Þorlákshöfn og Selfoss líka

Á hringferð um landið geri ég ráð fyrir að fara til eyja -eftir að Landeyjahöfnin er komin. Þarna er loksins stutt sigling yfir og þó vera megi að brim þarna geti verið kraftmikið er maður ekki að gera ráð fyrir að fara þarna yfir á korktappa. Jafnvel þó Herjólfur sé ágætt skip og leiðin til Þorlákshafnar sé betri upp á sjólag, skv póstum á mbloggi og annars staðar, þá er hún löng og oft út úr korti fyrir þá sem hug hafa á að fara til eyja. 

Óska Vestmannaeyjingum fyrirfram til hamingju með þessa höfn, vonandi verða ekki of margir dagar ófærir. Mig grunar að aðsókn ferðamanna muni aukast til muna, sem hlýtur að vera jákvætt fyrir alla. 

Og þó -ég hef áhyggjur af velferð Þorlákshafnar. Það er klárt mál að Herjólfur er burðarbiti í því samfélagi og Herjólfur á burt þýðir að Þorlákshöfn þarf á breyttum áherslum að halda. Eins og ég hef bloggað um með Selfoss og fyrirhugaða tilfærslu brúar út fyrir bæinn, þá er fólksflæði beint í gegnum staði lykillinn að velferð þeirra.

Við getum því gert ráð fyrir breyttum áherslum í tilvistar(vanda)málum tveggja bæja á þessu svæði á næstu áratugum.

 


mbl.is Ferjuhöfn undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Árni Johnsen verður víst að bíða með jarðgöngin sín í bili.

Skrítið að hafa búið á Selfossi 2/3 hluta ævinnar og aldrei komið til Eyja!    Flaug nokkrum sinnum þarna yfir í gamla daga á Cessnunni hans bróður míns og sá ekkert sem mig langaði til að skoða nánar hehe...síðasta flugferðin endaði svo nánast með ósköpum.  Þegar við vorum að nálgast Eyjar rak ég augun í að bensínmælirinn sagði Empty - það gat ekki passað því við áttum að eiga hálfan tank en við ákváðum samt að lenda í Eyjum...þegar brósi ætlaði að kalla upp turninn kom í ljós að talstöðin var dauð og ekkert power á radíóunum.  Þar sem brósi hafði gefið upp flugplan Selfoss-Selfoss og það var Fokker á leiðinni vildi hann ekki lenda í Eyjum unanounced því hann mat stöðuna svo að við værum ekki í neinni neyð og gætum haldið áfram á Selfoss sem og við gerðum.  Manni fannst samt ansi langt til lands á leiðinni.

Sjokkið kom eftir að við lentum og urðum varir við að það fosslak bensín niður úr mótornum - einhver ventill hafði losnað og bensínið hafði flætt inná rafkerfið sem sló út öryggi - sem útskýrði af hverju radíóin og bensínmælirinn dóu.  Hvernig stóð á því að ekki hljóp neisti í bensínið og að bensínið dugði okkur alla leið á Selfoss veit eg ekki ennþá - það var ekkert eftir í tönkunum þegar við lentum nema lyktin...ég giska á að það hafi ekki verið nema svona 5 lítrar sem láku niður eftir að við lentum svo ég efast um að við hefðum haft 10 mín. flugþol í viðbót.

Þess má svo geta að þetta var næstsíðasta flug þessarar ágætu Cessnu 152 - TF-UNG.  Flugvirki kom á Selfoss og kom henni í lag en pilturinn sem flaug henni næst gerðist sekur um þá dauðasynd að kíkja ekki í tankana áður en hann fór í loftið - samkvæmt log-bókinni átti að vera nóg bensín á vélinni og hann treysti því.  Það drapst á hreyflinum í flugtaki og hann endaði út í móa rétt við brautarendann og slapp á undraverðan hátt ómeyddur þrátt fyrir að vélinni hvolfdi og gereyðilagðist.

Kannski maður taki bara Herjólf næst.

Róbert Björnsson, 18.4.2009 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband