36 milljarðar á ári í endurgreiðslu bara á vöxtum

Er það rétt reiknað hjá mér?

5.5% af 650 milljörðum

Svona sirka eitt tónlistarhús á ári, bara í vexti, svo eftir 7 ár miklu meira. 

Svo eru menn enn að tala um að einkavæða bankana aftur. 


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Bankarnir skuldbundu ekki þjóðina í gegnum Icesave, það voru pólitíkusar sem settu lög og létu svo Breta kúga sig til hlýðni.

Innistæðueigendur hafa enga ábyrgð á sínum innistæðum umfram lágmarkstryggingu upp á 20þ evrur, þangað til tryggingasjóður innistæða klárast, þá hafa þeir enga kröfu á frekari aðila.

Þangað til Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn (og nú VG) ákváðu að skuldbinda skattgreiðendur með lögum í byrjun október 2008 og þá væntanlega til að halda Bretum góðum svo þeir vinni ekki gegn okkur í ESB umsókn.

36 milljarðar á ári næstu 7 árin er verðmiðinn fyrir aðgang að samningaborði ESB.   

Liberal, 5.6.2009 kl. 14:07

2 identicon

Hvar ætla þeir að finna þessa milljarða??

Georg O. Well (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:11

3 identicon

Þetta er nátturlega allveg fáránlegt tilboð, 5.5% er alltöf há upphæð, fyrir 650miljardir.

Get ekki trúað því að þetta verður samþykkt.

Finnst að þeir ættu aðeins að kanna betur hvort ísland er skilt að borga þetta. Ekki eins og við höfum mikið að tapa að láta reyna á það,  GBrown er þegar búinn að fukka upp samskiptunum við Ísland, og ekki bara ísland heldur sínu eigin landi líka.

Sigurdur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

36 milljarðar á ári... sjáum til... 650/16=40 ár

Eftir 7 ár getum við reiknað með að upphæðin fari í 52 milljarða.

Þetta er jafngilt einni Kárahnjúkavirkjun - - - annað hvert ár - - - í 40 ár!

Svakalegt. 20 Kárahnjúkavirkjanir! Hvernig gat landinn komist í þessa stöðu?

Leiðréttið útreikninginn ef eithvað er vitlaust hjá mér.

Stóri gallinn er ef valdatafl erlendra alþjóðabraskara er að knýja fram erlent eignarhald á undirstöðu atvinnuvegunum. Þá er fokið í öll skjól. 

Ólafur Þórðarson, 5.6.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sökin liggur í trúarbrögðum hvers nafn er bendlað við gangsterborgina Chicago. Chicago skólinn með braskara-trúboðann Milton Friedman, Hazlitt ofl. og þeirra fylgifiskum Hannesi Hólm ofl. eru saman séð grunnur vandamálanna. Margir eru í afneitun og Samfylkingin t.á.m. er klárlega á þessari bylgjulengd utan úr löndum, landsmönnum til langvarandi ama. Ekki bætir úr skák að þessi villufræði hefur verið kennd í viðskipta og hagfræðiskólum um áratuga skeið sem þýðir áframhaldandi trúboð. Maður mæti halda að forsendurnar séu svipaðar og í þróunarkenningarkennslu í Kansas.

Svo það eru ekki bara Dabbi &Co. sem boðuðu framtíðarfrelsi til handa eymingjum jafnt sem dugnaðarmönnum, einhvers staðar fengu þeir lyfseðilinn fyrir dópinu.

Afraksturinn er ófrelsi vegna óhófs og reglugerðarniðurrifs.

Ólafur Þórðarson, 5.6.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband