OECD-einkavæðingarrusls-sinnar

Held að málið sé að brosa til þessara OECD-ráðgjafa sem fæstir hafa einu sinni komið til Íslands, nema kannski á snobb hótelum í Reykjavík, hvað þá dvalið hér til að kynnast landinu. Hvernig í ósköpunum eiga svona krabbar að vita hvað eigi að laga? Að draga úr menntakerfinu? Jesús minn almáttugur. Vonandi byrja þeir á eigin börnum, svona til að sanna mál sitt.

Að taka svona stofnanir alvarlega er alvarlegt mál. Til dæmis það að stytta nám og innheimta skólagjöld í háskólann er hrein afturför og dæmigert einkavæðingarþvaður. Það sem hefur verið gott við Ísland er að landið hefur til margra áratuga haft þokkalegt opinbert kerfi sem alið hefur nokkrar kynslóðir sem hafa almennt haft það sæmilegt þó alltaf megi eitthvað snurfusa til.

En ráð frá erlendum stofnanapöddum eru varasöm ráð, þó hlusta megi á þau til gamans. Vil enn og aftur mina á að ráð frá Milton Friedmanistum eru stórhættulegur áróður og ber að taka með afgerandi fyrirvörum. Enda leynir árangurinn sér ekki af að breiða út þeóríur hans, landið á hvínandi kúpunni og atvinnu- og framkvæmdaleysi blasir framundan. Hann er vinsæll hjá svona erlendum ráðgjöfum.

 Nei, lausnirnar leynast innan landssteinanna. Ekki hjá erlendum möppudýrum.


mbl.is Ábendingar snúast um pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband