vítahringur.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 20:12

2 identicon

Man eftir að hafa einhvern tímann á seinustu öld , horft á sjónvarpsþátt, hvar í fram kom að breskir miðaldra opinberir starfsmenn, væri sá þjóðfélagshópur þar í landi, sem  hefði hæsta og stöðugasta hlutfallega innihald af  Kortíson í blóðinu, en það efni er mikill streituvaldur ef hlutfall þess er stöðugt, sumsé þetta er ekki gott úrtak í svona rannsókn eða hvað ?

Bjössi (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:18

3 identicon

Var einmitt að hugsa það sama. Þeir sem eru þunglyndir hættir frekar til að leita sér huggunar í mat og þá ekki hollum mat.

Tóti (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Það ætti allavega ekki að saka að gúffa í sig hollustu ferskmeti ef maður sé þungur fyrir. Því það ásamt hreyfingu er þekkt fyrir að slá á einkennin burtséð frá því hvað kom fyrst. Ætli þetta vinni ekki bara allt saman.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 5.11.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband