Sterkur!

Ja hérna bara.

Ég hef staðið í þeirri meiningu að þegar vandi þjóðar er persónugerður í einum manni þá er það álíka slæmt og ef þjóð fylgir blint einum leiðtoga. Með því að beina spjótum að einum "dólg" þá eru hinir á meðan að klóra yfir aðal vandamálin, sem eru að sjálfsögðu gerspillt hugarfar peningaelítustéttarinnar sem skapaði sér lebensraum í áður svo til stéttlausu og ágætu landi.

DAVID Ólafur Þórðarson 2005Bankarnir voru á kúpunni sl. ár og fóru á endanum yfir um í haust á offjárfestingarfylleríi og hringavitleysu og píramídatrixa í sölu fyrirtækja. Svona einfalt er nú það og því er um að kenna bankastjórnendum, óhemju græðgi og væntanlega skort á fagmennsku í að eiga og reka banka. Viðvaranir bárust erlendis frá sem voru hundsaðar og jafnvel rætt um að fara í mál við erlenda fjármálasérfræðinga fyrir að sverta orðspor Íslands(!) Lánatökur urðu erfiðar og sýnt var að bankarnir færu í þrot.

Það er stjórnendum og ný-eigendum að kenna. Ekki ríkinu sem slíku og ekki vinstri mönnum. Það grátbroslega í þessu er sjúskaði frasinn um að ekki sé hægt að treysta vinstri mönnum og ríkinu fyrir fjármálum. Þessi gamli frasi var notaður á Seðlabankastjórann, enda hann tákngervingur ríkisins og valdablokkar sérhagsmuna innan þess.

Þegar frjálshyggjuheimur og markaðsbrasksútópía þeirra gráðugu og eða ofsatrúuðu hrynur, þá eru þeir fljótir að finna einhvern til að stilla upp við vegg. Pottþétt margar slóðir að hylja í snjóstorminum meðan athyglinni er beint að Davíð snjókarli. Ein slóðin liggur að sjálfsögðu í alla þá menn sem stóðu að einkavæðingu og rekstri bankanna en skyggnið hefur verið ansi slæmt og fjölmiðlar handbendi ákveðinna hópa og sjálfir til sölu eins og hver annar banani.

Davíð var sterkur þarna og hefði ég viljað sjá þáttinn lengri og með ítarlegri spurningum frá fréttamönnum sem yfirvegað töluðu af meiri dýpt.

Ég hefði viljað sjá vel ígrundaðar spurningar varðandi þátt hans í einkavæðingarferlum ýmsum síðasta áratug, sérstaklega jú einkavæðingu og uppsetningu nýju bankanna. Því vandamálið byrjar í einkavæðingu opinberra stofnana og þeim sem framfylgja slíku af eldmóði McFriedmann borgara. Kannski er þetta vesen allt ekki Davíð að kenna, hann bara las vitlausa vegvísa eins og kunningi hans HHG. Í þessum vegvísum er markaðurinn lofaður en ekkert varað við svindlurunum sem sækjast í stóru fúlgurnar og gera markleysu úr kenningunum.

Annars verð ég að fara að færa mig yfir á hægri kantinn ef við erum loksins að fá vinstri stjórn næstu árin.

Set hér með mynd mína frá 2005 "DAVID" sem birtist í bókinni mini Gegnumgangur.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband