Þegar skynsemin bregst er alltaf hægt að beita persónulegum aðfinnslum.

Það gengur auðvitað ekki að verið sé að atast í persónulegum líkamsmálum manns sem hefur oft verið mun lógískari en svo margir af þeim sem vilja fá að ráða. Tökum sem dæmi þá "skynsamari" sem vildu flugvöllinn burt. Ég held nefnilega að bakvið grímurnar sé oft annar heimur þar sem peningasýki, valdasýki og stjórnunarfíkn. Ekki vegna almenningsheilla eða af því húmorinn í skaupinu sé einlægur og hlutlaus.

Pælið augnablik í því ef Vatnsmýrin væri eitt drullusvað í dag, minnisvarði braskaratímabils með ókláruðum byggingum og draugahverfi um ókomna framtíð. Það væri þá glæsilegt að nota óhagkvæmnina við að þurfa að keyra til Keflavíkur í annars stutt innanlandsflug vegna skilningsleysis meðhlægjenda og gróðafíkla. Já það væri aldeilis svoldið klikkað.

Pælið í ef skuggahverfið með ljótu háhýsunum hefði fengið að færast alveg upp að og upp fyrir Laugaveg. Það hefði átt sér stað eyðilegging menningarverðmæta sem væri verri en að brenna bókasafn á áramótabrennu. Nei það er ekki virðing fyrir sögu landsins sem drífur menn í að rífa gömlu "kofana" heldur er það verknaður þeirra sem vilja ekki sjá eða geta ekki séð mikilvægi byggðasögu Íslands.

Hér í er falinn munurinn á Ólafi nafna mínum og svo "hinum."

Ég held að flestir í dag sjái loksins þvílíkt froðusnakk "verðmætin í Vatnsmýri" var.  Dæmigert bólu-bull sem ekki gekk upp frekar en píramídafjárfestingar ákveðinna hringa sem bjuggu til eigin verðmæti með hókus pókus bókhalds- og viðskiptatrixum. Þetta eru fletir á sama vandamálaforminu. Meðvirknin slík að átti að stífla Skerjafjörðinn fyrir "verðmætt byggingarland." Svoldið klikkað, já. Óneitanlega.

Þeiir sem voru hvað harðastir í að agitera fyrir flutningi vallar 50 km út fyrir borgina hafa fengið sig dæmda svoldið ógilda með tímanum. Við skulum ekki segja nein nöfn, enda er Dagsatt að þeir og þær eru viðkvæmar sálir líka þó þeir séu einhvers staðar í LA-LA landi eða úti að aka.


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er nú enn á að við höfum ekki efni á að reka svona marga flugvelli enda bara 300 þúsund manna þjóð. Sé ekki að það hafi neitt breytst.

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 03:56

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Héðinn, já já, sjálfsagt ekki. En grunnkostnaður er mikill í byggingu slíkra samgöngubóta. Nú eru til staðar tveir flugvellir og ekki ókeypis að leggja annan af. Eins og með lestarstöðvar er hagkvæmast að hafa samgöngumiðstöðvar sem næst miðju. Ferðakostnaður og byggingarkostnaður innanlandsflugstöðvar á Keflavíkurvelli eru ekki eitthvað sem þjóðfélagið hefur efni á. Best er þegar til lengri tíma er litið að stefna að millilandaflugi í vatnsmýrina. Þannig sparast mikill tími og peningar í ferðakostnað.

Ólafur Þórðarson, 8.5.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.5.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ekki er það nú löng ferð að taka flug í keflavík. Þú ert 25 mínútur að keira frá Hafnarfyrði. Og frá Hafnarfyrði til Reykjavíkur flugvallar ertu um 20 mínútur. Eins og alltaf fara hlutirnir eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er.

En við þurfum að skilja eftir eitthverstaðar óbyggt land þar sem komandi kinslóðir geti sett niður komandi tækni í samgöngum og öðru.

Kveðja M

Matthildur Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæl Matthildur, satt er það að Hafnfirðingar þurfa ekki að keyra eins langt. En ekki dugar að taka bara "besta tilfellið".

Við verðum líka að spyrja okkur hvað tekur einhvern úr Mosfellsbæ að fara þessa leið eða frá Seltjarnarnesi. Það er líklega um eða yfir klukkustund, önnur leið. Tvær klukkustundir eða meira í ferðina. Það er slatti bensín og fram og til baka flugferðatími hvert á land sem er.

Tökum annað dæmi:

Ég hef sjálfur prófað að taka rútu frá Keflavík niður á BSÍ og svo leigubíl þaðan upp í Kringlu-hverfi og það var 1,5 klst frá því ég kom út úr flugstöð þar til ég var kominn á leiðarenda.  Eftir rútunni beið ég svoldinn tíma og eftir leigubíl beið ég heillengi, snemma morguns, í skítakulda með smábarn.  Þetta er fræðilega mögulegt á klukkustund eða svo. 

Hitt er líka staðreynd að fáir flugvellir í heiminum eru eins langt frá miðjupunkti og Keflavík er frá Reykjavík, um 50km. Bara ein flugvél er með hundruðum farþega og margfaldaðu svo ferðatímann sem fer í þá vitleysu að keyra Keflavíkurveginn, stóra kostnaðarsama slysagildru Íslands.

Ólafur Þórðarson, 13.5.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband