200, 600 eða 25 störf? Hvað er í gangi með tónlistarhúsið?

Varðandi frétt um tónlistarhúsið hef ég 4 athugasemdir, störf eða störf, sparnaður í byggingu, arðsemi og hverjir eru það sem hagnast. Sem arkitekt vil ég sjá hús byggð, sérstaklega ef þau eru praktísk og gagnast notendunum. Hitt má svo deila um:

1. Hvað eru störfin eiginlega mörg?
Sett er fram í frétt að 600 störf skapist við tónlistarhúsið. Svo þegar sagt er að 200-300 þeirra séu á verkstað, þýðir það þá að þessi 300-400 störf þar utan séu afleidd?

Hitt vil ég svo benda á að störfin 200 eða 600 eru tímabundin meðan á framkvæmdinni stendur. Það er í sjálfu sér lífsmál að fá hundruð starfa, en þegar húsið er klárað er ekki um að ræða einhver 200 störf eða hvað það raunverulega eru, heldur rétt einhver tugur starfa. Er það rétt fjárfesting?

Álverið á Reyðarfirði (virkjunin kostaði kannski s.s. 4-5 tónlistarhúsum) er til samanburðar með 400 VARANLEGUM störfum og svo að auki töluvert stórum fjölda afleiddra starfa.

2. Spörum í nýbyggingunni.
Sem arkitekt vil ég sjá húsið klárað þó margt sé stórgallað í skipulagi þess og staðsetningu. Kemur mér fyrst til hugar að það þurfi að skera við nögl í smíðinni, t.d. að slá bárujárni utan á húsið til að spara peninga, eða fá ytra byrðið gert úr einhverju íslensku efni sem gæti skapað vinnu við að framleiða (tilsniðinn steinn eða ámóta?). Smíðum innviði úr krossvið eða einhverju tilfallandi sem hægt er að skipta út seinna meir.

Sjálfsagt er ýmislegt annað hægt til að klára þessi tónarými þar sem tónlistarflutningur mun fara fram. Eða... er ekki takmarkið að tónlistarfólk fái þak yfir höfuðið? Varla þarf slíkt að vera með miklum íburði? Húsið á að reisa fyrir tónlistarfólk fyrst og fremst. Fyrir arkitekta eða listamenn EF þannig stendur á í árferði.

Það er kreppa og kreppuhali fram í komandi ár akkúrat út af bruðli og vafasömum fjárfestingum. Hús eiga svo jú að endurspegla þá tíma sem þau eru reist á og mín vegna mætti setja torf á þakið, trönur á útveggi, kaupa notaðar innréttingar í eldhús og salernin og nota Rússneskar ljósakrónur, svo lengi sem tónlistarfólk getur notað rýmin. Innviðina má svo klára á lengri tíma, svo hægt sé að byrja að nota salina, gera þetta í skorpum. Menn fara jú í tónlistarhús til að hlusta á tónverk, ekki til að skoða sólargeisla eða glóandi glingur hangandi úr loftinu. Byggjum húsið, en án hégóma, á ódýrari máta sem endurspeglar þessa tíma sem krefjast aðhalds.

3. Arðsemi.
Svo er spurningin hvort húsð skili einhverju af sér þegar það er komið í gagnið? Hef bent á áður í borgarskipulagsbloggi mínu að þetta hús er staðsett þannig að fólk fer alveg eins ekkert í miðbæinn, keyrir bara að húsinu og svo til baka upp í Árbæ eða hvar sem það á heima. Ekki gagnast það veitingastað við Laugaveg. Þarna er oft rok og ekki bætir úr skák að farartálmi er í ótrúlegu hraðbrautardrasli. En í þessu dæmi er hægt að velta fyrir sér hversu margir komi á tónleikana? Munu 1500 manns kaupa miða í það vikulega? Mánaðarlega? Mun það rétt nægja fyrir rekstrinum á húsinu? Húsvörðum, viðhaldi... Varla borgar það laun tónlistarfólksins?

Er betra að fjárfesta 20 milljörðum í varanlegri atvinnusköpun, s.s. fiskvinnslutæki eða önnur framleiðslutæki, gangabora og annað slíkt sem gæti gagnast varanlegri vegaframkvæmdum, er hægt að laga Keflvíkurflugvöll með peningum sem sparast við að skera við nögl? Eða eru einhverjir peningar til á annað borð?

4. Hverjir hagnast á áframhaldandi byggingu?
Hver er raunverulegur forgangur í svona málum og hverjir eru það sem hagnast mest á áframhaldandi byggingu? Hverjir munu fá þessi 200 tímabundnu störf, eða 600, og mun það leysa eitthvað með atvinnuleysið?

Ef húsið er klárað eftir eitt ár og viðvarandi atvinnuleysi fær innspýtingu með 20 störfum í kringum húsið... HVER hagnast þá á smíði þess? Utan þess augljósa að tónlistarfólk fær samastað og getur farið að spila fallega tónlist.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fá 300 hundruð Kínverjar vinnu við að setja upp glerið á húsið það er flott, sprengjum það aftur í holuna

Adolf (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 06:08

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Eins mikið og mig langar að sjá Tónlistarhúsið klárað þá verður að forgangsraða rétt.

Bendi á þennan pistil Vélstýrunnar um þá staðreynd að verið er að segja upp 20-30 manns hjá Landhelgisgæslunni og með því er verið að stofna mannslífum í hættu.

Róbert Björnsson, 4.3.2009 kl. 07:52

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Það eru bara erlendir starfsmenn sem fá þessi störf sem um ræðir. Ég þekki nokkra einstaklinga iðnaðarmenn sem eru að undirbúa sig að fara erlendis.

Ég held bara að ég sammála um að brjóta húsið niður og moka yfir og gera þetta svæði fyrir útivist  og smáar einingar veitinga og skemmtistaða.

Guðmundur Óli Scheving, 4.3.2009 kl. 08:35

4 identicon

Sammála þessu. Ég sé ekkert að því að bíða með að klára húsið og láta það standa nokkur ár.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:20

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er nú þegar búinn að rita þó nokkuð um þetta hús á vefriti mínu. Nú síðast í gær. Vissulega hefði ég viljað sjá þetta hús útfært á allt annan hátt, en það er of seint að láta það angra sig núna.

Hins vegar bendi ég á að þessi framkvæmd á mjög líklega eftir að skila sér í auknum störfum og gjaldeyristekjum ef allt gengur eftir. Þ.e.a.s. ef það leiðir af sér frekari byggingar á þessum reit og þá sérstaklega ráðstefnuhótel, sem nýta myndi nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús. Ráðstefnugestir yðru að sjálfsögðu viðbót við þá ferðamenn, sem þegar leggja leið sína til landsins. Alla jafna eru þetta ferðamenn (karlar og konur), sem gefa vel af sér... ef svo má að orði komast.

Það skiptir náttúrulega máli að vera með vaðið fyrir neðan sig  og byrja strax að undirbúa markaðssetningu þessarar nýju aðstöðu.

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þakka innlitið! Mér sýnist flestir sammála um að bíða með húsið.

Ég held það kosti nú líka pening að rífa það og eða sprengja ofan í grunn. Það gæti verið sterkasti leikurinn ef menn eru með betri plön: Í samkeppni um tónlistarhúsið árið 2001 var ég að undirbúa ágætis tillögu sem hefði ekki verið samþykkt, en vegna 911 gat ég ekki klárað hana og sent inn, gat ekki verið í húsnæðinu mínu í 6 vikur. Hún var sýnd þá um vorið í Hönnunarsafninu, undir öðrum kringumstæðum. Það má skoða tillöguna hér fyrir þá sem áhuga hafa á borgarskipulagi. Á öllu þessu svæði vantar nefnilega skipulagið og að ana út í byggingu án skipulags er að sjálfsögðu óðs manns æði. Þarna er ég með lausn á hvað eigi að gera við skipulagið.

Ég er samt hallur á að bygginguna eigi að klára, en að skera þurfi niður í fjármagni til þessa. Seinna ef færi gefst er hægt að laga það. 

Hvort ráðstefnubyggingar skili peningum veit maður ekki, en svo margar stórar byggingar í hnapp er úr takt við miðbæinn og er of stórkarlalegt eins og þessir ljótu turnar sem hafa eyðilagt Skuggahverfið sýna svo vel. Byggingar þurfa að vera smágerðari til að geta mótað borgarbrag.

Ólafur Þórðarson, 4.3.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vilhjálmur frá Skáholti kvað um borgina með lágu húsin. Það væri nú gaman að geta haldið þeim borgarbrag.

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ólafur þær hugmyndir sem þú lætur fram og vangaveltur varðandi húsið er þær sömu og hélt að yrðu ofan á og vonaði að yrði, að klára fleirri árum en til stóð og hefðu eflaust verið heppilegri, varðandi klæðningu þá skilds mér að stæsti hluti henar sé tilbúin í Kína ,en ósót vantar peninga varðani, innri frágang er ég samála þér.

Skoða tillögu þína að líst vél á.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.3.2009 kl. 20:46

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Vantaði svo,,, vonaði að svo yrði,,

Rauða Ljónið, 4.3.2009 kl. 20:48

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mjög góðar spurningar sem þú setur hér fram varðandi þetta mál, allar stórnauðsynlegar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2009 kl. 00:14

11 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mér er gersamlega óskiljanlegt af hverju farið var út í að byggja tónlistarhús!  Í raun var engin bráðanauðsyn á því. Alltaf má diskútera hvort ekki væri betra að hlú að tónlistinni, en samt; fyrr má nú rota en dauðrota.

Þegar vellur út peningum úr ríkiskassanum er allt í lagi að hugsa sér stórframkvæmdir eins og tónlistarhús, en þetta er algjört rugl.

Baldur Gautur Baldursson, 5.3.2009 kl. 17:10

12 identicon

Heill og sæll; veffari góður, sem þið önnur, öll !

Afbragðs hugleiðingar; hér hjá þér, veffari - líka sem ýmsar athugasemdanna. 

Það er einmitt; mergur málsins - er byggingin fyrir tónlistarfólkið, sem og gestina, á hina ýmsu tónleika, eða,........ öfugt, og prjálið eigi að verða í öndvegi ?

Jú; jú, veffari minn. Frjálshyggju krumlan, með sínum útúrboruhætti komst, hindrunarlaust, inn í þetta verkefni. Því fór; sem fór, hvað hefði getað orðið 50 - 100 falt ódýrara, hefði snefill skynsemi, fengið að komast að, þarna.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:20

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mörg góð komment, Adolf, Róbert, Guðmundur, Sveinn, Emil, Rauða Ljón, Gmaría, Baldur og Óskar!

Afsaka að ég er á hönnunarráðstefnu í Indianapolis fram á Sunnudag og hef ekki haft tíma í að svara kommentunum almennilega. Ég hef verið á þeirri skoðun að tónlistarhús ættU að vera mörg og smærri í smíðum og dreifð um miðborgina. Þannig hefði fengist betri innviklun í miðbæjarkjarnann gamla góða sem má fá að stækka svolítið innbyrðis. Veitingastaðir nytu góðs af og rölt um bæinn getur tengst Jazzuppákomu á eftirmiddegi eða whatever. Mismunandi salir, svoldið minni, geta gefið skemmtilega upplifun og eru kannski betri fjárfesting fyrir útlendinga, sem eru ekki að koma til Íslands út af Shopping Mollum. Believe it or not.

Shopping Mollin eru huti af græðgisvandamálinu. Öll egg sett í sömu körfu en kaupfíkninni verður aldrei svalað, sama hversu stór Mollin verða. Meira verður aldrei nóg. Tónlistarhúsamoll er einn ein tröllvaxin lausn, í sjálfu sér ekki svar fyrir miðborgina sem slíka, sérstaklega þegar miðborgin er 1/2 km sunnar. Þó húsið hafi tilburði til að vera flott og að flestir væru ánægðir að sjá tonlistarhúsið byggt, þá væri það kannski ágætis skúlptúr við höfnina.

Það má vel vera Emil að þessi bygging gefi gott af sér er fram líða stundir. Gaman væri að sjá tölur og heimildir, því það virðist vinsælt að reikna dæmi með því að byrja á útkomunni til að gefa sér forsendur. Myndu útlendingar fjúga til landsins til að fara að sjá tónleika með einhverjum píanóleikara? Ashkenazy? En ef hann spilar i London, París og Berlín, fer fólk ekki bara þangað? Er bara svona að velta uppúr mér til umhugsunar, því tónlistarhúsið er ekki sjálfgefið meistaraverk, en yrði meira hluti af öðrum áhugaverðum stöðum innan borgarmarkanna.

xx

Ólafur Þórðarson, 6.3.2009 kl. 05:49

14 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek það fram að ég hefði viljað sjá þetta hús allt öðruvísi útfært. Ein hugmynd, sem heillaði mig mjög og ég hef ritað um á vefriti mínu er eftirfarandi:

"Það háttar þannig til í Helsinki að þar átti að byggja kirkju á klettahæð einni í borginni. Það var búið að sprengja fyrir grunninum þegar það kom stríð og svo efnahagsþrengingar og gatið stóð tómt á klettinum. Svo þegar framkvædir hófust á ný var ákveðið að sprengja dýpra inn í klettinn og síðan var sett koparþak yfir með gluggum svo dagsljósið kemur ofan frá. Klettakirkjan er í dag fjölsótt af ferðamönnum og þykir hafa einstakan hljómburð. Fyrir ekki löngu var mikil efnistaka úr Geldinganesi og þar er nú komið stórt og ljótt klettagat. Þarna hefði ég viljað setja þak yfir, líkt og gert var í Helsinki og nota náttúrulegan klettavegginn. Þarna hefði getað orðið til tónlistar"hús", sem væri einstakt í veröldinni. Til að færa það nær miðbænum hefði svo verið hægt að byggja huggulega bátabryggju í Reykjavíkurhöfn og sigla með prúðbúna tónleikagesti, já og ráðstefnugesti, út í Geldinganes þegar svo bæri undir. "

Útfærsla eins og ég nefni hér að ofan held ég að myndi vissulega draga fólk til landsins sem slík. En það er tómt mál að tala um slíkt núna.

Góð ráðstefnuaðstaða með tilheyrandi hótelbyggingu myndi hins vegar vissulega draga fólk að. Það eru til mörg dæmi um slíkt.

Ég tek fram að ég er ekki að gera ráð fyrir að ráðstefnuaðstaðan og hótelið eigi að vera í eigu sama aðila. Þvert á móti.

Síðan ég fór að viðra þessar hugmyndir hefur mér reyndar verið bent á að til að þetta hús virki betur fyrir ráðstefnur o.þ.h. mætti  endurskoða bæði væntanlega stjórn þess og jafnvel innviði. Í ljósi breyttra aðstæðna þætti mér það sjálfsagt.

Emil Örn Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 11:40

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef húsið verður ekki sprengt í tætlur sem væri besta lausnin ætti endilega að klæða það bara bárujárni, jafnvle líka inni. Það var verst að loksins þegar byrjað var á tónlistarhúsi var tildrið efst á baugi. Og þarna er alltaf rok, ekki síst þegar bjarviðri er í norðanátt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.3.2009 kl. 16:15

16 identicon

Minni á það í þessu samhengi að Sistínska kapellan hefði ekki verið byggð, hefðu ekki komið til skattar frá Þýskalandi. Kostaði eins og eina siðbót í kjölfarið (=byltingu!). En nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Líkast til er best að klára húsið á eins ódýran hátt og hægt er og láta vera að gera það jafn glæsilega og var lagt upp með.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:28

17 identicon

Óli Þórðar, ert þetta þú gamli vinur frá gömlu góðu dögunum í MH?

Siggi Kjartans (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband