Verndarstefna eða heilbrigð skynsemi?

Þeir eru stórir hópar bandaríkjamanna sem í gegnum síðustu áratugi hafa misst vinnu og heilu byggðarlögin lagst í eymd vegna þess að dýrkun á samkeppnisprinsippum haf verið sett ofar mannlegum gildum.

Ross Perot talaði 1992 um the "Giant sucking sound" og hans orð hafa komið á daginn. Menn sem 1990 þénuðu $30- á tímann í iðnaðarframleiðslu þéna í dag $8- við að afgreiða á McDonalds. Mæli m.a. með lestri bókanna the Disposable American og Nickel and Dimed til að fá vinkil á þessi umræðuefni.

Það er gott að sjá að markaðssinna-öfgastefnum síðustu 30 ára er eitthvað verið að ýta til hliðar.

Verndarstefnur eru fyrir hendi í öllum löndum. Það er full á stæða fyrir því að vernda iðnað innan hvers lands og innrás fjármagns utanfrá er alls ekki endilega af hinu góða.  Nægir að nefna það sem skeði með iðnaðinn í Argentínu þegar landið var opnað fjárfestum. Einnig fyrrum Sovét sem liðaðist í sundur og ýmsir óprúttnir aðilar fóru þar inn til að kaupa heilu verksmiðjurnar á slikkerí í krafti þjóðfélagsupplausnar. Að maður tali ekki um....

Já verndarstefnur þjóna sínum tilgangi.


mbl.is Óttast verndarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband