Gull í Sördt$ý

"Til þess eru gestir að græða á þeim." Svo heyri ég túristabraskara mæla. Aeops myndi snúa sér við í gröfinni.

 Svo ég ákvað að skapa þessar myndir fyrir ykkur. Flottar?

Gull í Surtsey!

Guðmundur Óli Scheving bloggari segir takmarkið vera hótel í Sördtsý. Og já, af hverju ekki? Það hlýtur að verða eftirsótt verkefni meðal byggingarmeistara.

Surtsey er ennþá jómfrú og þegar byrjað verður að hleypa túrhestum upp á hana er ekki aftur snúið, mikið vill meira, gígurinn bíður! Það verður þó ekki á hvers manns færi að fara til eyjunnar, heldur útvöldum hóp. Kannski sjálfsútvöldum 100 manna hóp af því hann er með monný. En ekki þér, sem var heldur ekki boðið í partí með popparanum Elton John.

Ég geri ráð fyrir að strax frá byrjun verði grænna kringum skítakamarinn en annars staðar á eyjunni. Þá segja menn nóg komið og við hin fáum loks að komast upp á hina gylltu Mön.

 Það er nauðsynlegt að virkja gæði landsins innan ákveðinna marka og mér nægir alveg að fara í bát í salíbunu umhverfis eyjuna.

Málið er að hafa hlutina einfalda og eðlilega. Surtsey er friðuð og má vera það næstu kynslóðir, jafnvel þó gullið sem verið er að lofa finnist þarna í einhverri gjótunni...

Svo á meðan vísindamenn, á borð við líffræðinga og jarðfræðinga, fá að skrá breytingar í Surtsey má bjóða fólk velkomið til Vestmannaeyja með sprangi og ýsu með kartöflum á eðlilegu verði heimamanna. Og svo sigla kringum þetta djásn náttúrunnar sem má ekki snerta. Já það er óneitanlega sérstakara og sýnir meiri virðingu gagnvart þessari nýfæddu dóttur Vestmannaeyjaklasans. Gull finnst í Surtsey


mbl.is Vill fá að flytja ferðamenn í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband