Ruglustrumpar á erlendum æsifréttamiðlum teknir alvarlega?

Hvernig í ósköpunum er hægt að bera saman grísaflensu og spænsku veikina? Jú jú það er í lagi að bera saman en í samanburði verða menn að sjá hvor eitthvað sé sameiginlegt. Og þó hægt sé að finna eitthvað eru hér gerólíkir hlutir á ferð. Spænska veikin var mannlegur harmleikur á stærðargráðu sem erfitt er að skilja fyrir ofverndaða iPod-kynslóð. Grísapestin hefur ekki einu sinni þróast í neitt í samanburði við venjulegar flensur sem árlega draga til dauða tugþúsundir bara í Bandaríkjunum einum saman. 

Það er ljóst að svínapestin er fréttaæsingur þar sem almenningshræðslu og frétt þarf að fylgja ákveðin ábyrgð. Manni er spurn hvers vegna verið er að hræða fólk? Er verið að gera eitthvað annað á bakvið tjöldin og fela það með svona ruglustrumpafréttum? Eða er þetta taugaveiklun á samfélags-stærðargráðu? Egyptar farga öllum svínum í landinu, greinilega alþjóðleg klikkun í gangi sem á ekkert skylt við raunveruleikann frekar en stór hluti af því rusli sem er ausið yfir fólk úr sjónvarpsrásum og auglýsingasorpi. 

Ég er enn á því að svona fréttir eigi að fara töluvert í gegnum landlækni, sem á að getað skilið hysmið frá kjarnanum. Fólk á Íslandi má nú reyna að vera betur meðvitað um hvað er í gangi og fá upplýsingarnar frá fagfólki frekar en copypeisturum og meðvirkum þýðingarvélum.


mbl.is Svínaflensan borin saman við spænsku veikina 1918
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spænska veikin var inflúenza, svínaveikin er inflúenza, þessir sjúkdómar eru tengdir. Þessir vírusar eru báðir subtypes af h1n1. Svínainflúensan sýkist á milli manna auðveldlega eins og spænska veikin gerði.

Ég er orðinn þreyttur á þessu endalausu væli í moggabloggurum, þetta stingur í augun að lesa alltaf eitthvað svona væl hliðina á fréttum.

Andri Ólafsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

The World Health Organization announced an increase in the number of confirmed cases of swine flu on Saturday, but said there was no evidence of sustained spread in communities outside North America, which would fit the definition of a pandem. New York Times í dag.

Að bera saman spönsku veikina og grísaveikina sýnir að spænska veikin leiddi til dauða 20-100 milljón manns. Hér er lítill samanburður:

Mexican authorities said that there are 358 confirmed cases of infection, and tests are continuing to determine whether recent deaths due to respiratory ailments are attributable to the flu. The only death outside of Mexico has been a 22-month-old Mexican boy who died in Texas.

 The large number of deaths in Mexico may be in part due to the the eclectic approach to health care in the country, where large numbers of people self-prescribe antibiotics, take only homeopathic medicine, or seek out mysterious vitamin injections. NYTApril 30, 2009

Við getum því vel sagt að hættan er stórlega ýkt!

Ólafur Þórðarson, 3.5.2009 kl. 17:10

3 identicon

Ég nenni ekki einu sinni að opna augun fyrir svona fréttir; tek ekki mark á þessu kjaftæði - og tek ekki mark á því, fyrr en ég finn það á eigin skinni. Ef það er of seint þá, so be it...

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: smg

Já þeir ættu frekar að eltast bara við hana Strympu heldur en að standa í svona rugli.

Ps, Þú ættir kannski að fara updeita myndina þína af Manhattan.

smg, 3.5.2009 kl. 23:38

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þessa með turnunum... sjáum til.  Eða eru þeir enn á sínum stað   ; - )

Ólafur Þórðarson, 4.5.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband