Vatnsmýrin, "verðmætt byggingarland" og millilandaflugið.

Viðbúnaður var í dag vegna kennsluflugvélar.

Eiginlega var ég að leita að einhverjum  létt-geggjuðum fréttabloggara sem vildi ólmur fá flugvöllinn burt út af þessu eina atviki. En já nú er það svo að flugumferð er með öryggisfaktor sem er til mikillar fyrirmyndar. Í erlendum borgum, m.a. hér í New York, er gríðarlega mikið af júmbó-þotum sem fljúga yfir þétta byggð. Og gott mál að allt fór á besta veg með þessa kennsluflugvél. 

 

Þar fyrir utan er flugvallarsvæðið best nýtt undir... flugvélarnar. Nafni minn Ólafur, fv. borgarstjóri hefur nefnilega hárrétt fyrir sér að skipulagið sem vann samkeppnina er hvorki nægilega gott né viðeigandi.

 

kopavogur3

Hvað þá að þjóðfélagið hafi efni á frekari byggingarævintýrum fyrir braskara. Lítið á Kópavog og sjá; þar er gróskumikill arfi fyrir borgarskipulagspælara að reyta og fleygja í ruslið. Ekki að þetta and-borgarlega drasl sé bara í Kópavogi, heldur er þetta þjóðfélagslega og löngu úrelta skolp um allt höfuðborgarsvæðið og byggt á síðasta áratug, þrátt fyrir metnaðarfulla menntun arkitekta sem eiga að vara við Le-Corbusierismanum. 

Þetta tal um "verðmætt byggingarland" er orðið hlægilegt blaður sem tilheyrir sögunni, eins og hún var daglega fölsuð fyrir Septemberlok sl. 

En nú á þessum erfiðu tímum, þar sem sannleikurinn fær hljómgrunn í örvæntingarfullu ópi fyrrum áhrifamikilla skrumara, væri nú bara asskoti gott að hafa millilandaflugið í Vatnsmýrinni eins og ég hef verið að agitera fyrir. http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/631715/

Það myndi spara mikið fé í kostnaði við að ferja þúsundir manns á hverjum degi á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Í samgöngum hlýtur hagkvæmni að fá að vera í fyrirrúmi, rétt eins og ég benti fyrstur á; að engin borg færi að setja lestarstöð sína 50 km í burtu, -lengst úti á annesjum.

Já núna væri gott að sjá mikla uppbyggingu á flugvallar- og samgönguþjónustu í Vatnsmýrinni. Þroska skipulagið til framtíðarinnar.

Nú er nefnilega lag á að koma slíkum opinberum framkvæmdum á koppinn. Með í huga að eyða sem minnstum gjaldeyri og nýta mannafl, sem annars væri einungis á atvinnuleysisbótum. Þetta er fjárfesting sem segir SEX og það er til fullt af góðum verktökum og smiðum sem þurfa á verkefni að halda. 

Meira SEX: http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/490722/


mbl.is Lenti á einum hreyfli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband