Nútímamaðurinn drap Neanderthal. Eða...

Varðandi fréttina, af hverju ætti "nútímamaðurinn" að hafa haft vopn en ekki Neanderthalsmaður? Það er ekkert sem segir okkur að Neanderthalsmaður hafi ekki veitt honum áverkann.

Það er algeng viska innan vísindafréttamennsku að halda fram að ekki-menn séu heimsk dýr sem skilja ekkert.  Svona eins og strákarnir í næstu botnlangagötu eru villingar og snaróðir sjoppuhangsarar sem reykja njóla. Margir þeirra sem hafa umgengist dýr vita þó að dýr búa yfir grunneiginleikum sem í sjálfu sér eru ekkert öðruvísi en flest fólk.

Það er svo ekki einfalt að sýna fram á að Neanderthalsmaður hafi getað eða ekki getað valdið vopni?

Sá frétt á BBC sem fjallaði um að það væri möguleiki að sum dýr geti hugsað. Ég meina, stundum er þessi umræða svolítið fáránleg. Ég hef t.a.m. átt páfagauka sem greinilega hugsa skýrt, eru öfundsjúkir, væmnir, reiðir og með húmor. Og búa til eigin orð sem þeir þverneita að gefa upp af því þeim finnst þeir vera svo sniðugir. Auðvitað hugsa þeir, þó kannski sé það ekki alveg eins mekanískt og sumir nördar. 

Tíkin okkar Trýna er alltaf að finna upp á nýrri leið til að segja mér að hún þurfi út á klósettið og það strax. Hún er 14 ára og einstaklega fær að tala með augunum.

Þetta eru jú bara vangaveltur, enda ég ekki alveg eins mikill nútímamaður eins og sumir meira vísindaþenkjandi.


mbl.is Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísindastofnanir þurfa að gefa frá sér yfirlísingar, til að halda styrkveitingum milli ára. Það kemur mikið meira "bullshitt" frá þessum stofnunum en almenningur gerir sér grein fyrir.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Nei, það er ekki sagt beinum orðum að 100% vissa sé fyrir því að Homo Sapiens hafi orðið þessum Homo Neanderthal að bana, einungis það að engar sönnur séu fyrir því að Neanderthalar hafi notað kastvopn, en þessi ákveðni einstaklingur ku hafa látist að völdum slíks.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.7.2009 kl. 21:08

3 identicon

neathelsmaðurinn er grunnurinn að ævintýrunum um tröllin tel að það sem er kallað tröll í ævintírum séu neathelsmenn

bpm (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

http://www.youtube.com/watch?gl=GB&hl=en-GB&v=zIrgZqm693g

Axel Þór Kolbeinsson, 24.7.2009 kl. 08:58

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er hrein og klár sögufölsun að halda því fram að N-maðurinn hafi fallið fyrir kastvopni. Ég hef það fyrir satt að nútímamaðurinn (ég held að það hafi verið Gamli-Nói) hafi lagt til hans með rýtingi af stuttu færi.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 02:10

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það skrýtna er að halda að nútímamaðurinn (við) höfum kálað gamla Neanderthal. Það má vel vera, en er getgáta. Enn meiri getgáta að halda að þessi eini Neanderthal hafi verið veginn af nútímamanni en ekki öðrum neanderthal eða lent í slysi eða eitthvað annað. Hver veit. En ef nútímamaðurinn kálaði honum þá erum við einhvern veginn betri. Sem ég efast um. En það er þetta hugarfar sem mér finnst áhugavert.

Ólafur Þórðarson, 25.7.2009 kl. 02:35

7 Smámynd: el-Toro

fyrir mér liggur dauði nenanderdalsmansins í mörgum hlutum.  ekki einum hluti eins og virðist vera markmið þessarra frétta.  hér eru nokkur atriði sem þarf að taka til skoðunar ef menn eiga að geta velt fyrir sér með rökhugsun af hverju neandedalsmaðurinn dó út:

* það hefur verið sagt um neanderdalsmannin að hann hafi átt mjög erfitt með að aðlaga sig að nýjum hlutum.  hann átti erfitt með að þróa sig áfram, lifði á sömu þekkingu og hann hafði alist upp við fyrir mörg þúsund árum.  neanderdalsmaðurinn hélt sig mjög á sömu slóðum allt sitt gullaldar skeið.  en neiddist til að færa sig um set er homo sapien urðu meira ráðandi afl á þeirra veiðilendum.  sumir hafa gert að því skónum að þeir hafi ekki ráðið við breitt landslag sem hafi kallað á breitta hugsun og aðlögun að nýjum veiðilendum, nýrri veðrátti og breitingum á vopnum.  sérstaklega til að verja sig með.

* neanderdalsmaðurinn hefur verið sagður hafa tíu þumalfingra sökum getunnar til að búa til hluti miðað við homo sapien.  einnig hefur það verið sagt að hauskúpa neanderdalsmansins hafi verið mun sterkari en homo sapien.  en heilin hafi verið minni, auk þess sem notkunin á heilanum hafi verið hlutfallslega minni heldur en í okkur.  við erum í dag sögð nota 5-7 prósent af heilanum okkar.  nenanderdalsmaðurinn hefur því notað eitthvað minna af sínum heila.

*   margir vísindamenn halda því fram að neanderdalsmaðurinn hafi blandast að einhverju leiti saman við homo sapien.  ef þú lesandi sérð hjólbeinóttan mann á gangi er það arfleið frá neanderdalsmanninum.  og einnig ef þú hefur ákveðið bil milli stórutáar og þeirra sem næst koma, þá hefurðu það frá neanderdalsmanninum.  blöndun milli okkar og þeirra hefur mjög svo líklega gerst að einhverju leiti.  aðalspurningin er hinsvegar hversu mikil.

*   fyrir mér liggur það ljóst fyrir að orsök falls neaderdalsmansins felst ekki í einu atriði.  heldur fellst hún í röð atburða hér að ofan ásamt fleiri atburða sem mér er ekki kunnugt um.  svo er það vísindamannana að spá í hversu mikið af hinu og þessu atriði gerðist.

el-Toro, 26.7.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1921

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband