Meðvirknin í algleymingi

Stiglitz er varla kunnug öll sú umræða á Íslandi sem hefur fengið að ráða ferðinni sl. áratug, þar sem braskaravæðingin hefur verið talin GUÐ og ríkið alltaf slæmt.En hann myndi vita hvaðan hún er upprunnin; Chicago/Texas.

"Rekstur er alltaf betri hjá einkareknu."

"Ríkið er ófært um að gera nokkurn skapaðan hlut."

"Álver, rollubúskapur og fiskveiðar eru óþarfi því bankarnir skila svo miklu."

O.s.frv. voru frasar í öfgafréttum þar sem gangsterar fengu að ráða ferðinni. Jafnvel ágætar forsíður Moggans breyttust í að vera trompett fyrir fyrirtækjaáróður braskara sem voru á endanum bara að persónulega hagnast á að naga niður og veðsetja í topp rótgróin fyrirtæki. 

Umræðan hefur verið svona svart-hvít og við skulum bara gera ráð fyrir því að almennt verði hún áfram í sauðalitunum. Hæst í henni fóru Hannes Hólmstein og aðrir stuttbuxnadrengir af ýmsum gerðum. Þeir eru framvarðarsveitir þess að vilja ekki sjá að margt fólk er þjófótt, lýgur og beitir allskonar brögðum til að komast fram úr þér. Sem kolfellir einfeldinga "kenningar" Friedman og Hazlit ofl. akademískra jólasveina.

Mér þykir tími til kominn að hætta að gefa þessum nýfrjálshygjumönnum míkrófóninn og taka frekar viðtöl við pípara og verkafólk sem hefur ábyggilega mun gáfulegra að segja en það fólk sem hefur fengið misvitra menntun undir formerkjum Friedmanismans.


mbl.is Þeir eyðilögðu kapítalismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála!

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband