"Hér kemur hvönnin! Forðið börnunum!"

Flott mynd með fréttinni.

Ég fæ nú ekki skilið hvernig hvönn getur "ógnað" þegar um þvera og endilanga borgina eru hraðbrautarvitleysur frá tímum með löngu liðnum forsendum borgarskipulags og tilgangslausum "grænum" einskins manns túnum sem slegin eru án íhugunar. Hvönn hef ég einungis séð sem prýði á umhverfinu og einstaklega ánægjulegt að koma á stað þar sem fyrir er mikið af henni.

Miðað við lýsingarnar dettur manni í huga gömlu Japönsku skrímslamyndirnar, þar sem gígantískar plöntur fara um og éta menn með húð og hár með ásetning sem skrímslum einum er lagið. "Hér kemur hvönnin! Forðið börnunum!" Nei hvönnin er ein af mínum uppáhalds plöntum. Hún er meira prýði en steinsteypan og malbikið sem hefur eyðilagt svæðið sem höfuðborgin nú situr á. Hvernig væri að forgangsraða?

Og manni dettur annað í hug, að ef eitthvað fær á annað borð að dafna, þá hlaupa menn upp til handa og fóta og slátra því. Kannski ekki skrýtið að auðnirnar þrífist. 


mbl.is Risahvönn ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það þarf að forða börnunum - það eru ekki margir sem þekkja muninn á okkar íslensku ætihvönn og risahvönnini en sú síðarnefnda er getur verið hættuleg sbr þetta: en þetta vantar alveg í fréttina.

"Náttúrustofa Vesturlands varar hins vegar eindregið gegn því að plantan sé höfð í görðum, sérstaklega þar sem börn gætu komist í snertingu við hana. Safi úr plöntunni er einstaklega ertandi og komist hann í snertingu við húð geta myndast mjög slæm blöðrukennd útbrot, sem versna enn ef sólarljós skín á húðina með safanum á. Útbrotin líkjast brunasárum bæði í útliti og tilfinningu. Berist safi úr plöntunni á húð skal tafarlaust þvo hana, helst með sápu. Safinn drepur húðfrumur og í sumum tilfellum einnig undirliggjandi vefi og geta sár því verið allt að 6 mánuði að gróa og ljót ör myndast. Ör eftir safann geta verið bláleit í nokkur ár eftir að útbrotin hafa gróið. Berist safinn í augu getur hann valdið tímabundinni eða varanlegri blindu.

 Það má útrýma henni allri fyrir mér.  

Lauga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:49

2 identicon

Það er mikill munur á venjulegri íslenskri hvönn og risahvönn. Svona álíka og á venjulegum íslending og útrásarvíkingi.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þú meinar, Lauga. Þetta breytir öllu.Takk fyrir það!

Ólafur Þórðarson, 11.9.2009 kl. 10:13

4 identicon


Af því að ég er nokkuð tengd garðyrkju þá veit ég af þessu. En ætli Hrafn Gunnlaugs viti nokkuð af því hvað þessi planta er hættuleg. Þessi planta er orðin algjör plága í nágrannalöndunum og n.b hún er influtt. 

Fréttin er í einhverjum kabbójastíl milli Hrafns og borgarinnar en ekkert um af hverju risahvönnin er ógn,  -svei mbl ,

Lauga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já sko til, nú dugar þá ekkert minna en gúmmíhanskar fram úr ermum og að skera þetta niður og eitra rótina ef með þarf. Ætti nú ekki að vera of mikið mál fyrir duglegt garðyrkjufólk. Og ef fólki er kynntur munurinn á þessum plöntum.

Ólafur Þórðarson, 11.9.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband