Skattagrýla frjálshyggjunnar.

Það er orðið svolítið þreytt að heyra frjálshyggjumenn endalaust endurtaka sömu romsurnar aftur og aftur. "Lækka skatta" eins og það sé einhver töfralausn. "Frelsa markaðinn" eins og það sé önnur hókus pókus lausn. Markaðurinn "elsku vinur okkar markaðurinn" og þessi þrönga sýn á heildarmynd þjóðfélagsins. Í gegnum fjölmiðla hefur hálf þjóðin verið heilaþvegin með síendurteknu fyrirtækja- og peningafréttabulli og aðrar nauðsynjar undanskyldar í perralegri dýrkun á einkavæðingarþjófnaði, vafasamri sölumennsku, sjálfsdýrkunarsýki, auglýsingaáróðri og braski.

Endurtekningin er einkenni á áróðursmaskínunni, fólk fer að trúa þessu bulli að markaðurinn sé GUÐ. Þó önnur orð séu notuð til að fegra það sem innantómt er í yfirborðskenndum auglýsingafrösunum.

Ég er ekki að tala um eðlileg viðskipti þar sem fyrirtæki blómstra í eðlilegu mannlegu umhverfi innan um aðra mikilvæga þætti samfélagsins í einhvers konar heilsteyptari mynd.

Jú auðvitað á ekki að klína sökinni á Sjálfstæðisflokkinn heldur þá sem frjálshyggjumenn almennt aðhyllast, Friedman, Reagan og Thatcher og alla þá trúða sem hafa komið efnahagsástandi heimsins á brún hyldýpis í gegnum alræðishyggju-rörsýn á þjóðfélagsmynstrið.

Pælið í því að í Bandaríkjunum misstu 600,000 manns atvinnu sína í Janúar sl. -bara í Janúar. Sex-hundruð-þúsund manns. Vita menn hvað þetta þýðir? Það er eins og allar fjölskyldur 2-3 stórborga hafi orðið atvinnulausar á bara einum mánuði! Frjálshyggjan hefur verið við lýði í síauknum mæli síðan upp úr 1975 eða svo og á því tímabili, sérstaklega með kosningu Reagans, upphófst mikil niðursveifla í Bandarísku efnahagslífi. Meðal almennings. Kaupmáttur meðalmanns hefur jafnt og þétt LÆKKAÐ á þessu tímabili og starfsöryggi aldrei verið í verri málum nema við lítum hundrað ár aftur í tímann. Auðmenn aldrei með stærri hluta af kökunni og 1% Bandaríkjamanna eiga 50% allra eigna. Það hefur verið uppgangur meðal auðmanna, já svo sannarlega.

Frjálshyggjan er feilstefna rétt eins og kommúnisminn.

Já við skulum ekki kenna um Sjálfstæðisflokknum, heldur þeim sem frjálshyggjumenn hafa verið að dýrka, nefnilega falsguðina sem afvegaleiddu þá. Tala um "elOThordarson-09sku litla markaðinn okkar" SEM guð. Þessi fræði eru stór feill fyrir þjóðfélagið eins og með flesta aðra trúsöfnuði og öfgastefnur sem ríktu á sl. öldum. Hagfræði undanfarinna áratuga hefur verið að mestu uppskálduð óskhyggja og þeoríur þessara fræðastefna afsönnuðust löngu fyrir 29. Október 1929.

Það sem mér þykir einmitt svo áhugavert við lestur blaða og sagnarita á árunum á undan 1929, er að  falsGUÐinn var svipaður, "Lækkum skatta!", "ríkið er vont" og "veitum markaðnum frjálsann tauminn". Afraksturinn beið handan við hornið og heimurinn féll ofan í hyldýpi efnahagskreppu. 

Já við mannfólkið erum svoldið mikið eins og fávís rollan þegar upp er staðið. Ekki geta forystusauðirnir lært af sögunni og á endanum fylgjum við sauðunum í sláturhúsið. Við rollurnar þurfum að segja hingað og ekki lengra, þessi markaðstrúfræði eru tómt bull! Lýðræðið snýst held ég um að skipta út forystusauðunum með reglulegu millibili.

Þetta tal um að það sé hryllingur ef skattar hækka um örfáar prósentur er hjákátlegt í samanburði við að fjölskyldur eru að missa húsið sitt og íbúðir í bálkestinum sem frjálshyggjumenn hafa hlaðið upp síðustu 30 ár.


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Frjálshyggjan er bara síkill sem sumir losna aldrei við,eru bara gegnsýrðir af þessum vanda. Og halda áfram að reyna að sýkja aðra.

Guðmundur Óli Scheving, 11.2.2009 kl. 07:23

2 identicon

heyr heyr!

Ofsalega er gott að lesa skynsamlegt blogg í öllu þessu fári og orðagjálfri hjá staurblindum sjúklingum frjálshyggjunar. Takk fyrir það :)

Tími stóru  hugmyndakerfanna er liðinn. Og það sem felldi bæði kommúnismann og kapítalismann var sú staðreynd að í þessum líkönum virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir breyskleika mannsins! Í kommúnistaríkjunum söfnuðust völd á fárra hendur og úr varð alræði á meðan hugmyndir ný-frjálshyggjufólks um minna eftirlit og fækkun reglugerða þar sem "markaðurinn" sjái um að leiðrétta sjálfan sig kolfalla í sömu gryfju. Maðurinn er gráðugur og svífst greinilega einskis til að verða sér úti um meiri peninga og meiri völd. Eins og mörg dæmin sanna...

Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já ég held að einn höfuðpaurinn sé Milton karlinn Friedmann. Hann hefur eins og trooper hraunað yfir viðmælendur og valtað yfir umræðu til að troða fram sínum kenningum. Við erum að sjá afraksturinn.
Takk fyrir innlitið.

Ólafur Þórðarson, 14.2.2009 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband